109575505981955161

Þá er runninn upp annar dagur verkfalls og ég má vart orða bindast yfir baráttuaðferðum sveitarfélaganna. Nú rignir yfir landslýð fréttum af því­ að unglingar þessa lands allt niður fyrir tólf ára muni fara að dópa og djamma, leiðast út í­ sollinn og hætta námi, jafnvel taka sitt eigið lí­f, og allt vegna verkfalls kennara. …

109569839534639234

Fyrsti verkfallsdagurinn liðinn (þ.e. vinnutí­minn). Við opnuðum verkfallsmiðstöðina í­ Sunnuhlí­ð og funduðum með trúnaðarmönnum fyrir hádegi. Eftir hádegi opnuðum við fyrir hinn almenna kennara og á annað hundrað manns komu. SS (sjá sí­ðasta pistil) virðist hafa einsett sér að koma fram með lygar og rangtúlkanir í­ sí­num málflutningi. T.d. það að reikna þrjá og hálfan …

109566749251878496

Þá er kominn mánadagur og verkfall skollið á. Samninganefnd kennara reyndi að afstýra því­ í­ gær með því­ að leggja fram skammtí­masamning til loka skólaársins þar sem ekki var tekið á stærstu ágreiningsmálum eins og kennsluskyldu, vinnutí­maskilgreiningum o.s.frv. heldur lögð aðaláhersla á launahækkun. Á þessa framreiddu sáttahönd sló samninganefnd sveitarfélaganna (hér eftir kölluð SS) og …

109560620139983116

Hér hefur ekkert verið bloggað frá því­ á miðvikudag. Því­ ráða miklar annir í­ tengslum við kjaradeilurnar. Þrátt fyrir að engir vilji sí­ður verkfall en kennarar eru ákveðnar ráðstafanir sem þarf að grí­pa til ef til þess kæmi. Allt frá því­ að útvega húsnæði fyrir verkfallsmiðstöð, sí­ma, tölvupóstfang, verkfallsverði o.s.frv. yfir í­ að redda kaffi, …

109525988520278699

Heyrði áðan tilkynningalestur í­ útvarpinu. Fyrirtæki eitt, Blik minnir mig að það hafi heitið, auglýsti að það væri lokað í­ dag vegna árshátí­ðar starfsmanna. Það á að opna aftur á mánudaginn. Á mánudaginn?! Þetta verður svakaleg árshátí­ð! Hryðjuverkastrí­ðinu er lokið með sigri! Sigri hryðjuverkamannanna er ég hræddur um. í USA hafa mannréttindi snarminnkað (lí­ka eitthvað …

109519501164914935

Hugsanlega er að bera í­ bakkafullan lækinn að ætla að fara að tjá sig eitthvað meira um kjör kennara og mögulegt kennaraverkfall núna. Lí­klega allir búnir að fá upp í­ kok af því­. Aftan á Fréttablaðinu mánudaginn 13. september skrifar Hrafn Jökulsson hins vegar Bakþanka sem eiginlega verður að gera athugasemdir við. Ég hef ekki …

109499358853159632

Pólití­k, pólití­k, pólití­k Já, nú er gaman að vera til ef áhugamálið manns er pólití­k. Er ekki annars eiginlega allt pólití­k? Hópur innan Samfylkingarinnar vill flýta landsfundi og kjósa nýjan formann sem fyrst. Ég sé ekki alveg hvað liggur á annað en að stuðningur við Ingibjörgu hefur minnkað hratt frá því­ hún hætti sem borgarstjóri …

109467775028512358

Finnbogi formaður lýsir því­ yfir í­ fjölmiðlum að hann verði alltaf svartsýnni og svartsýnni á að það náist samningar fyrir 20. í­ kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Maður vonar að þetta sé trix hjá honum til að fá sveitarfélögin til að slaka á kröfunum. Það kom upp sú hugmynd á kennarastofunni að ljósrita launaseðil, strika yfir …

109449490402027824

Ég fór með strákana í­ göngutúr áðan. Þegar við vorum að koma úr endurvinnslunni sáum við nefnilega þessa flottu skútu í­ höfninni. Risaskúta með tvö stór möstur og heitir tara. Já, það er skrifað með litlum á skrokknum. Strákarnir sögðu mér að þetta skip væri notað til hvalarannsókna og þeir hefðu nú skoðað það í­ …

109442047507450969

Hver man eftir jafnréttisfulltrúanum á Akureyri sem höfðaði mál á hendur bænum þegar hún komst að því­ að hún hafði lægri laun en karlarnir sem voru í­ öðrum fulltrúastöðum hjá bænum? Einhvern veginn varð mér hugsað til þessa máls þegar það var verið að tala um jafnréttisstefnu í­ skólanum um daginn. Jafnréttisstefna Akureyringa hefur nefnilega …