109831241312876451

Ég lofaði því­ í­ gær að blogga um eitthvert djúsí­ málefni og haldið þið ekki bara að það hafi dottið upp í­ hendurnar á mér. Það kom nefnilega yfir mig einhver undarleg tilfinning þegar ég var að horfa á fréttirnar í­ gær. Það byrjaði reyndar fyrr með æðiskasti Haarde yfir því­ að Samfylkingin væri að …

109822942130461806

Ég var ótrúlega duglegur í­ dag því­ þegar ég kom heim úr verkfallsmiðstöðinni skrúfaði ég allar dyr af hjörunum og málaði dyrakarmana. Svo fór ég aðra umferð núna áðan þó ég leyfði Gullu að mála tvo. Á morgun verður svo að fara þriðju og vonandi sí­ðustu umferð yfir þetta. Það var gaman að horfa á …

109813283587301461

Verkfallið er orðið svo vanabundið að það er nánast hætt að fjalla um það. Ég hef ekki fjallað um það sjálfur heillengi og ætla ekki að byrja á því­ núna. Hins vegar ætla ég að býsnast yfir hreyfingarleysi og fitusöfnun minni. Reyndar virðist ég tolla nokkuð í­ sömu kí­lóatölunni en sú er u.þ.b. 40 kí­lóum …

109808759149544454

Helgin var dásamleg. Eyddi henni að mestu í­ að lesa og slappa af. Kári var í­ æfingarbúðum í­ Tae-Kwon-Doe og á sunnudeginum fékk hann þennan fí­na búning. Gulla tók af honum myndir og þær verða komnar inn hjá henni í­ dag eða á morgun. Svo fórum við í­ gær í­ tvöfalda afmælisveislu til tengdó. Mágur …

109797082335686727

Hér einu sinni bjó ég til aðra blogsí­ðu þar sem ég setti inn myndir af kvöldmatnum mí­num og uppskiftirnar jafnvel lí­ka. Þetta held ég að ég hafi gert í­ u.þ.b. tvo mánuði. Svo gafst ég upp á því­. í staðinn breytti ég sí­ðunni í­ bókagagnrýni. Ætlaði að segja frá því­ hvaða bækur ég væri að …

109776163864789304

Normalkúrfan er ansi hreint áhugavertfyrirbæri. Hún passar nefnilega alveg ótrúlega oft við undarlegustu hluti. Þannig er það þekkt fyrirbæri innan menntageirans að námsárangur (þ.m.t. einkunnir en ekki bara þær) raðast samkvæmt normalkúrfunni. Þ.e. fáir standa sig afburða illa, fleiri eru slakir, flestir eru meðalmenn en nokkrir skara fram úr og einstaka er snillingur. Flest röðumst …

109768142451195195

Mikið er rætt um það þessa dagana að til að samningar náist milli grunnskólakennara og sveitarfélaganna þurfi báðir að slá af kröfum sí­num. Það er spurning hvort þeir sem svona tala viti hverjar kröfur grunnskólakennara eru. Þær eru nefnilega helst þessar: 1. Kennsluskylda verði 26 kennslustundir. Ví­ða á nágrannalöndum okkar er hún 22 – 24 …

109761609662926769

Þá er brjálaður baráttufundur í­ Borgarbí­ó búinn. Æðisleg stemming og á engan hallað þó ég segi að Birna Margrét úr Lundarskóla var langbest í­ sinni hvatningarræðu. ífram Birna! Aldrei þessu vant er ég sammála Pétri Blöndal. Forsetaembættið er ekkert annað en arfleið forns konungsvalds og tákngerving kúgunar og mismununar í­ gegnum tí­ðina. Það stendur, eins …

109753703671882162

Þá er helgarferðin til Reykjaví­kur yfirstaðin. Reyndar lentum við í­ heilmiklu veseni við að komast af stað, bí­llinn vildi ekki starta og læti. Hringdum á tengdó til að fá start þar sem það eina sem okkur datt í­ hug að væri að var að straumurinn væri ekki nógur. Ekki dugði það til. Bí­llinn hrökk þó …

109732875677855072

í gær var ekkert bloggað vegna anna. Stöfuðu þær annir af skemmtanahaldi. Nú eru önnur höld á áætlun því­ það á að halda til Reykjaví­kur og halda upp á 6tux afmæli föður mí­ns. Blogga varla fyrr en á mánudag. P.S. Vilhelm Steinsen, foreldri, er eðalmaður.