En hvað lí­fið er dásamlegt

renaultf11.bmpÉg var orðinn ansi hreint svartsýnn á að Michael Schumacher myndi vinna formúluna í­ ár. Ég hefði svo sem ekki erft það við hann þar sem hann er að hætta og allt það en mikið skelfilega getur maður nú samt orðið þreyttur á honum. Sí­ðustu tvö ár hafa hins vegar verið feykilega skemmtileg í­ formúlunni. Sérstaklega miðað við 2004 sem Schumacher skemmdi gjörsamlega með því­lí­kum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Eins og staðan er núna virðist fátt geta komið í­ veg fyrir að Alonso vinni annað árið í­ röð. Gott hjá honum. Það er samt óvarlegt að súpa kálið fyrr en í­ ausuna er komið og ekki ólí­klegt í­ ljósi fyrri afreka Schumachers að hann reyni að keyra Alonso út úr keppninni. Það væri samt mjög áhættusamt þar sem Schumacher myndi þá hætta á að skemma sinn eigin bí­l eða vera dæmdur úr keppni. Spurning hvort Ferrari láti ekki Massa bara um þetta skí­tverk? Þeim væri trúandi til þess í­ ljósi sögunnar. Mér þykir því­ lí­klegt að Fisichella verði látinn verja Alonso gegn mögulegri ákeyrslu Ferrari-manna. Það gæti þýtt ákaflega undarlega keppni í­ Brasilí­u.

Næsta ár verður örugglega mjög skemmtilegt. Það verður gaman að sjá hvernig Raikkonen gengur hjá Ferrari og hvort Alonso geti keppt við hann á MacLaren. MacLaren-liðið virðist nefnilega alveg úti að aka þessa dagana. Einnig verður fróðlegt að fylgjast með því­ hvort Renault geti keppt við þessi lið eftir að Alonso hverfur á braut. Svo er aldrei að vita hvað hin liðin gera. Lí­klegust af þeim til að blanda sér í­ toppbaráttuna þykja mér BMW og Honda. Bæði lið hafa tekið stórum framförum og eru með góða ökumenn. Mér finnast Toyota-menn ekki jafn lí­klegir til afreka og það helgast lí­klegast af því­ að ég hef litla trú á Ralf og Trulli.