Það er meira en nóg að gera í náminu hjá mér. Sem betur fer var prófinu sem átti að vera í dag frestað til 10. nóvember en ég er samt búinn að vera á fullu að lesa. Ekki fyrir þetta próf heldur hópverkefni sem ég þarf að vinna á laugardaginn. Hins vegar uppgötvaði ég kl. …
Monthly Archives: október 2006
Nýting náttúruauðlinda
Það hlýtur að vera réttur hverrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Þrátt fyrir að þessi fullyrðing sé ekki flókin og flestir geti líklega samþykkt hana held ég samt að málið sé ekki svona einfalt. Það hlýtur nefnilega að koma öllum heimsbúum við hvernig einstaka þjóðir nýta auðlindir sínar. Er t.d. verið að nota kjarnorku, sökkva …
Ferðalag og fróðleiksmoli
Þá er maður kominn suður. Ég þarf að mæta á fund hjá FG á morgun. Það er einhvern veginn voða mikið að gera hjá mér þessa dagana. Núna hvílir helst á mér próf í almannatengslum í næstu viku, próf sem ég þarf sjálfur að búa til fyrir krakkana í skólanum fyrir miðvikudaginn, fréttabréfið sem ég …
Annir
Ekki veit ég afhverju appelsínur voru tengdar þessu orði í gamladaga. Hins vegar var ég að borða mandarínu áðan og Ding íspinna sem er með pistasíubragði og er mjög góður og fín tilbreyting frá Ping vanilluíspinnunum. Þessa dagana eru hins vegar miklar annir hjá mér. Það sést best á því hvað ég hef komið mér …
Kjarnorkuveldin nýju
Núna berast fréttir af því um gjörvalla heimsbyggðina að Norður-Kóreumenn hafi sprengt tilraunakjarnorkusprengju. Það þýðir að kjarnorkuveldin eru orðin níu og verða jafnvel tíu eftir ekkert of langan tíma þegar íran bætist í hópinn. Það verður líka að segjast eins og er að þetta er ekkert mjög gæfulegur hópur: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland, ísrael, Kína, …
En hvað lífið er dásamlegt
Ég var orðinn ansi hreint svartsýnn á að Michael Schumacher myndi vinna formúluna í ár. Ég hefði svo sem ekki erft það við hann þar sem hann er að hætta og allt það en mikið skelfilega getur maður nú samt orðið þreyttur á honum. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið feykilega skemmtileg í formúlunni. …
Myndblogg?
Ég ætla að reyna að birta mynd (af sjálfum mér) með þessari færslu.
Byrjunarvandræði
Þessi flutningur virðist ætla að ganga vonum framar. Mér tókst að setja Mikka inn á síðuna, slatta af tenglum og er smám saman aðð læra á þetta kerfi. Mér sýnist það bjóða upp á að hafa myndir með færslum. Ég verð að læra á það næst. Ég er búinn að búa til einn nýjan efnisflokk …
Fyrsta færslan á truflun.net
Þetta er fyrsta færslan sem ég skrifa á truflun.net. ístæðan fyrir því að ég flutti bloggið hingar er fyrst og fremst sú að mér var farið að leiðast hversu oft Bloggerinn lá niðri, vildi ekki pósta færslur o.s.frv. Ég vona að þetta verði betra hér. Það er hins vegar margt að gera eins og alltaf …
Er ofbjóðunarfíkn til?
Það er margt í samfélaginu sem mér finnst athugunarvert, sumt er smávægilegt, annað pirrar mig og sumt beinlínis gengur fram af mér. Sem betur fer er það mun meira sem mér finnst dásamlegt og þess vegna er ég yfirleitt frekar glaður og hress. Dæmi um þetta sem ég nefndi eru samt t.d.: -Aðflutningsfjöld, vörugjöld og …