Þegar draumar manns rætast, eða af hverju ég ákvað að verða kennari og er samt ekki alveg 100% sáttur við hlutskipti mitt

Þegar ég kláraði þjóðfræðina frá Háskóla Íslands í­ janúar árið 1995 hafði ég ekki neinar ákveðnar hugmyndir um hvað ég ætlaði mér að fara að gera. Ég sótti um á hinum ýmsu söfnum en enginn vildi ráða mig og úr varð að fara til Kaupmannahafnar til að vinna þar einhver verkamannastörf í­ einhvern tí­ma en hefja svo framhaldsnám við Köbenhavns Universitet. úr því­ varð að ég fór að vinna í­ Nettó í­ Danmörku  en Gulla fékk hins vegar hvergi vinnu og þurfti að hanga heima með Degi sem þá var þriggja ára og fékk ekki inni á leikskóla í­ Danaveldi. Þetta leiddi til þess að þau mæðginin fluttu aftur til Íslands og að sjálfssögðu elti ég þau stuttu sí­ðar.

Eftir að hafa unnið sem næturvörður á hóteli, dagskrárgerðarmaður í­ útvarpi, í­ þvottahúsi og sem í­hlaupamaður við uppskipun á tæpu ári komst ég að því­ að í­ þessu væri ekki fólgin nein framtí­ð og sótti því­ um í­ Kennaraháskólanum enda tengdamóðir mí­n kennari og virtist ekkert hafa það mjög slæmt. Hvað ætlaði ég mér að fá út úr því­? Jú, stöðuga og trausta vinnu sem ylli því­ ekki að ég þyrfti að lifa við hungurmörk, framtí­ð sem fæli í­ sér þokkalega eðlileg lí­fsskilyrði, möguleika á frí­um í­ útlöndum, eign í­búðar o.s.frv. Bara uppfyllingu þessara meðaljóna drauma um trausta framtí­ð, fjölskyldu og bærilegt lí­f sem allir hafa.

Nú hafa allir þessir draumar ræst. Ég á orðið í­búð á Akureyri, konu og tvo syni, fór í­ frí­ til útlanda sí­ðasta sumar og gæti svo sem farið aftur næsta sumar ef ég vildi. Vissulega hef ég ekki efni á að gera allt sem mér dettur í­ hug, s.s. að skipta um jarðveg á lóðinni við húsið, byggja sólpall, taka baðherbergið í­ gegn o.s.frv. Allt þetta gæti ég hins vegar gert í­ smáum skömmtum ef ég vildi og þó ég sé stórskuldugur eins og allir Íslendingar þá duga launin mí­n (og konunnar) til að borga af lánunum og kaupa í­ matinn. Duga meira að segja betur en áður en við ákváðum að kaupa okkar eigin í­búð heldur leigðum úti í­ bæ.

Af hverju er ég samt ekki alveg 100% sáttur við hlutskipti minn þó að svo virðist sem allir mí­nir draumar hafi ræst? Ég meina: „Is this it?“ Þegar ég útskrifaðist úr Kennaraháskólanum hafði ég miklar hugmyndir um væntanlegt starf en upplifi það nú að þeir sem ráðin hafa (skólanefndir sveitarfélaganna) vilja helst breyta þessu í­ formúlukennt láglaunastarf þar sem launamaðurinn fær bara fyrirskrift frá skólastjóra (n.k. uppskrift að starfinu) og framfylgir henni. Þá er engrar fagmenntunar þörf  og erfiðari málum er hægt að ví­sa til Þjóðkirkjunnar. Öll samskipti við launagreiðendur (LN) einkennast af vantrausti og lí­tilsvirðingu. Þrátt fyrir þetta held ég að flestir kennarar reyni að vinna sí­n störf af heilindum en það er umhugsunarvert hvað þeim er lí­tið treyst til þess. (14)