Um daginn varð mikil umræða vegna þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir orðaði það að íslenska krónan væri ónýt og við ættum að íhuga að taka upp evru. Mótmælin við þessum ummælum voru svo sem fyrirsjáanleg og ótúrsnúningar Framsóknar þegar þeim var bent á að Valgerður Sverrisdóttir hafði sagt efnislega það sama nokkru fyrr voru kostulegir. …
Monthly Archives: janúar 2007
Vondur bloggari
Ég hef verið ógurlega latur við að blogga undanfarið. Ég gæti afsakað mig með því að ég haft svo mikið að gera (sem er ekki langt frá sannleikanum), að mér hafi ekki dottið neitt í hug að skrifa um (sem er aðeins lengra frá sannleikanum) eða að hugsun mín hafi verið svo djúp og íhugul …
Tekið til á blogginu
Þá er jólahreingerningin búin. Ég er bæði búinn að fjarlægja Mikka og tilkynninguna um að jólin mín byrji í desember af síðunni og fela tengla á bloggara sem eru hættir. Það er sniðugt að í þessu Word-Press kerfi þarf maður ekki að taka tenglana út. Maður getur bara falið þá og birt þá svo aftur …
íramótaheit
Samkvæmt venju þá hét ég því að strengja áramótaheit. Þau eru þrjú að þessu sinni: Ég ætla ekki að gefast upp Ég ætla að hafa meira samband við fjölskylduna Ég ætla að strengja áramótaheit um næstu áramót Hið fyrsta hef ég nú þegar brotið þar sem ég hef gefist upp á a.m.k. einu sem ég …