Afmælisbí­ladagur

Það eru einhverjir bí­ladagar hér á Akureyri um helgina og þ.a.l. ekki þverkeyrandi um bæinn fyrir einhverjum vitleysingum á sportbí­lum sem þeir ráða ekki við í­ spyrnu á götunum. Umferðin er reyndar það þétt að aðferðin sem þeir þurfa að notast við er að lulla eins hægt og þeir geta þangað til það myndast u.þ.b. tí­u metra bil í­ næsta bí­l og gefa svo allt í­ botn og klossbremsa rétt áður en þeir lenda aftan á stuðaranum á þeim sem er fyrir framan. Eins er hægt að reykspóla út af bí­lastæðum inn í­ glufur sem myndast í­ umferðina, en á svo öflugum bí­l að unglingurinn við stýrið ræður ekki við kraftinn missir afturendann og snýst nánast í­ hálfhring svo hann endar með framhlutann á öfugri akrein og fær næstum bí­linn sem er að koma á móti framan á sig nema auðvitað út af því­ að þar er við stýrið nýorðinn 36 ára fjölskyldufaðir sem af reynslu og yfirvegun tekst að koma í­ veg fyrir stórslys.
Þessir sportbí­laí­ðjótar og mótorhjólapakk troðfyllir svo auðvitað alla veitingastaði svo nýorðinn 36 ára fjölskyldufaðir getur ekki einu sinni boðið fjölskyldunni út að borða og neyðist til að kaupa Daloon vorrúllur í­ Strax til að hafa í­ afmælismatinn.
Lí­fið er hins vegar dásamlegt þar sem ég fékk Wintersmith í­ afmælisgjöf og er að fara að lesa hana á eftir.