The Secret fyrirlestur í­ boði stéttarfélaga

Við þekkjum það öll að yfir heimsbygðina (les. hinn vestræna heim) gengur með reglulegu millibili yfir einhver bylgja af kjaftæði hvort sem það er árulestur, lithimnulestur, spámiðlar, hómópatar o.s.frv. Eitt nýjasta kjaftæðið sem hefur þannig tröllriðið vesturlöndum undanfarið er The Secret sem byggir á kjaftæði sem kallast „Law of Attraction„. Ég sá í­ Fréttablaðinu áðan auglýsingu frá einhverjum kjaftæðissamtökum sem eru að flytja inn útlenskan bullara til að fræða fólk um þetta kjaftæði og hafa þannig peninga af auðtrúa fólki. Allt gott og blessað í­ sjálfu sér. Fólk ræður sér og sí­num fjármunum sjálft og ef það vill eyða peningum í­ kjaftæði þá getur það gert það. Það sem stakk mig hins vegar í­ augun var feitletraður texti þar sem bent var á að mörg stéttarfélög borga kostnaðinn eða hluta af honum fyrir sí­na félagsmenn. Ég vona að þetta sé ekki satt því­ ég hélt að stéttarfélög gerðu það einungis ef um væri að ræða viðurkend námskeið eða fyrirlestra sem tengjast á einhvern hátt starfi viðkomandi. Ef þetta er satt þá er nefnilega kjaftæðisliðið ekki lengur bara að féfletta fáfrótt fólk heldur lí­ka almannasamtök og það er alvarlegt. Ég ætla að hafa samband við mitt stéttarfélag og spyrja hvort þeir borgi viðkomandi námskeið fyrir félagsmenn og ef það er gert gera við það athugasemdir. Ég vona að fleiri geri það. Sí­ðast þegar ég vissi var nefnilega ekki hægt að fá styrki frá stéttarfélögum til að læra reiki, rúnagaldur eða bambusnudd. The Secret og Law of Attraction er nefnilega nákvæmlega sama kjaftæðið og ESP, andlitið á Mars og Atlantis.