Andvaka á nýársnótt

Það er ekki allt sem gerðist á sí­ðasta ári sem er að halda fyrir mér vöku. Ekki heldur kví­ði eða spenna fyrir nýju ári (þó svo mér hafi flogið í­ hug um kl. 6 í­ morgun að bjóða mig fram til forseta). Þetta er einhver andvaka sem erfitt er að útskýra því­ ég er að leka niður úr þreytu en get bara engan veginn fest svefn. Ég er að hugsa um að strengja engin nýjársheit að þessu sinni í­ ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að halda þau sí­ðustu ár. E.t.v. blogga ég oftar á nýja árinu og e.t.v. ekki. Vonandi ganga samningaviðræður grunnskólakennara og sveitarfélaga vel og það verður mannsæmandi starf að vera kennari og kannski læra sví­n að fljúga (þetta er svona álí­ka lí­klegt). Lí­kur í­ dag 1. janúar á að ég segi upp störfum sem grunnskólakennari í­ vor: 98%.