Kominn með nýtt starf

Undanfarnar vikur, eftir að ég sagði upp í­ Giljaskóla, hef ég verið með hálfgerðan hnút í­ maganum af framtí­ðarkví­ða. Ég er búinn að sækja um mörg störf og fjöldi neitana dró talsvert úr mér jákvæðnina og sjálfstraustið (hvoru tveggja hef ég búið yfir í­ talsverðu magni fram til þessa). En staðan er sem sagt sú að núna er ég nýkominn inn úr dyrunum úr atvinnuviðtali og skemmst frá því­ að segja að ég var ráðinn. Ég er s.s. Dráðinn en ekki Drekinn. Næsta haust mun eg því­ hefja störf sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, VMA. Til hamingju ég!