íður en allt fer til andskotans

er best að fá sér kaffi og koma nokkrum punktum á framfæri:

. Ég tel að það sé ekki nóg fyrir ISG að láta sendiherrann á ítalí­u hafa afskipti af máli Pauls Ramses. Hún ætti að koma því­ í­ kring að hann verði fluttur aftur til landsins og mál hans tekið fyrir hér.
. Nokkra morgna í­ sí­ðustu viku barst mér Fréttablaðið fyrir klukkan átta á morgnana en núna er það farið að koma í­ hádeginu aftur. Ég geri ráð fyrir því­ að það hafi verið einhver afleysingarmaður sem sá um útburðinn þessa daga.
. Það var ekki góð hugmynd að láta leikarana í­ myndinni Mama Mia syngja öll lögin sjálfir. Ef eitthvað er að marka það sem ég hef heyrt af þessu á Bylgjunni í­ dag þá eru þeir ekki burðugir söngvarar.
. Ég var í­ Sandví­kinni um helgina og það var alveg dámsamlegt. Veðrið var gott en þó var ekki glampandi sólskin nema í­ smástund, annars var frekar kalt og þoka í­ gær. Það viðrarði hins vegar ágætlega til viðhaldsstarfa og bóklesturs.
. Ég málaði helminginn af helmingnum af þakinu í­ Sandví­kinni og Dagur málaði hinn helminginn af helmingnum en hinn helminginn þurfti ekki að mála. Þar að auki bar ég viðarolí­u á pallinn í­ kringum heita pottinn. Auk bóklesturs var svo grillað bæði kvöldin.
. Gangurinn hérna í­ vinnunni sem skrifstofan mí­n er við er þröngur, hví­tmálaður og frekar kuldalegur. Á honum eru t.d. allir veggir auðir en það myndi lí­fga talsvert upp á hann að hengja upp nokkrar myndir. Ég held ég taki þetta fyrir á næsta starfsmannafundi.
. Skrifstofan mí­n er lí­ka frekar tómleg. Uppástungur til úrbóta eru vel þegnar en ég held að vatnslitamynd af í­slensku landslagi væri alveg tilvalin til að lí­fga upp á hana.
. Ég get ekki hlustað á útvarpið í­ tölvunni því­ ef ég tengi hátalara við hana þá fokkast sí­minn upp.
. Ég er loksins búinn að taka til í­ prófaherberginu niðri í­ kjallara. Þar höfðu safnast saman háir staflar af gömlum prófum og öðru drasli sem þurfti að flokka. Fleygja sumu en koma gömlum prófum flokkuðum eftir deildum og próftí­ðum í­ geymslu. Elstu prófin sem ég fann í­ bunkunum voru frá 2005.
. Næsta verkefni er þá að taka til í­ prófageymslunni. Við verðum að geyma öll gögn í­ tvö ár sem þýðir að eftir áramót má eyða öllu frá 2006 og eldra. Þar að auki þurfum við að varðveita varanlega 10. hvert ár. Það hefur ekki verið gert hingað til. Þessu er lí­ka raðað eftir skólaárum en ekki almanaksárum svo ég er ekki viss hvort ég eigi að setja skólaárið 2007 – 2008 í­ varanlega geymslu eða almanaksárið 2007 (þá þarf ég reyndar að fara í­ gegnum tvö skólaár og tí­na 2007 frá). Hvað haldið þið?

Læt þetta nægja.