Hér má lesa kaflann í drögum að nýrri stjórnarskrá um Alþingi. Ég ætla rétt aðeins að tæpa á því sem mér finnst athugavert í þessum kafla: 37. gr. Allt eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu, sem á að hafa meirihluta á Alþingi (eins og kveðið er á um fyrr í drögunum), er orðin ein og ómarktækt. 38. […]
Category Archives: Almennt
Ný Stjórnarskrá 2 – Undirstöður
Hér er hægt að lesa 1. kafla tillögunnar að nýrri stjórnarskrá sem heitir: Undirstöður. Við skulum lita á þessar 5 greinar sem eiga að vera undirstöður Lýðveldisins: 1. gr. Stjórnarform Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Þetta er í raun samhljóða núverandi 1. grein: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ bara aðeins annað orðalag. Þarna er […]
Um gagnrýni
Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á […]
Ný stjórnarskrá 1 – Aðfaraorð
Kaflinn Aðfaraorð í nýju stjórnarskránni er ekki langur. Þó svo að það sé hægt að lesa hann hér ætla ég samt að birta hann í heild sinni: AíFARAORí Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi […]
Hugleiðing um Hörpu
Ég fór að skoða Hörpuna í Reykjavíkurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lítur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í miðbænum, en hvað með það. Hins vegar […]
Símsala
Þ.e. sala í gegnum síma en ekki sala á símum. í dag var hringt í okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í mig og einu sinni í konuna mína til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum […]
Kaupþing – Schmaupþing!
Nú verða víst allir að tjá sig um Kaupþingsmálið nýja. B.t.w. skýrsluna má finna hér. Ég hvet sem flesta til að vista hana í tölvurnar hjá sér, annað hvort héðan eða af Wikileaks, bara til að þetta sé til sem víðast. Auðvitað hef ég svo sömu skoðun á þessu og allir aðrir, þ.e. að þetta […]
Afmæli
Ég á afmæli í dag. Ég á afmæli í dag. Ég á afmæli sjálfur. Ég á afmæli í dag.
Indverski aftaníossinn
Mig grunar að Indverjinn sem hefur ekki enn náð að klára 10. árs prófin í grunnskóla þrátt fyrir að hafa reynt 38 sinnum og vera orðinn 74 ára sé samkynhneigður. Hann hét því að kvænast ekki fyrr en hann útskrifaðist og virðist hafa gert sitt ítrasta til að fresta því. Af tvennu illu er líklega […]
Hvenær drepur maður mann?
Það fór allt í hávaðaloft vegna þess að Vodafone notaði íslenska fánann í auglýsingu. Reyndar er hann líka í kaffiauglýsingunum með Kristni R. Ólafssyni þó enginn hafi kvartað undan því. Munurinn felst líklega í því að Merrild notar fánann á smekklegan hátt en Vodofone ekki (að mínu mati), en er hægt að banna mönnum að […]