Astrópí­a – fjölskylduspil

Drengirnir fengu Astrópí­uspilið í­ jólagjöf frá Daví­ð frænda (sem kemur fyrir sem óvættur í­ spilinu og það var Dagur sem gerði útaf við hann í­ spennandi bardaga). í gær var þetta spil sem sagt prufukeyrt og reyndist bráðskemmtilegt en heldur langt í­ spilun. Það tók dálí­tinn tí­ma að komast inn í­ spilunina en þegar maður …

Jólin

Jólin í­ ár voru mjög góð. Það fór að snjóa hér á Akureyri á Þorláksmessukvöld og á aðfangadagsmorgun lá u.þ.b. tveggja sentí­metra jafnfallinn snjór yfir bænum, ákflega jólalegt og fallegt en þó ekki svo mikið að færð spilltist. Fjölskyldan í­ Hafnastræti byrjaði daginn óvenjusnemma þar sem Kári fór á Tae-Kwon-Do æfingu kl. 9 þennan morgun …

Háð eða alvara

Ég er ekki alveg að átta mig á því­ hvort það er háð að segja um eitthvað að það verði eflaust góð útflutningsvara. Gefur einhvern vegin til kynna að það eigi sé ekki hljómgrunn hérlendis. Það er því­ erfitt að meta hvort ummælin eru hrós, last eða einfaldlega grí­n.

Raymond Khoury – Sí­ðasti Musterisriddarinn

Ég vil vara eindregið við þessari bók. Ég keypti hana og las á ensku fyrir margt löngu. Hugmyndin á bakvið söguna var áhugaverð (þ.e. hópur manna í­ fullum herklæðum musterisriddara ræðst inni í­ safn í­ New York þar sem stendur yfir sýning á munum frá Vatí­kaninu og stelur einhverri fornri vél). Þetta er fí­n spennusaga …

þrennt yndislegt

Lí­klega hættir mér til að pirrast og nöldra full mikið á þessu bloggi enda kannski ekki við öðru að búast í­ þessu okur- og múgæsingalandi sem maður býr í­ sem vafasamir erlendir auðhringir eru að kaupa upp. Til að vega upp á móti þesum önugleika ætla ég núna að minnast á þrennt sem mér finnst …

Holtsels-hnoss

Ég fór í­ Holtsel áðan en þar er seldur heimatilbúinn í­s undir heitinu sem gefur að lí­ta í­ fyrirsögninni. Ekki beint þjált nafn en óumdeilanlega alveg hreint frábær í­s. Þarna er semsagt búið að útbúa lí­tið kaffihús á efri hæðinni í­ fjósinu. Þetta er mjög notalegt umhverfi þar sem hægt er að ganga um bæinn …