Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Síðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kanínugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í ævintýrum þegar galdrakort kemst í þeirra hendur og þurfa að nota það …
Category Archives: Blogg
Langt síðan síðast
Ég hef ekki bloggað síðan 4. desember. Núna er ég hins vegar kominn í sumarfrí og aldrei að vita nema ég láti eitthvað í mér heyra. Jibbý. Ég ætla samt ekkert að stefna að því að vera jafn afkastamikill og þessar helstu stjörnur; Jónas og Jenný. Ég vil taka það fram að ég tengi á …
Vantrúarpenni
í dag birtist grein eftir mig á Vantru.is. ég hef sem sagt lofað því að skrifa mánaðarlega grein á vefritið. Gat eiginlega ekki annað, búinn að vera óvirkur meðlimur svo lengi.
Trúarleg meðferð
Ég verð að vísa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í dag aað enn skuli ríkið beina fólki í meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í stað þess að reka vísindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega …
Hjörvar segir það sem ég vildi sagt hafa.
Hér. Það ættu allir að lesa bloggið hans reglulega.
Facebook feilar feitt
Ég held að Snjáldurskinna (Facebook) sé búin að liggja niðri í allan dag.
Gamalt og gott
Fyrst ég er nú að vitna í eldri blogg þá finnst mér tilvalið að endurbirta þetta. Hluti af bloggfærslu frá 28. janúar 2004: Annars er bankakerfið mér hugleikið þessa dagana. Dag eftir dag birtast auglýsingar í öllum miðlum sem eru ekki um neitt en eiga að skapa einhverja ímynd fyrir fyrirtækin. Þetta eru rándýrar auglýsingar …
Nýtt útlit – sama röflið
Þá er komið nýtt útlit á Hugstraumana, en innihaldið á líklega ekki eftir að breytast mikið. Ég bjó til nýja undirsíðu sem heitir: Gjafahugmyndir (stal hugmyndinni frá Óla Gneista), en þangað geta þeir kíkt sem finnst þeim bera skylda til að gefa mér jóla- eða afmælisgjafir. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga …
Villa í talningu
Enn sýnist mér að ég hafi gert villu í talningu því þegar ég tel póstana á dagatalinu kemst ég aldrei nema upp í 19. Þetta blogg bætir því úr um það. Það væri reyndar snautlegt blogg að skýra einungis frá þessari villu í talningu og þess vegna ætla ég að láta móðan mása aðeins um …
Menntavandræði
Loksins kom síðasta einkunninn, ef einkunn skyldi kalla. Ég sá nefnilega á Uglunni í dag að ég hef verið skráður fjarverandi í Mannauðsstjórnuninni. Það þótti mér merkilegt þar sem ég er fjarnemandi og mætti þ.a.l. aldrei. Hins vegar skilaði ég öllum verkefnum og var m.a.s. búinn að fá einkunn fyrir þau tvö fyrstu (af fjórum). …