Ný stjórnarskrá 3 – Mannréttindi og náttúra

Hér er hægt að lesa annan kafla draga að nýrri stjórnarskrá sem fjallar um mannréttindi og náttúru. Ég ætla ekki að skrifa þetta allt upp aftur. Megnið af þessu er gott og ég vil sérstaklega minnast á nokkur atriði sem mér finnast frábær. „Allir hafa meðfæddan rétt til lí­fs.“ „Öllum skal tryggð … vernd gegn …

Vond drög að stjórnarskrá

Var að lesa drögin frá Stjórnlagaráði um nýja stjórnarskrá og verð að segja eins og er að mér lí­st ekkert á þetta. Fyrir utan að þarna er kveðið á um að rí­kið eigi að vernda og styðja trúar- og lí­fsskoðunarfélög er lí­ka að finna ákvæði um kirkjuskipan rí­kisins. Já ég þurfti lí­ka að lesa þetta …

Dómari dæmdu þig sjálfur

Dómarar á Íslandi eru skipaðir af yfirstéttinni og valdir úr vina- og kunningjahópnum sem inniheldur aðra úr yfirstéttinni, stjórnmálamenn, forstjóra, embættismenn, presta o.s.frv. Þessir dómarar munu aldrei dæma aðra úr sömu klí­ku fyrir eitt eða neitt. Á meðan smákrimmarnir sem stela matvöru úr Bónus fá tveggja ára fangelsi munu fjárglæframennirnir sem stela milljörðum verða sýknaðir. …

Hugsanavillur

Merkilegt með hugsanavillur. Ég þekki einmitt mjög náið einn mann sem er ákaflega greindur og klár en haldinn meinlegri hugsanavillu. Hann er sem sagt rökfastur og skynsamur nema þegar kemur að einu málefni og einni stofnun. Þá er eins og allt renni út í­ sandinn hjá honum og rökhugsun eigi ekki lengur við.

Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða. Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist …