Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi …
Category Archives: Formúla
Allt annað líf í Spa
Mikið var nú skemmtilegra að horfa á formúluna í Spa um helgina en keppnina í Valencia helgina áður. í Spa var nóg um frammúrakstur og mikil keppni um nánast öll sæti. Mér fannst frábært hjá Raikkonen að ná að vinna þetta þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá Force India landa sigri. Mér finnst einkenna …
Valencia vandamálið
Ég horfði á formúluna um helgina, aldrei þessu vant. Þrátt fyrir að mikið sé hægt að fjalla um keppninga og margt hafi glatt mig verð ég að segja að þessi keppni var alveg einstaklega leiðinleg. Mig minnir reyndar að keppnin þarna í fyrra hafi verið einstaklega leiðinleg líka og skil þess vegna ekki alveg hvað …
Hrói Höttur og Raikkonen
Fór á ættarmót um helgina. Það var mjög gaman þó ég sé ekki ættrækin maður að eðlisfari. Gulla fór með svona til tilbreytingar og ég held að henni hafi bara þótt þetta ágætt. Ég tók sjónvarp með mér svo ég gæti horft á formúluna á sunnudaginn. Nennti reyndar ekki að klára það svo ég gæti …
Formúlan fer að byrja aftur
Þá fer formúlan að byrja aftur og maður er búinn að vera að kíkja á formúluvefina undanfarna daga. Það lítur allt út fyrir að þetta verði mjög spennandi tímabil. McLaren, Ferrari og BMW hafa verið að ná hröðustu hringjunum en Honda og Renault hafa líka verið með góða tíma á æfingum. Ég held að reynsla …
Þrír garpar
Garpur 1 er Geir H. Haarde. Hann hefur vaxið gífurlega í áliti hjá mér og var það þó ekki lítið áður. Geir hafði á sér það orð að vera heiðarleikinn uppmálaður og eini sjálfstæðismaðurinn sem andstæðingarnir treystu. Nú má kannski bæta við það, og sem samflokksmenn vantreysta. Það er nefnilega komið í ljós að Geir …
En hvað lífið er dásamlegt
Ég var orðinn ansi hreint svartsýnn á að Michael Schumacher myndi vinna formúluna í ár. Ég hefði svo sem ekki erft það við hann þar sem hann er að hætta og allt það en mikið skelfilega getur maður nú samt orðið þreyttur á honum. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið feykilega skemmtileg í formúlunni. …