Menn halda almennt ekki vatni yfir Inception. Ég er ekki einn þeirra. Óþarfi að misskilja það. Mér finnst myndin ekkert vond, illa gerð eða út í hött. Ég mundi meira að segja ganga það langt að segja að þetta sé góð mynd, jafnvel mjög góð mynd. Hún ber vissulega höfuð og herðar yfir það sem …
Category Archives: Kvikmyndir
Reykjavík Whale Watching Massacre
Ég fór um síðustu helgi á eina þá lélegustu bíómynd semég hef séð og skemmti mér bara konunglega. Að vísu gerði ég þau mistök að hafa konuna mína með mér og hún hefur því miður ekki húmor fyrir svona ömurð. RWWM er kynnt sem spennutryllir, en það verður að segjast eins og er að spennan …
Karlar sem hata konur fara í taugarnar á mér
Fyrir utan að skilja ekki karlrembu þá fer bók og bíómynd með umræddum titli ákaflega í taugarnar á mér sem er í raun mjög skrýtið þar sem ég hef ekki lesið bókina og ætla ekki að fara á bíómyndina. Ég held að það sé aðallega umræðan sem pirrar mig, þ.e. hve mikið er gert úr …
Continue reading „Karlar sem hata konur fara í taugarnar á mér“
300
Ég er að horfa á 300 meðan ég skrifa þetta og ég verð að segja að mér stendur ekki. Hins vegar hlæ ég mig máttlausan með reglulegu millibili.
Casino Royale
Ég er ekki duglegur að fara í bíó. Samt hef ég stundum skrifað smá kvikmyndagagnrýni hérna á bloggið mitt, eða um fjórar myndir held ég, þ.e. Mýrina, King Kong, Narníu og Harry Potter og eldbikarinn. Þá var ég hins vegar ekki búinn að búa til þennan efnisflokk: Kvikmyndir, svo þið finnið enga aðra færslu en …