Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á …
Category Archives: Menntun
Trúarleg meðferð
Ég verð að vísa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í dag aað enn skuli ríkið beina fólki í meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í stað þess að reka vísindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega …
Óhugnaður gagnvart börnum
(Rétt skal vera rétt. Eftir að ég skrifaði þessa færslu hef ég fengið betri upplýsingar (og lesið skýrsluna betur) og vil því taka fram: Presturinn sem um ræðir var ekki forstöðukona á Bjargi. Hún kom að starfinu þar sem kennari og skólafulltrúi (hún átti s.s. að hafa eftirlit með starfinu þar), var í Hjálparnefnd stúlkna …
Prófaflokkun
Það eina sem ég á eftir að gera í vinnunni áður en ég fer í sumarfrí er að taka aðeins til í prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í kassa og þ.a.l. er síðasta ár allt í belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra …
Einkum
Mér sýnist á þessari færslu að bloggarinn skilji ekki orðið einkum. Hann virðist skilja það sem einungis en ekki fyrst og fremst / aðallega. Þetta væri svo sem ekki sórmál fyrir utan það að mér skilst að hann sé íslenskufræðingur.
Ramses og stríð
Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að Paul Ramses var numinn á brott frá fjölskyldu sinni og sendur til ítalíu þar sem hann hýrist núna í flóttamannabúðum aðskilinn frá eiginkonu og nýfæddum syni. Þetta mál virðist gleymt á Íslandi. Ég efast samt um að ég sé einn um að hafa ennþá samviskubit fyrir hönd …
úT
Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sínu en notar óspart í krossgátum sínum. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég líka hafa …
KHí og Hí sameinast
en í raun verður KHí að Menntasviði innan Hí. Ég vona að þessi sameining og ný lög um kennaramenntun eigi eftir að hafa það í för með sér að kennaramenntun á Íslandi verði betri. Ég ætla svo sem ekki að halda því fram að hún sé alslæm (það voru nokkur ágætisnámskeið í KHí á sínum …
Skóli eða fangabúðir
Um daginn las ég frétt um það að Hjallastefnan hefði verið að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar í Reykjavík. Fyrir rekur stefnan nokkra eigin leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri auk smábarnaskóla. Um þetta má lesa á heimasíðu samtakanna. Fyrst þegar ég heyrði af Hjallastefnunni var það einungis það að hún gengi að einhverju …
Grunnskólavæðing framhaldsskólans
Ég var á ansi hreint fróðlegum kynningarfundi hjá Kí um daginn. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það mættu fáir. Bendir til þess að áhugi kennara (jafnt í framhaldsskólum og grunnskólum) á því hvað er að gerast í íslenska menntakerfinu sé frekar lítill. En þarna var sem sagt verið að kynna þá vinnu sem fram hafði …