Um gagnrýni

Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í­ gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á …

Óhugnaður gagnvart börnum

(Rétt skal vera rétt. Eftir að ég skrifaði þessa færslu hef ég fengið betri upplýsingar (og lesið skýrsluna betur) og vil því­ taka fram: Presturinn sem um ræðir var ekki forstöðukona á Bjargi. Hún kom að starfinu þar sem kennari og skólafulltrúi (hún átti s.s. að hafa eftirlit með starfinu þar), var í­ Hjálparnefnd stúlkna …

Prófaflokkun

Það eina sem ég á eftir að gera í­ vinnunni áður en ég fer í­ sumarfrí­ er að taka aðeins til í­ prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því­ þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í­ kassa og þ.a.l. er sí­ðasta ár allt í­ belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra …

Einkum

Mér sýnist á þessari færslu að bloggarinn skilji ekki orðið einkum. Hann virðist skilja það sem einungis en ekki fyrst og fremst / aðallega. Þetta væri svo sem ekki sórmál fyrir utan það að mér skilst að hann sé í­slenskufræðingur.

Ramses og strí­ð

Nú er liðinn rúmur mánuður frá því­ að Paul Ramses var numinn á brott frá fjölskyldu sinni og sendur til ítalí­u þar sem hann hýrist núna í­ flóttamannabúðum aðskilinn frá eiginkonu og nýfæddum syni. Þetta mál virðist gleymt á Íslandi. Ég efast samt um að ég sé einn um að hafa ennþá samviskubit fyrir hönd …

úT

Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sí­nu en notar óspart í­ krossgátum sí­num. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég lí­ka hafa …

Skóli eða fangabúðir

Um daginn las ég frétt um það að Hjallastefnan hefði verið að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar í­ Reykjaví­k. Fyrir rekur stefnan nokkra eigin leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri auk smábarnaskóla. Um þetta má lesa á heimasí­ðu samtakanna. Fyrst þegar ég heyrði af Hjallastefnunni var það einungis það að hún gengi að einhverju …

Grunnskólavæðing framhaldsskólans

Ég var á ansi hreint fróðlegum kynningarfundi hjá Kí um daginn. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það mættu fáir. Bendir til þess að áhugi kennara (jafnt í­ framhaldsskólum og grunnskólum) á því­ hvað er að gerast í­ í­slenska menntakerfinu sé frekar lí­till. En þarna var sem sagt verið að kynna þá vinnu sem fram hafði …