Vond drög að stjórnarskrá

Var að lesa drögin frá Stjórnlagaráði um nýja stjórnarskrá og verð að segja eins og er að mér lí­st ekkert á þetta.
Fyrir utan að þarna er kveðið á um að rí­kið eigi að vernda og styðja trúar- og lí­fsskoðunarfélög er lí­ka að finna ákvæði um kirkjuskipan rí­kisins. Já ég þurfti lí­ka að lesa þetta tvisvar: Kirkjuskipan rí­kisins. Pælið í­ því­! Þarna er svolí­tið farið úr öskunni í­ eldinn. Ætli nokkur önnur rí­ki en íran o.þ.h. hafi ákvæði í­ stjórnarskrá um því­lí­kt, þó þar heiti það lí­klega moskuskipan rí­kisins.
Þetta var hins vegar viðbúið, að stjórnlagaráðsmenn væru því­lí­kar heybrækur að þeir gætu ekki tryggt okkur almenn mannréttindi útaf því­ að þá hefði mögulega verið ósætti á fundum og ekki allir vinir.
Það sem veldur mér meiri vonbrigðum (út af því­ að ég átti von á þessu með trúfélögin) er að þessi nýju drög virðast tryggja að fullu yfirráð framkvæmdavaldsins yfir bæði löggjafar og framkvæmdavaldinu og múlbindur það enn frekar en núverandi stjórnarskrá. Var það ekki annars fokking ráðherraræðið og fámennisklí­kuskapurinn þar sem formenn rí­kisstjórnarflokkanna réðu öllu sem menn voru sem mest að kvarta yfir? Þessi nýju stjórnarskrárdrög festa þá skipan algerlega í­ sessi. Þarna er því­ lí­ka farið úr öskunni í­ eldinn.
í þessum drögum er kveðið á um hvernig kjósa eigi forseta og Alþingi. Hvoru tveggja hugmyndin er kjánaleg og illa útfærð, forseta virðist eiga að kjósa í­ einhverskonar sambærilegri kosningu og stjórnlagaráðið átti að kjósast með en Alþingi í­ blandi af einstaklings- og listakosningu í­ samblandi af landskjöri og kjördæmakosningu. ífram eru þingmenn einungis bundnir af eigin samvisku og geta því­ setið sem fastast þó þeir skipti um flokk. Þetta er í­ raun dæmigert fyrir það hvernig aldrei hefur mátt takast á um neitt eða skera úr um neitt í­ þessu ráði heldur þurft að leita að málamiðlun í­ öllum málum. Þannig virðist þetta skjal vera risastórt klúður.
Á hitt skal benda að þarna er einnig margt ágætt að finna, s.s. nýjan mannréttindakafla, ákvæði um takmörk á því­ hve lengi menn geta gengt forseta- og ráðherraembættum, ágætis ákvæði um náttúruauðlindir.
Gallirnir á skjalinu eru þó slí­kir að ég mundi hafna því­ í­ kosningum þrátt fyrir að það taki gömlu stjórnarskránni fram að ýmsu leyti. Fyrir því­ færi ég þessi rök:

a) Drögin eru skýrari um skipan rí­kisvaldsins og þar með talið framkvæmdavaldsins en núverandi stjórnarskrá sem er frekar loðin og teygjanleg í­ þessum málum. Drögin festa hins vegar það ofurvald framkvæmdavaldsins gagnvart hinum valdsviðunum í­ sessi sem það hefur hingað til tekið sér án stjórnarskrárákvæða um slí­kt. Þarna er farið í­ gagnstæða átt við það sem æskilegt væri, að tryggja sjálfstæði hvers valdsviðs fyrir sig og eftirlit þeirra hvert með öðru.
b) Þrátt fyrir að drögin innihaldi stórbættan mannréttindakafla og ákvæði um náttúruauðlindir nægir það ekki til að yfirvinna gallann sem að framan var minnst á. Alþjóðlegir samningar tryggja einnig mannréttindi nægilega og þetta er því­ ekki nógu góð ástæða ein og sér til þess að samþykkja drögin.
c) Það sem rekur naglann í­ lí­kistuna eru ákvæði um verndun og stuðning við trúfélög og kirkjuskipan rí­kisins sem eru eins og aftan úr grárri forneskju, að sumu leyti vægari en núverandi stjórnarskrá (ekki kveðið á um þjóðkirkju) en að öðru leyti verri (sbr. kirkjuskipan rí­kisins!!!!!). Þetta er lí­ka í­ hrópandi andstöðu við niðurstöðu tveggja þjóðfunda, skoðanakannanir sí­ðustu ára sem sýna að meirihluti landsmanna vill aðskilnað rí­kis og kirkju, almenn mannréttindi, sbr. mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem bannar mismunun á grundvelli trúar (það gera drögin reyndar lí­ka þrátt fyrir að mismuna svo nokkrum málsgreinum sí­ðar!!!), yfirlýsingar meirihluta stjórnlagaráðsmanna um skoðanir sí­nar á þessum málum fyrir kosningar og sí­ðast en ekki sí­st margra alda þróun í­ átt að sekúlarisma á Vesturlöndum, þar sem trú og rí­ki hafa fjarlægst hvort annað allt frá frönsku stjórnarbyltingunni. Þó gamla stjórnarskráin sé ekki ásættanleg hvað trúfrelsi og jöfnuð snertir er hún það gömul að það er lí­klegra að hún yrði leiðrétt á næstu árum en að þessi drög yrðu leiðrétt á næstunni verði þau samþykkt.

Að lokum get ég þó sagt að ég hef litlar áhyggjur af þessu vegna þess að stjórnlagaráð er búið að bí­ta af sér, með öllum þessum málamiðlunum, alla sem lí­klegir hefðu verið til að samþykkja nýja stjórnarskrá.
Ef það hefði asnast til, í­ krafti meirihlutavilja fulltrúa, að skrifa frjálslynda, ví­ðsýna nútí­ma stjórnarskrá þó Dögg og Örn Bárður og fleiri hefðu vælt, væri nefnilega möguleiki að slí­k stjórnarskrá yrði samþykkt. Fólkið sem hefði samþykkt slí­ka stjórnarskrá mun hins vegar hafna þeim drögum sem nú liggja fyrir, rí­kiskirkjufólkið mun gera það sama þrátt fyrir allar málamiðlanir og sumir munu náttúrulega hafna hverju svo sem stjórnlagaráð stingur upp á, þó að það væri að gera Daví­ð að keisara yfir Íslandi. Þannig að þessi drög eiga engan séns.
Fyrir utan að Alþingi mun aldrei leggja þetta óbreytt í­ þjóðaratkvæðagreiðslu. Glæponaflokkarnir þá þingi munu koma í­ veg fyrir það með málþófi.

Og svona er þetta þá að fara …

Eftir hrun voru margir möguleikar á því­ hvernig myndi fara. Flestir vonuðust til þess að við myndum læra af þessu, gagnsæi, réttlæti og hreinskilni yrði metin að verðleikum. Versti kosturinn virðist hins vegar hafa orðið ofan á, þ.e. að fátt hefur breyst og það litla sem þó hefur breyst hefur breyst til hins verra. Þjóðremba, persónulegar árásir og ní­ð og sí­ðast en ekki sí­st óréttlæti hefur aukist gí­furlega frá hruni.
Það er ekki núverandi stjórnvöldum að kenna en á móti kemur að þau eru svo föst í­ gömlu fari leyndarhyggju, hagsmunapots og spuna að þau hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun sem helst má rekja til hrunvaldanna sjálfra, bankamannanna, stjórnmálamannanna, fjölmiðlamannanna (ekki hvað sí­st á RúV) og útrásarmannanna.
Við horfum sem sagt upp á það að dómskerfið er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að þangað er ekkert réttlæti að sækja), alþingi er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að það er valdalaust verkfæri stjórnvalda) og stjórnsýslan er hrunin (nýtur einskis trausts og allir vita að hún berst gegn almannahagsmunum og fyrir fjármagnseigendum).
Tölur um flutninga fólks úr landi sýna þetta og eina ástæðan fyrir því­ að þær tölur eru ekki hæri er vegna þess að ekki hafa allir tækifæri til að fytja úr landi.
Þegar ofan á þetta bætist að meirihluti landsmanna virðist láta siðleysingjana blekkja sig, t.d. til að kjósa sjálfstæðisflokkinn o.fl. þá missir maður móðinn.
Ég held meira að segja að þó að Ísland næði besta samningi við ESB sem um getur, þó að hann jafngilti því­ að ESB gengi í­ Ísland en ekki öfugt, þó að allir hagsmunir bænda og útgerðar yrðu tryggðir, þá mun þjóðin aldrei samþykkja inngöngu í­ ESB. Þó að það þýði áframhaldandi okur á í­slenskum fjölskyldum í­ formi tolla og innflutningshafta, þó það þýði mörg hundruð þúsunda króna kostnað á hverja einustu fjölskyldu til að viðhalda ónýtum gjaldmiðli og fjármálakerfi, þó það þýði áframhaldandi kúgun fjármagnsins á fjöldanum, ÞÁ VERíUR HÆGT Aí TEYMA LANDANN Á ASNAEYRUM ÞJÓíREMBUNNAR Aí KJÖRBORíINU TIL Aí SEGJA NEI!
Ég hef því­ miður misst alla von fyrir þessu landi, ekki einu sinni bylting myndi bjarga því­. Þjóðin er of auðtrúa og þröngsýn til að láta bjarga sér en einmitt nógu auðtrúa og þröngsýn til að láta ljúga að sér.

Dómari dæmdu þig sjálfur

Dómarar á Íslandi eru skipaðir af yfirstéttinni og valdir úr vina- og kunningjahópnum sem inniheldur aðra úr yfirstéttinni, stjórnmálamenn, forstjóra, embættismenn, presta o.s.frv. Þessir dómarar munu aldrei dæma aðra úr sömu klí­ku fyrir eitt eða neitt. Á meðan smákrimmarnir sem stela matvöru úr Bónus fá tveggja ára fangelsi munu fjárglæframennirnir sem stela milljörðum verða sýknaðir. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.

Hugleiðing um fréttamiðla

Ég skoða fréttamiðla á netinu reglulega og ég verð að segja eins og er að enginn þeirra er að mí­nu mati nógu góður. Helst skoða ég eftirfarandi miðla:
Eyjan.is: Þar eru fréttir frekar hlutlausar og lí­klega með skásta móti. Hins vegar eru athugasemdirnar oft mannskemmandi en veita áhugaverða innsýn í­ hugarheim „bolsins“.
Pressan.is: Varla fréttavefur heldur slúðursí­ða en ágætis uppspretta „furðulegra frétta
DV.is: Er lí­klega skásti fréttamiðillinn en missir sig stundum í­ æsifréttamennsku. Þó ekki það oft að ég sjái frétt þar inni núna sem ég mundi flokka þannig. Svolí­tið mikið lí­ka af „fólk í­ fréttum“ fréttum. Þetta er samt lí­klega sá fréttamiðill sem helst er að treysta, nema formúluvefnum sem er yfirleitt úreltur (nýjasta frétt í­ dag er af æfingum fyrir Spánarkappaksturinn um sí­ðustu helgi.

Einnig lí­t ég stundum á:
Mbl.is: Sem er í­ raun ekki fréttamiðill heldur delerí­um vitstola gamalmennis. ígætt samt að skoða hvað „náhirðin“ er veruleikafyrrt. Þar er samt ágætis formúluvefur.
Visir.is: Þetta er náttúrulega bara vefhluti Fréttablaðsins og Stöðvar2. í raun allt í­ lagi en fréttir sem tengjast eigendunum mjög óáræðanlegar. Lí­ka ágætis formúluvefur.
Smugan.is: Er náttúrulega ekki fréttamiðill heldur flokksmálsgagn Vistri grænna. Það er ágætt að skoða þann hugarheim, en óvarlegt að halda að „fréttirnar“ séu annað en sýn vinstri manna á málin.
Timinn.is: Óþarfi að segja annað um hann en að hann er alveg eins og Smugan.is ef við klippum út Vinstri græn og setjum Framsóknarflokkinn í­ staðinn.

Ég skoða hins vegar aldrei:
AMX.is: Af augljósum ástæðum. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum hvað B2.is ví­sa oft þangað og fær mig til að halda að umsjónarmenn þess vefjar séu e.t.v. ekki alveg nógu raunveruleikatengdir.

Ef það eru fleiri fréttavefir í­ gangi þá veit ég ekki af þeim. Vonandi uppfylla einhverjir þeirra það að vera með vel unnar fréttir og óbrenglaðar.

Nei eða já, af eða á?

Ég er búinn að gera upp hug minn og það er meira að segja talsvert langt sí­ðan. Þrátt fyrir að ég sé algerlega á móti því­ að kosið sé í­ þjóðaratkvæðagreiðslu um svona mál þá er það ví­st ekki í­ mí­nu valdi héðan í­ frá að koma í­ veg fyrir það svo það er eins gott fyrir mig að taka þátt eins og að sitja heima.
Ég ætla s.s. að kjósa já en verð þó að segja að eftir að auglýsingar já-manna fóru að birtast tóku samt að renna á mig tvær grí­mur.
Ég meina innantómur hræðsluáróður annars vegar og upptalning „heldri“ manna sem ætla að kjósa já hins vegar. Lá við að ég skipti um skoðun út af þessu. Ég geri fastlega ráð fyrir að auglýsing með afdönkuðum pólití­kusum fæli fólk frekar frá fylgi við málstaðinn heldur en hitt.
Auk þess ætti að banna Tryggva Þór Herbertssyni að tjá sig um málið. Ég held að fleiri gætu ákveðið að kjósa nei bara til að vera á móti TÞH heldur en hann gæti átt möguleika á að fá til fylgis við já-ið.

Seleb á stjórnlagaþingi

Svo fór sem við var að búast að fræga liðið hafði það forskot á almenning sem dugði því­ (flestu) til að komast inn á stjórnlagaþingið. Að því­ sögðu vil ég taka fram að ég er ekki einn af þeim sem dæmi fólk vanhæft bara vegna þess að það er frægt. í raun treysti ég meirihluta þessara fulltrúa fullkomlega til að semja ágætis stjórnaskrá. Já, meira að segja Ingu Lind Karlsdóttur. Það eru hins vegar einstaklingar þarna inni sem ég tel óheiðarlega, lygna (a.m.k. einn) og beinlí­nis illa innrætta.
Það veldur mér nokkrum áhyggjum hvað fólk sem tekið hefur þá afstöðu að sérákvæði eigi að vera um þjóðkirkju í­ stjórnarskrá er fjölmennt (en þó í­ minnihluta). Mí­n skoðun er sú að stjórnarskrá eigi að tryggja jafnræði og jafnrétti allra trúarbragða.
Að því­ sögðu sýnist mér að þau málefni sem ég hef mestar áhyggjur af, s.s. tryggur aðskilnaður framkvæmda-, dóms- og löggjafarvalds, trygg mannréttindaákvæði, ákvæði um náttúruauðlindir og takmörk á tí­malegd setu manna í­ valdastöðum geti leyst farsællega í­ meðförum þessa hóps (eða svona u.þ.b. 20 þeirra).
í heildina er ég því­ ekkert of ósáttur við útkomuna. Þau seleb sem komust inn (of mörg) eru nánast öll að því­ er mér sýnist hið vænsta fólks (ekki viss um að lygalaupurinn óheiðarlegi geti talist sem seleb).

Samfylkingin sökkar

Þá er Samfylkingin búin að staðfesta siðleysi sitt með því­ að ákveða að ákæra bara Geir Haarde og sleppa hinum. Gátu eiginlega ekki ákært írna fyrst Ingibjörg og Björgvin áttu að sleppa. Hafi enn verið til sómakært fólk í­ þessum spillta félagsskap hlýtur það að segja sig úr flokknum núna. Lí­til von til þess þó að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með ákærum segi sig úr flokknum samt og felli stjórnina. Spurning hvað VG gerir. Lí­klega láta þau þetta yfir sig ganga eins og allt annað. Mikið skyldi ég kjósa þau ef þau væru ekki með stefnumál algerlega andstæð mí­num skoðunum.
Helví­tis Fokk!

Shabbana

Næsta sýning sem ég fór að sjá á NEATA hátí­ðinni var Shabbana í­ flutningi Te-Nord frá Noregi.
Shabbana er ung stúlka af pakistönskum ættum sem býr með foreldrum sí­num og yngri bróður í­ Noregi. Hana dreymir um að mennta sig og er skotinn í­ stráknum í­ næsta húsi sem er eins norskur og verið getur. Faðir hennar hefur lofað frænda sí­num frá Pakistan að giftast stúlkunni og leikritið fjallar um komu þessa frænda, ásamt móður sinni og systur til Noregs.
Þetta er ákaflega vandmeðfarinn efniviður í­ leiksýningu en að sama skapi hægt að gera margt áhugavert með hann. Te-Nord býr til mjög skemmtilega pakistanska stemmingu með dansi, tónlist, sviðsmynd og skreytingum í­ sal. Að ví­su verður að segjast eins og er að tónlistin og dansarnir, sem voru mjög flottir, komu oft eins og skrattinn úr sauðaleggnum og virtust vera í­ litlu samræmi við söguþráðinn. Að sama skapi var ekki kafað mjög djúpt í­ söguþráðinn; menningarlegan mismun Norðurlanda og Pakistan, afstöðu og tilfinningar aðalpersóna gagnvart fyrirfram skipulögðu brúkaupinu eða hvötum foreldra hennar að ákveða þetta án samráðs við hana.
Staða konunnar í­ þessu innflytjanda-samfélagi er hins vegar gerð góð skil með skemmtilegum smáatriðum í­ leikritinu. Þannig kemur bróðirinn ungi fram við systur sí­na og móður eins og þjónustustúlkur og faðirinn ræður öllu á sí­nu heimili þó augljóst sé að hann stigi ekki í­ vitið. Reyndar er persóna föðurins full sterí­ótýpí­sk fyrir minn smekk og spurning hvort það sé leikarans eða leikstjórans. Leikur var einnig undir meðallagi og ekki nálægt því­ sem maður á að venjast í­ í­slensku áhugaleikhúsi. Það var helst leikarinn sem lék pakistanska frændann sem náði að sýna góðan leik á köflum. Dansinn var hins vegar fallegur og vel útfærður og kóreógrafaður.
Það stakk mig svolí­tið að sjá konu leika norska nágrannann. Slí­kt getur komið vel út og jafnvel verið nauðsynlegt (eins og í­ finnsku sýningunni sem ég sá) en þarna var það hvorugt því­ í­ leikarahópnum voru a.m.k. tveir norskir strákar sem vel hefðu getað leikið þetta hlutverk.
Þetta var með öðrum orðum áhugaverð sýning, áferðarfalleg og með þarft umfjöllunarefni en tók ekki nógu vel á því­ og leikur ekki upp á marga fiska. Ég gef þessu tvær stjörnur (af fimm).

Umbúðalaust

Fyrsta sýningin sem ég sá var Umbúðalaust í­ flutningi Leikfélags Kópavogs. Þetta er sýning sem er unnin með spuna í­ samstarfi leikaranna og leikstjórans. Leikfélag Kópavogs hefur unnið fleiri svona sýningar og þessi minnti mig um sumt á Memento Mori sem þau settu upp með Hugleik um árið og við í­ Freyvangsleikhúsinu settum upp sí­ðasta haust. Þessi sýning er þó ekki jafn sterk og hún. Að ví­su hefur hún það umfram Memento Mori að hún er sjónrænt mikilfenglegri en sagan á bakvið og samhengið í­ verkinu er ekki jafn gott. Auðvitað er ómaklegt að fjalla um þessa sýningu á þeim nótum að bera hana saman við þessa fyrri verðlaunasýningu.
Umbúðalaust er ádeila á neyslusamfélagið, kaupæði og umbúðamenningu. Þess vegna hefði verið skemmtilegt ef það hefði verið kafað dýpra í­ þessari sýningu. Vissulega er farið aðeins undir yfirborðið en söguþráðurinn verður samhengislaus og sjaldan er farið það djúpt í­ að greina hvers vegna yfirborðið (umbúðirnar) sem persónurnar hylja sig með eru einmitt eins og þær eru en allar eru þær falskar að einhverju marki.
Það má því­ kannski segja að það séu einmitt umbúðirnar sem halda þessu verki uppi. Sviðsmynd, ljós og búningar eru framúrskarandi og hópurinn notar þessi atriði einmitt til að skapa mjög fallegar og áhrifarí­kar myndir á sviðinu. Það er helst það sem lifir eftir sýninguna, þ.e. hve flottar umbúðirnar voru. E.t.v. er það meðvitað hjá leikflokknum að leggja einmitt svo mikið upp úr umbúðunum í­ verki sem hefur þetta umfjöllunarefni.
Sýningin er mjög listræn og falleg en hefði mátt taka betur á því­ sem var til umfjöllunar.
Ég gef þrjár stjörnur (af fimm).

Leiklistarhátí­ð NEATA

í sí­ðustu viku var leiklistarhátí­ð NEATA haldin á Akureyri þar sem við í­ Freyvangsleikhúsinu sýndum Ví­nlandið sem lokasýningu hátí­ðarinnar á föstudaginn var.
Þetta var mjög gaman og ég náði að fara á nokkrar sýningar, en missti því­ miður af nokkrum sem mig langaði að sjá og þá helst: After Magritte frá Lettlandi og Havgird frá Færeyjum. Hins vegar er ég að hugsa um að skrifa stuttlega um þær sýningar sem ég fór á bráðlega.