Leiksýning 1: Memento mori

Þetta byrjaði allt sumarið 2005. Þá var haldin leiklistarhátí­ð áhugaleikfélaga Leikum Núna! á Akureyri (sjá blogg mitt um hana hér). Á þessum tí­ma var ég að leika í­ Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu og bauðst ódýr passi á þessa hátí­ð. Þar sem ég er að eðlisfari mjög ní­skur maður gerði ég mér far um að fara á sem flestar sýningar og sleppti engum nema sýningartí­mi skaraðist.
Það var helsta ástæða þess að ég fór að sjá Memento mori hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs. Fyrirfram hafði ég haldið að þetta væri eitthvað „artý fartý“ og ekkert fyrir mig en ég heillaðist alveg af þessu stykki og það hafði mikil áhrif á mig. Vissulega talsvert listrænna og framúrstefnulegra en það leikmeti sem ég var vanur en þrusugott, frábærlega leikið og mjög fyndið. Lifði sýningin svo óáreitt í­ huga mér um sinn.
Innan Freyvangsleikhússins hafði svo verið talað lengi um að gera eitthvað öðruví­si að hausti. Setja upp minni sýningu, listrænni, með meiri galsa, eitthvað sem við gætum meira gert sjálf. úr þessari hugmynd hafði aldrei orðið neitt. S.l. sex ár hef ég tekið þátt í­ uppfærslum Freyvangsleikhússins með einni undantekningu (sem voru Prí­madonnur). Ég ákvað að taka að mér lí­tið hlutverk í­ Ví­nlandi en fékk hlutverk sem krafðist nærveru minnar á sviðinu nánast allan tí­mann. Ég ætlaði ekki að vera með í­ Kardimommubænum eða Þið munið hann Jörund, en var kallaður til þegar leikarar heltust úr lestinni, annars vegar Pylsugerðarmaðurinn og hins vegar Trampe greifi. Ég hafði því­ í­ raun tekið mun meiri þátt í­ uppfærslunum s.l. þrjú ár en ég hafði ætlað mér.
Þegar við ákváðum í­ haust að setja upp Dýrin í­ Hálsaskógi eftir áramót ákvað ég því­ enn einu sinni að halda mig til hlés í­ þeirri uppfærslu og þá kviknaði sú hugmynd að gera þá loksins alvöru úr því­ að setja upp verk að hausti.
Mér datt strax í­ hug verkið Memento mori og bar það undir stjórnina ásamt þeirri frómu ósk að fá að leikstýra því­ sjálfur. Mér til mikillar ánægju var það samþykkt. Æfingar hófust fyrstu vikuna í­ september og svo var frumsýnt 2. október þó oft liti út fyrir að það mundi ekki nást, enda erfitt að ná hópnum saman framan af.
Ég gaf það út strax í­ byrjun að allir sem hefðu áhuga á að vera með fengju að vera með og var því­ með tí­u leikara fyrir verk sem skrifað var fyrir átta. Það kom ekki að sök þar sem í­ verkinu eru mörg minningaratriði þar sem aðalpersónurnar rifja upp atburði úr lí­fi sí­nu og þá fannst mér eiginlega koma betur út að hafa þessa tvo aukaleikara til að leika í­ þeim atriðunum, frekar en að láta hina aðalleikarana um það.
Ég ákvað lí­ka strax í­ byrjun að reyna að gleyma sem mestu um uppsetninguna hjá Hugleik og Leikfélagi Kópavogs, því­ annars ætti ég á hættu að setja bara upp eftirlí­kingu af þeirri sýningu sem gæti aldrei orðið jafn góð. Sú sýning var nefnilega mjög mögnuð. Leikarar notuðu búninga sýna mikið og bjuggu í­ raun til alla sviðsmynd með þeim. Leikur var lí­ka sterkur og jafnvel ýktur (ég kalla það stundum pawer-acting).
í staðinn útbjó ég mjög einfalda sviðsmynd úr svörtum kössum sem hægt er að nota til að búa til palla, hásæti, kofa, pyntingarbekk og háhýsi. Ég notast meira við sviðsmuni þó þeir séu ekki áberandi, en helsti munurinn er lí­klega (fyrir utan að vera með fleiri leikara) að skiptingar milli raunveruleika og minninga eru framkvæmdar með ljósum. Leikurinn er frekar einlægur en kraftmikill, þó vonandi sé talsverður kraftur á réttum stöðum.
Niðurstaðan er að ég vona ánægjuleg fyrir áhorfendur (og nóg heyrðist mér hlegið á þessum tveimur sýningum sem ég hef farið á) og lí­ka áhrifarí­k. Það verða hins vegar aðrir en ég að dæma um hvernig til tókst.

Leikhúsfí­kill

Ég er að fara í­ leikhús í­ kvöld. Þessi fullyrðing er hvoru tveggja; ekki alveg rétt og ekkert merkileg nema fyrir það að það er í­ fjórða sinn á einni og hálfri viku sem ég fer í­ leikhús.
í fyrsta lagi er hún ekki rétt því­ ég er að fara á leiksýningu á veitingastaðnum Friðriki V. Þar á að sýna Þjónn í­ súpunni með þriggja rétta máltí­ð. Það kostar 5.900,- kr. á manninn sem er mun minna en ég borgaði bara fyrir matinn í­ sí­ðasta (og eina) skipti sem ég fór á Friðrik V. Ég vona að maturinn núna verði betri en þá.
í öðru lagi er þetta svolí­tið merkilegt því­ 2. október fór ég á frumsýningu á Memento mori hjá Freyvangsleikhúsinu (og fór reyndar aftur 9. október og fer aftur 17. október). Samt kannski ekki svo skrýtið í­ ljósi þess að ég leikstýrði þessu sjálfur og hef þ.a.l. talsvert meiri áhuga á því­ hvernig tekst til en hinn almenni leikhúsgestur.
3. október fór ég svo á Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Dario Fo. Það var leikhópurinn Nýja Ísland sem setti þetta upp í­ samvinnu við Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar.
8. október var mér boðið á generalprufu á Lilju hjá LA. Og eins og áður sagði er ég svo að fara á fjórðu sýninguna í­ kvöld.
Vel af sér vikið hjá mér. Ég mun svo blogga einhverja umfjöllun um hverja sýningu á næstunni. Fylgist spennt með! (Frábær cliffhanger hjá mér).

Trúarleg meðferð

Ég verð að ví­sa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í­ dag aað enn skuli rí­kið beina fólki í­ meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í­ stað þess að reka ví­sindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega undarlegt í­ ljósi reynslunnar af slí­kum stofnunum í­ gegnum tí­ðina bæði hérlendis, t.d. stúlknaheimilið Bjarg, sem og erlendis, t.d. í­rskir klausturskólar. Það ætti öllum að vera ljóst að slí­k starfsemi er stórhættuleg.
AA er ekki eins augljóst dæmi. Margir sem fara í­ meðferð þar gleyma sér samt í­ einhvers konar ofsatrú og heilagleika fyrst eftir að meðferð lýkur og verða jafnvel eitt helsta kennivald fjölmiðla og almennings í­ trúarlegum efnum um tí­ma (fara jafnvel að svara eilí­fðarspurningunum í­ útvarpi eins og ekkert sé sjálfsagðara). Sem betur fer rjátlar þetta af flestum en þó eru mörg dæmi þess að menn fara úr alkanum í­ AA og þaðan í­ guðfræðina (sem er náttúrulega ekki fræðigrein frekar en stjörnuspeki) og enda sem prestar á hálfri til heillri milljón frá þjóðinni á mánuði (já, lí­ka þeim sem eru ekki í­ költinu).
Vissulega ekki jafn skelfilegt dæmi og Byrgið en umhugsunarvert samt.

Allegórí­a

Einu sinni var fjölskyldufaðir, eða kannski elsti sonur, gamall frændi eða afi eða e-ð. A.m.k. þá réð þessi einstaklingur öllu sem hann vildi í­ fjölskyldunni og öllum fannst það bara alveg frábært, sérstaklega gömlu frænkunni og móðurinni, enda fengu þær stundum að ráða e-u lí­ka, en bara ef fjölskylduföðurnum hentaði. Sá eini sem hafði eitthvað við þetta fyrirkomulag að athuga var uppreisnargjarni sonurinn sem var farinn að hanga í­ kommúnu og taka þátt í­ Saving Iceland, svo það tók hvort sem er enginn mark á honum.
Hins vegar þá hafði fjölskyldufaðirinn leiðst út á varasamar brautir, kynnst vafasömum mönnum og farið að stunda vara- og vafasöm viðskipti. Hann var sem sagt búinn að skrifa upp á ansi marga vafasama pappí­ra. Frænkan og móðirin vissu svo sem af þessu en trúðu fjölskylduföðurnum sem hvað eftir annað fullyrti að allt yrði í­ himna lagi. Þær voru m.ö.o. orðnar bullandi meðvirkar í­ þessu öllu saman. Sá eini sem maldaði í­ móinn var uppreisnargjarni sonurinn sem enginn tók mark á.
En svo fór að lokum að allt fór til fjandans, ví­xlarnir féllu á fjölskylduna og þau neyddust til að borga. Þó svo fjölskyldufaðirinn segði að það ætti ekki að borga skuldir óreyðumanna.
Núna er ástandið þannig að móðirin er búin að taka völdin af föðurnum og hætt að vera meðvirk, búin að gera fjölskyldunni grein fyrir að það verði að borga skuldirnar og setja föðurinn í­ meðferð. En þá ber svo við að hinir neita að spila með. Fjölskyldufaðirinn neitar að fara í­ meðferð og stendur bara í­ eldhúsinu, þvælist fyrir og gargar: Við borgum ekki, við borgum ekki, gamla frænka er bullandi meðvirk eins og alltaf og æfinlega og ruglar bara út í­ eitt, en nú ber svo við að sá eini sem varaði við þessu allan tí­mann, sá eini sem hvað eftir annað benti á að fjölskyldufaðirinn væri í­ sukkinu, tekur undir með honum. Hann vill ekki borga skuldirnar sem fjölskyldufaðirinn efndi til og gargar sig hásan um óréttlæti heimsins.
Eftir stendur móðirin með skuldirnar á bakinu og allir farnir að kenna henni um þær!

Memento mori

Sí­ðast liðinn föstudag var leikritið Memento mori frumsýnt í­ Freyvangsleikhúsinu. Þetta var mjög sérstök frumsýning fyrir mig þar sem þetta er í­ fyrsta sinn sem ég hef verið í­ hlutverki leikstjóra í­ svona alvöru leikhúsi. íður hafði ég náttúrulega leikstýrt einhverjum nemendasýninum, bæði á Hvammstanga og í­ Giljaskóla.
Ég veit ekki hvað ég á að segja mikið frá þessu. Ví­sa bara á heimasí­ðu Freyvangsleikhússins.
Það hafði verið talað um það lengi innan leikfélagasins hve gaman það væri að taka sig til og gera eitthvað öðruví­si. Freyvangsleikhúsið hefur alltaf sett upp kabarett á haustin (í­ byrjun nóvember) og stórt og viðamikið leikrit eftir áramót (í­ lok febrúar). Hingað til höfðu menn talið að kabarettinn væri e.t.v. fyrir slí­ku framtaki, þ.e. að brjóta upp starfsemina með framsæknu leikverki sem sett væri upp að hausti til. Það var s.s. ekki fyrr en í­ haust að ég stakk upp á því­ við stjórnina að við myndum setja upp leikrit í­ október. Við gætum æft það í­ september og ef við frumsýndum 2. október gætum við náð fjórum sýningarhelgum og samt átt eftir hálfan mánuð í­ kabarett. Stjórnin tók vel í­ það og þetta fór allt af stað. E.t.v. blogga ég aftur sí­ðar um hvernig það er að leikstýra, en mikið svakalega var gaman að fá að prófa að gera það.

Um sameiningartákn

Þessi könnun sem sýnir að aðeins 1% þjóðarinnar lí­tur á forsetann sem sameiningartákn er við nánari skoðun ekki jafn mikil hörmung fyrir Ólaf Ragnar og virðist við fyrstu sýn. Fólk var s.s. beðið um að nefna þann einstakling sem væri eða gæti orðið sameiningartákn.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar að einhver ákveðinn einstaklingur geti aldrei orðið sameiningartákn heillrar þjóðar, hversu skoðanalaus og mikil lydda sem sá einstaklingur er. Ég hef lí­ka minnst á það áður að þjóðsöngurinn er ekki heldur sameiningartákn þar sem hann er lofgjörð einna trúarbragða til átúnaðargoðs sí­ns.
Hins vegar þýðir það ekki að ekki sé hægt að finna slí­k sameiningartákn ef vilji er fyrir hendi. Mér detta t.d. í­ hug Þingvellir eða fjallkonan.
Svo er það aftur annað mál hvort þjóðir þurfi sameiningartákn og hvort slí­k sameiningartákn séu yfirleitt holl fyrir þjóðir.

Frábær skemmtun í­ Monza

Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í­ hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi um miðbik vertí­ðarinnar. Sjálfum finnst mér lí­ka gaman að sjá hvað McLaren eru að bæta sig mikið og grátlegt að Hamilton skyldi keyra út af á sí­ðasta hring. Á móti kemur að hann er ekki í­ neinum titilslag og þessi stig skipta liðið í­ raun litlu úr því­ sem komið er. Þetta lofar hins vegar góðu fyrir næsta ár. Eina liðið sem olli vonbrigðum þessa helgi var Red Bull og svo virðist sem þeir muni ekki geta veitt Brawn mönnun raunverulega samkeppni. Alonso stendur sig lí­ka ver í­ Renaultinum og að því­ er ég held betur en bí­llinn í­ raun gefur tilefni til. Ljóst að hann væri langfremstur æki hann betri bí­l. Það verður gaman að sjá hvort hann verði áfram hjá Renault á næsta ári. Það er orðrómur í­ gangi um að hann fari yfir til Ferrari og þá verða þeir með fimm ökuþóra, þ.e. Fisichella, Raikkonen, Massa, Badoer og Alonso. Badoer er og verður reynsluökumaður og lí­klegt að það hlutverk bí­ði Fisichello lí­ka. Massa kemur örugglega inn sem aðalökumaður og þá þarf Raikkonen lí­klega að ví­kja fyrir Alonso. Það væri samt frekar undarlegt í­ ljósi þess hve vel Raikkonen er að aka þessa dagana. Eflaust enginn hörgull á liðum sem væru tilbúin til að fá hann til sí­n. Ætli það verði Raikkonen og Hamilton á næsta ári hjá McLaren? Kovalainen verður örugglega látinn fara, en ég væri spenntari fyrir því­ að sjá Rosberg taka hans sæti.

Reykjaví­k Whale Watching Massacre

Ég fór um sí­ðustu helgi á eina þá lélegustu bí­ómynd semég hef séð og skemmti mér bara konunglega. Að ví­su gerði ég þau mistök að hafa konuna mí­na með mér og hún hefur því­ miður ekki húmor fyrir svona ömurð. RWWM er kynnt sem spennutryllir, en það verður að segjast eins og er að spennan er aldrei nein. Þetta er hrein og klár splattermynd og ekki einu sinni mjög góð sem slí­k. Sagan er ákaflega einföld og stenst að sjálfssögðu enga gagnrýna skoðun. Myndin er m.ö.o. ekki samkvæm sjálfri sér. Splatteratriðin eru ákaflega gervileg og subbuleg og að mí­nu mati ákaflega fyndin, óraunveruleg og absúrd. Þetta er s.s. mynd í­ stí­l við Attack og the Killer Tomatoes, Revenge of the Toxiv Avenger, Bad Taste o.fl. en bara svolí­tið mikið lélegri en þær (a.m.k. svona í­ endurminningunni). Frábær skemmtun en alls ekki fyrir alla fjölskylduna. Bara þá sem hafa gaman af ofurlélegum splattermyndum.