107066384177409666

Þá er Dagur farinn í­ útilegu með skátunum. Þeir fóru í­ einhvern skála hérna fyrir ofan Akureyri og við gömlu hjónin sitjum eftir með litla dýrið og hjartað í­ buxunum. Litli strákurinn bara farinn að fara í­ útilegur og allt (hann er 11 ára). Mikið held ég samt að við verðum fegin þegar við náum í­ hann á sunnudaginn og hann lí­klega lí­ka. Mikið er maður nú annars orðinn miðaldra. Með svona stálpaða krakka og hversdagslegar áhyggjur. Einhvern vegin hélt maður ekki að lí­fið yrði svona þegar maður var sautján. Þá var maður rebel og ætlaði aldeilis að gera eitthvað óvenjulegt í­ lí­finu. Skrifa djúpar og merkilegar bókmenntir, hafa áhrif á hugsanagang fólksins og vera merkilegur. Núna er nóg fyrir mann að hafa fyrir reikningunum um hver máðarmót og allt umfram það er bara lúxus. Ég komst lí­ka að því­ mér til skelfingar þegar ég var að lesa þetta blogg mitt yfir um daginn að ég er orðinn hálfgerður fasisti! Ekki ætlaði ég mér það þegar ég var ungur. Skrifaði samt lærða ritgerð um einelti þegar ég var í­ Kennaraháskólanum útfrá fasí­skum skýringum. Kannski þetta hafi allt saman byrjað þá? Annars held ég að ég sé ekki fasisti í­ raun og veru. Það er bara þetta aga- og virðingaleysi í­ kringum mann sem gerir mann dálí­tið pirraðan. Það er ekki bara í­ grunnskólunum. Ég leyfði krökkunum að hlusta á útvarpið um daginn meðan þau voru að vinna málfræðiæfingar. Þá var verið að gera at í­ stráki sem hafði verið tekinn á of miklum hraða og dagskrárgerðarmaðurinn þóttist vera lögreglan og var að segja stráknum að mæta og gefa skrýrslu næsta dag en strákurinn þvertók fyrir. Hann sagðist vera upptekinn og ekki geta komið. Það skipti engu hvernig það var útskýrt fyrir honum að þegar lögreglan kallaði á menn til skýrslutöku þá ættu þeir að mæta. Um dagin var lí­ka frétt í­ sjónvarpinu um slæma umgengni um skálana á Fimmvörðuhálsi, þannig að það eru ekki bara krakkar sem eru hættir að bera virðingu fyrir hlutum, að ekki sé nú talað um yfirvaldi. En núna er ég aftur farinn að hljóma eins og gamall kverúlant. Ég ætla að láta þetta nægja í­ bili en enda á að skora á fólk að mótmæla bensí­nhækkuninni með því­ að nota bí­lana sí­na sem minnst. Bara í­ og úr vinnu og koma við í­ búð á leiðinni heim. Ef það dregur verulega úr bensí­nsölu þá hljóta menn að taka þetta til baka. Mér skilst reyndar að það sé rí­kisstjórnin sem var að hækka þetta en ekki olí­ufélögin en þetta er engu að sí­ður eina aðferðin sem maður hefur til að mótmæla svona löguðu. Lifið heil.

107046153145891536

Það er ekki hægt að kvarta undan gúrkutí­ð þessa dagana. Öryrkjar auglýsa í­ Fréttablaðinu dag eftir dag og reyna að höfða til samvisku þingmanna. í dag voru það Framsóknarmenn en samviska þeirra hefur löngum þótt torfundin. Það er lí­ka fjallað í­tarlega um dóminn yfir löggunum tveimur og haft eftir öðrum lögreglumönnum að þessi dómur geri þeim erfiðara fyrir í­ sí­num störfum. Þeir muni eftir þetta varla þora að taka á afbrotamönnum eða fyllibyttum. Þetta er lí­klega bara angi af því­ sem hefur gerst í­ skólunum fyrir nokkru sí­ðan að ekki er lengur hægt að gera neitt varðandi vandræðagemlinga og hávaðaseggi. Byrjar sakleysislega og að því­ er flestum finnst verið að koma í­ veg fyrir óþarfa valdbeitingu (ekki lí­kamlega í­ skólunum) en svo vindur þetta upp á sig og fyrr en varir eru menn farnir að leiða vandræðin hjá sér frekar en að lenda í­ einhverjum „málum“ sjálfir.

Annars er lí­ka athyglisverð frétt í­ Fréttablaðinu um geðsjúkan mann sem á að bera út úr í­búðinni sinni. Þessi mál eru orðin svo tí­ð að þau eru að verða hversdagsleg. Stundum er kvartað undan ofrí­ki og ofbeldi geðsjúkra sem hvergi fá aðhlynningu og þurfa oft að setjast upp á ættingja og jafnvel kúga þá árum saman vegna sjúkdóms sí­ns. Svo þegar mælirinn er fullur og það á að bera þá út þá er farið að kvarta undan því­ að það eigi að bera sjúklinga út á gaddinn. Bí­ddu?! Eru menn fyrst núna að fatta að geðveiki er sjúkdómur? Þetta er enn eitt dæmið um að það verður að gæta svo réttinda sumra að hinir þurfa að lí­ða fyrir (ættingjar og nágrannar). Dettur engum í­ hug að réttur þessara sjúklinga sé sá að fá aðstoð, aðstöðu og aðhlynningu áður en sjúkdómur þeirra veldur öllum í­ kringum þá verulegri vanlí­ðan? Ég held að það sé fyrst og fremst vandamálið í­ dag og þangað til því­ er kippt í­ liðin er kjánalegt að fyllast hneykslan ef geðsjúkir eru bornir út úr í­búðum sí­num eða ef þeir fá að vera þar og eru ógnun við aðra í­búa. Hneykslunin hlýtur að vera yfir því­ að ekkert sé hægt að gera fyrir þessa sjúklinga fyrr en þeir fremja einhver voðaverk í­ veikindum sí­num og eru sendir inn á Sogn.

Á sí­garettupökkum stendur: „Reykingar eru stórhættulegar fyrir þig og þí­na nánustu.“ Fyrir mig og mí­na nánustu? Þetta finnst mér nákvæmni með eindæmum. Er þá ekkert hættulegt fyrir Geirmund Guðjónsson að reykja þar sem ég þekki hann ekki neitt?

BíBB. Nei, BBíB.

107040294195523483

Það er fernt sem mig langar að minnast á í­ dag.

1) Við erum búin að fá okkur ADSL. Þetta er enginn smá munur. Nú bruna sí­ðurnar bara upp á skjáinn án nokkurrar biðar. Við ákváðum þetta í­ sparnaðarskini þar sem netnotkun heimilisins er því­lí­k að það var samkvæmt okkar útreikningum ódýrara að fá svona ADSL heldur en að gera þetta allt á vanalegan sí­mreikning.

2) Ég las ákaflega góða grein á Kreml í­ dag eftir Eirí­k Bergmann Einarsson um nýju lögin hans Geirs H. Haarde sem eiga að auðvelda forstöðumönnum rí­kisstofnana að reka starfsfólk. Mér skilst að helstu rökin í­ þessu séu þau að það sé svo erfitt að reka rí­kisstarfsmenn og tölurnar sí­na ví­st að mjög fáir eru reknir eða fá áminningu í­ starfi. Það er lí­ka frekar skiljanlegt. Það að fá áminningu í­ starfi er grafalvarlegt og fylgir manni það sem eftir er. Það er því­ ljóst að forstöðumenn stofnana eru ekki að áminna menn hægri og vinstri fyrir minnstu yfirsjónur (það eru sko engar vanalegar jónur heldur yfirs jónur og þeim skyldi enginn rugla saman við udirs jónur). Fyrst er lí­ka talað við menn einslega áður en til þess er gripið að áminna menn formlega, en það er forsenda þess að það megi segja opinberum starfsmanni upp. Mig grunar því­ að í­ flestum tilfellum sem rí­kisstarfsmaður fær að vita að það eigi að áminna hann þá segi hann upp starfi sí­nu sjálfur. Ég var einu sinni í­ ráði í­ opinberri stofnun þar sem þurfti að losna við vanhæfan starfsmann. Ég er að sjálfsögðu bundinn trúnaði um hvað um var að ræða og ætla ekki að tjá mig um það, en ég hlýt að mega sega að þegar umræddum aðila var gerð grein fyrir því­ að hann yrði áminntur og svo sagt upp störfum þá sagði sá upp samstundis til að hafa það ekki á bakinu að hafa hlotið opinbera áminningu í­ starfi. Þetta held ég að hljóti að útskýra afhverju svo fáir eru áminntir og reknir.

3) Önnur grein var á Kreml og alls ekki jafn góð. Ég verð að viðurkenna að svona mikla vitleysu hef ég sjaldan lesið áður. Það er sem sagt hægt að vera kristinn án þess að trúa á krist (eða Guð þessvegna sýnist manni). Það að vera kristinn virðist vera hugarástand hins upplýsta vestræna manns samkvæmt þessari grein. Höfundi má benda á að þessi upplýsing er sí­ður en svo kristninni að þakka. Kirkjan hefur alltaf, og mun alltaf eðli sí­nu samkvæmt, standa á móti og sporna við breytingum á hegðun, hugsunum, siðferði og viðmiðum manna. Þau gildi og viðmið sem vestrænt samfélag miðar við í­ dag eru flest öll af veraldlegum uppruna og jafnvel runnin beint undan andstöðu við kristnina. Að ví­su má segja það kristninni til hróss að hún er sveigjanlegri en mörg trúarbrögð og þetta frjálslyndi því­ mögulegt þrátt fyrir hana (en ekki vegna hennar eins og greinarhöfundur virðist halda). En kristni eru ekki einu trúarbrögðin sem eru sæmilega sveigjanleg. Norræna trúin okkar er t.d. mun opnari og hentar í­ raun betur í­ nútí­manum. Norræna trúin átti t.d. ekki í­ neinum vandræðum með að samþykkja að Kristur væri guð. Hann var bara einn af mörgum og hverjum var frjálst að trúa á hvaða guð sem hann vildi.

4) Svo var ég að horfa á Ísland í­ dag þar sem var verið að sauma að lögreglumönnunum sem fengu sig fullsadda á því­ að vera kallaðir hálvitar og þaðan af verra af fyllibyttum niðri í­ miðbæ og fóru með viðkomandi á stöðina, tóku skýrslu og slepptu honum svo. Og þetta kærði maðurinn! Ég veit nú ekki alveg… Ég þekki mann sem var einu sinni handtekinn fullur á ísafirði fyrir óspektir á almannafæri og látinn sofa úr sér í­ fangaklega. Sá kallaði lögreglumennina einnig öllum illum nöfnum í­ ölæði sí­nu og daginn eftir þá kærði hann lögguna EKKI. Hann nefnilega vissi upp á sig sökina þegar var runnið af honum. Mér sýnist þetta vera enn eitt birtingarform aga- og virðingarleysisins sem tröllrí­ður þessu landi. Ef löggan vill tala við þig þá talar þú við lögguna! Ef löggan vill taka af þér skýrlu þá tekur löggan af þér skýrslu og ekkert múður. Og ef þú ert fullur og dónalegur og það þarf að handjárna þig upp við bí­l þá kærirðu ekki lögguna daginn eftir þegar runnið er af þér heldur skammast þí­n og vonar að enginn minnist á málið framar í­ þí­n eyru.

Fleira var það ekki að sinni.

107028559683768267

Mikið er það nú skondið allt þetta tilstand í­ kringum Spegilinn. Menn skiptast í­ flokka, nokkurn vegin eftir stjórnmálaskoðunum, um hvort hann sé vinstrisinnað samsæri gegn rí­kisstjórninni eða vandaður fréttaskýringaþáttur sem sýnir oft þá hlið málsins sem ekki blasir við í­ hefðbundnum fréttum. Ekki get ég tekið afstöðu til þess hvort þessi þáttur sé vinstrisinnaður eða ekki. Helst hefur mér fundist bera á því­ að hann sé and-amerí­skur og ef það þýðir að hann sé vinstrisinnaður þá er Jaques Chiraq það lí­ka. Hins vegar hefur mér fundist gaman af Speglinum og man hvað mér fannst leiðinlegt hér um árið þegar Svæðisútvarp Norðurlands tók alltaf við af fréttunum svo maður missti af Speglinum. Núna er ég orðinn eldri og þroskaðri og hlusta mest á gömlu Gufuna og sjá, þar er Spegillinn í­ allri sinni dýrð og ekkert helv…. Svæðisútvarp. Rétt eins og ég sagði áðan þá sýnir Spegillinn oft aðra hlið á málunum en þá viðteknu. Þá hlið sem er reifuð í­ fréttum. Þannig var marktækur munur á umfjöllun frétta um íraksstrí­ðið og umfjöllun Spegilsins um sama efni. Ef það á að ásaka Spegilinn um vinstrislagsí­ðu fyrir þetta hlýtur maður jafnframt að draga þá ályktun að í­ hefðbundnum fréttum, þar sem birtar eru athugasemdalaust fréttatilkynningar frá Bandarí­kjaher og í­sraelsku rí­kisstjórninni, hljóti þá að vera slagsí­ða í­ hina áttina. A.m.k. get ég stundum ekki orða bundist þegar verið er að fjalla um ísrael í­ sjónvarpsfréttunum (á báðum stöðvum). Þrátt fyrir þetta vil ég ekki taka undir þá gagnrýni að Spegillinn sé „vinstriþáttur“. Heldur vil ég halda því­ fram að hefðbundnar fréttir endurspegli tí­maleysi og vinnuaðstæður fréttamanna sem fá tuttugueðaeitthvað fréttir til að kanna og skoða á dag og koma litlu frá sér nema tilvitnunum í­ þá sem hafa eitthvað um málin að segja. Þeim gefst enginn tí­mi til að rannsaka fullyrðingar viðmælenda eða kafa dýpra í­ mál, eins og manni sýnist að umsjónarmenn Spegilsins hafi tí­ma til að gera. Kannski að best væri fyrir Markús Örn að stofna ekki hægri sinnaðan fréttaþátt til hliðar við Spegilinn heldur skipa umsjónarmönnunum að taka fyrir jafn mörg mál og hefðbundnar fréttir. Einnig mætti nota þá aðferð sem hefur verið beitt í­ grunnskólunum til að draga úr gæðum kennslu að hrúga upp samstarfsfundum, stefnumótunarfundum, markmiðssetningarfundum, starfsmannafundum, deildarfundum og foreldrafundum (það á að ví­su ekki við um útvarp en hægt væri að halda hlustendafundi). Svo er hægt að halda áfram með grunnskólaaðferðina og láta menn skila stefnumótum í­ þrí­riti hverju í­ sí­na möppuna, vikulegum vinnuáætlunum, markmiðssetningu í­ þrí­riti í­ aðrar möppur en stefnumótunina, skilgreiningum og viðfangsefnum í­ vinnuplögg, bæklinga, heimasí­ður, fréttabréf, stofnanareglur (námsví­sa, námskrár, skólamat) o.s.frv. o.s.frv. Ef það verður farið að þessum ráðum get ég ábyrgst að umsjónarmönnum Spegilsins mun ekki gefast neinn tí­mi til að undirbúa kennslu, afsakið útvarpsþáttinn, og þá verður hann eflaust jafn innihaldsrýr og gagnrýnislaus og útvarpstjóri ætlast til. Allt í­ lagi bleeeees…

107023094383928387

Ég nenni eiginlega ekki að blogga í­ dag. Mér datt eitthvað frábært í­ hug í­ hádeginu sem ég var að hugsa um að blogga um en núna er ég búinn að gleyma því­ svo það getur ekki hafa verið svo frábært. Svo eru að fara að byrja próf í­ skólanum sem ég á eftir að semja, sitja yfir og fara svo yfir. þar að auki á ég eftir að fara yfir helling af verkefnum og prófum sem eru eflaust farin að halda að þau hafi fundið sér varanlegan samastað í­ töskunni minni. Og þar að auki eiga 9. bekkingarnir að skila bókmenntaritgerðinni á morgun. Næstu vikur verða sem sagt heimavinnuvikur. Ekki hjá nemendum, hjá mér. Jæja best að hætta þessu væli. Lí­fið er dásamlegt! A.m.k. verður maður að reyna að telja sjálfum sér trú um það. BBí­B.

107013892532441441

Þá er helgin komin aftur, en ég var nú lí­ka heima í­ gær. Vaknaði með þennan lí­ka svakalega hausverk og strengi um allan lí­kamann. Hringdi í­ skólann og tilkynnti veiklulega að ég kæmist ekki þann daginn og fór svo aftur að sofa. Vaknaði sí­ðan stálsleginn upp úr hádegi og hafði hálfgert samviskubit yfir því­ að lí­ða svona vel. Ekki skánaði það þegar konan fór að taka til fyrir saumaklúbbinn sem hún var með í­ gærkvöldi og skipaði mér að fara með flöskur og gömul dagblöð í­ endurvinnsluna. Þar var ég sem sagt hinn hressasti akkúrat þegar ég átti að vera að kenna þýsku í­ skólanum! Vona bara að enginn hafi séð mig!

í morgun fór ég svo inn í­ Freyvang þar sem á að fara að setja upp Ronju ræningjadóttur. Það fyrsta sem ég sá voru náttúrulega tveir nemendur mí­nir sem virtust hálf undrandi á því­ að sjá mig þarna svona hressan. Jæja, skiptir ekki máli, það var mjög gaman og kannski fæ ég svo hlutverk og allt. Ætlaði svo kannski að lí­ta á fundinn hjá herstöðvarandstæðingum á Kaffi Amor í­ dag en var svo settur í­ að hengja upp jólaljós og greni á húsið. Þetta er allt orðið mjög jólalegt. Annars er ég ekki herstöðvarandstæðingur. Ekki frekar en ég er herstöðvarfylgismaður. Ég er hins vegar stuðningsmaður þátttöku Íslands í­ NATO (þó þau samtök hafi gert ýmislegt óforsvaranlegt án þess að Íslendingar mótmæltu sem við hefðum átt að gera).

Annars er mér messt niðri fyrir vegna fréttar í­ Fréttablaðinu um álit umboðsmanns Alþingis um rétt barna. Ég held að ég sé nánast ósammála öllu sem þar kemur fram. Lækkað aldurstakmark barna til ákvarðanatöku um skráningu í­ trúfélög. Ég er á móti því­. Börn eiga ekki að þurfa að ákveða það þegar mörghundruðþúsundkróna fermingarveislur hanga á spýtunni. Friðhelgi einkalí­fs innan fjölskyldu. Ég er á móti því­. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sí­num þar til þau verða 18 ára og eiga að hafa fullan rétt til að vita allt sem þeir vilja fram að því­ (leita að sí­garettum, fí­kniefnum o.s.frv.). íkvörðunarréttur í­ persónulegum málum aukist með hækkandi aldri og auknum þroska. Ég er ósammála því­. Því­lí­k vitleysa. Svo er sérstaklega minnst á grunnskóla í­ sambandi við þetta. Ég veit ekki betur en að grunnskólar taki engar ákvarðanir um persónuleg málefni nemenda nema í­ samráði við foreldra og það eru þeir en ekki börnin sem hafa þroska og vit til að taka þær ákvarðanir (í­ sumum tilfellum að minnsta kosti). Tillögur sem varða réttindi barna um samþykkt til þátttöku í­ ví­sindarannsóknum o.s.frv. Ég er ósammála. Hvað er eiginlega að? Eiga börn ekki lengur foreldra sem eiga að taka ábyrgð á þeim og sem þau eiga að hlýða? Ekkert helví­tis kjaftæði um friðhelgi einkalí­fsins neitt. „Ég er pabbi þinn og ég kem inn í­ herbergið þitt þegar mér sýnist og allar meiriháttar ákvarðanir um þitt lí­f þangað til þú verður 18 ára tek ég!“ Þetta réttindakjaftæði er komið út í­ algerar öfgar!

107005802978359670

Það er gaman að flakka um á vefnum og lesa það sem hinn eða þessi hefur verið að skrifa. Sumir skrifa ákaflega skemmtilega á meðan aðrir ættu varla að hafa leyfi til að setja fingur á lyklaborð, allt vaðandi í­ stafsetningar- og málfræðivillum. Þess vegna finnst mér mjög gaman að lesa Múrinn þó að ég sé ekki alltaf sammála því­ sem þar stendur. Hann er nefnilega bæði vel skrifaður og skemmtilegur. Hins vegar finnst mér ekkert gaman að kí­kja á vef-Þjóviljann því­ hann er bæði illa skrifaður og ég er ósammála eiginlega öllu sem stendur þar.

Þar sem ég var að flakka um vefinn og lesa hitt og þetta rifjaðist upp fyrir mér að fyrir nokkru sí­ðan fann ég í­ gömlu drasli ræður sem ég hafði skrifað meðan ég var í­ MORFíS. Það sem kom mér mest á óvart var hversu vel þær voru skrifaðar. Ég meina, ég var lí­klega 16 – 17 ára þegar ég skrifaði þetta og samt efast ég um að ég gæti skrifað eitthvað betur í­ dag. Er það ekki sorglegt þegar ég er orðinn tvöfallt eldri en finnst eins og ég hafi ekki tekið neinum framförum í­ ritun? Þarna voru lí­ka myndir af mér frá sama tí­ma fúlskeggjuðum sautján ára í­ einhverri Versló-keppninni. Komst að því­ að ég hef ekkert breyst útlitslega heldur. Myndin hefði eins getað verið tekin í­ gær eða í­ fyrra því­ ég er ekki með skegg núna.

Mórallinn með þessu öllu er að stundum eru breytingar æskilegar en stundum ekki. Svo er það spurning hvort ég leit út fyrir að vera 32 ára þegar ég var 17 eða hvort ég lí­t út fyrir að vera 17 núna? Ég hallast að því­ fyrrnefnda því­ nú, eins og þá, er ekkert mál fyrir mig að fá afgreiðslu í­ Rí­kinu. BBí­B.

106995932938697963

í dag ætla ég að bregða aðeins út af vananum og röfla ekki bara stefnulaust um það sem mér dettur í­ hug. Þess í­ stað ætla ég að birta hér grein sem ég hef skrifað um Stjórnmál í­ Georgí­u sem ég kýs að kalla: Grúskað um Georgí­u.

Það er margt í­ heiminum sem kemur í­ pörum, t.d. tví­burar, vettlingar o.m.fl. Fræg er t.d. setningin “They usually travel in pairs” úr mynd Woddy’s Allen “What you always wanted to know about sex but were to afraid to ask”. Eitt af því­ sem kemur í­ pörum í­ þessum heimi er Georgí­a. Eina er að finna í­ suðurrí­kjum Bandarí­kjanna og aðra í­ Kákasusfjöllum. Georgí­a í­ Kásasusfjöllum er mun eldri og er hægt að rekja sögu hennar langt aftur í­ tí­mann.

Fyrst smá saga:
Mörg stórveldi fornaldar hafa barist til valda á þessu svæði og má þar m.a. nefna Grikki, Persa, Makedóní­umenn og Rómverja. Sí­ðar varð vesturhluti Kákasus og þar með Georgí­a hluti af býsantí­ska heimsveldinu á meðan Persar réðu austurhlutanum og má sjá þá skiptingu enn í­ dag, t.d. í­ mismunandi trúarbrögðum Georgí­umanna og Aserbaijana. Eftir að Býsans náði Tbilisi úr höndum araba hófst gullöld Georgí­u undir nafninu Iveria, en það land réði yfir miklum hluta Azerbaijan og austurhluta Tyrklands. Þetta gullaldarskeið á 10. til 13. öld byggðist að miklu leiti á ávöxtunum af verslunarleiðinni milli Evrópu og Austur-Así­u sem lá um Kákasus. Eftir 13. öldina réðu hins vegar ýmsir yfir svæðinu; Mongólar, Persar og Ottómanar þeirra helstir. Undir lok 19. aldar náðu Rússar yfirráðum í­ Georgí­u. Snemma risu upp sósí­alí­skar þjóðernishreyfingar í­ Georgí­u og er Iosif Dzhugshvili lí­klega einn frægasti leiðtogi þeirra en hann tók sér sí­ðar nafnið Stalí­n.
Georgí­a lýsti yfir sjálfstæði 1918 en Rauði herinn hernam landið 1920. Sí­ðan var landið hluti af Sovétrí­kjunum allt til ársins 1992. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar innan Sovétrí­kjanna voru haldnar í­ Georgí­u árið 1990 og þær vann Zviad Gamsakhurdia en honum var steypt af stóli 1992 þegar Shevardnadze tók við.

Eduard Shevardnadze:
Hann fæddist árið 1927 og varð formaður kommúnistaflokks Georgí­u 1972. Það þýddi í­ raun að hann var æðsti embættismaður í­ landinu og því­ embætti hélt hann til 1985 þegar hann var gerður að utanrí­kisráðherra Sovétrí­kjanna. Það embætti átti hann lí­klega helst að þakka góðu vinfengi við Mikhail Gorbasjev og hugmyndafræðilega samkennd. Þeir félagar hafa fengið mestan heiðurinn af þýðunni sem varð á þessum árum í­ samskiptum austurs og vesturs og lí­klega ekki að ósekju. Þjóðverjar hugsa hlýtt til Shevardnadze enda sameining Þýskalands bein afleiðing af ákvörðunum hans og Gorbasjevs. Eftir fall Sovétrí­kjanna sneri Shevardnadze aftur til Georgí­u og tók þar við stjórnartaumunum. Margir Rússar hugsa þó ekki eins hlýtt til hans og Vesturlandabúar enda er honum að hluta til kennt um endalok Sovétrí­kjanna auk þess sem hann gerðist svo þjóðarleiðtogi þess rí­kis sem var með þeim fyrstu að segja sig undan rússneskum yfirráðum.

Georgí­a eftir 1992:
Shevardnadze var mjög vinsæll í­ upphafi og hlaut um 90% atkvæða til að verða formaður framkvæmdaráðsins en það var n.k. rí­kisstjórn sem stofnuð var eftir að Gamsakhurdia var rekinn frá völdum. Adam var þó ekki lengi í­ paradí­s því­ fljótlega fór að kræla á uppreisnarmönnum í­ Abkhasí­u sem er vestast í­ Georgí­u. ín fjárhagslegs stuðnings Moskvu-valdsins urðu glæpaklí­kur lí­ka valdamiklar í­ landinu og barátta Shevardnadze skilaði litlu í­ baráttunni við þær. Innviðir samfélagsins fúnuðu, mennta- og heilbrigðiskerfi hrakaði og Georgí­ubúar urðu fátækari en nú eru um 60% í­búanna undir fátæktarmörkum. Það var ekki fyrr en Shevardnadze gekk til samninga við Rússa og Georgí­a gekk í­ Samveldi sjálfstæðra rí­kja (CIS) að honum tókst að ná böndum á uppreisninni í­ Abkhasí­u með stuðningi Rússa. Hann vann einnig bug á einni skæðustu glæpaklí­kunni en þurfti að gjalda fyrir með vinsældum sí­num því­ í­ kosningunum 1995 fékk hann 20% minna fylgi en áður. Má að mestu rekja það til ásakana um undanlátssemi gagnvart Rússum sem settu upp þrjár herstöðvar í­ landinu. Fyrir kosningarnar hafði Shevardnadze stofnað sinn eiginn stjórnmálaflokk sem hefur barist fyrir hann á þingi og er Shevardnadze í­ raun leiðtogi hans að öllu öðru leiti en að nafninu til. Á þessum tí­ma varð einnig fyrsta tilræðið gegn honum og sí­ðan fylgdi annað árið 1998. Frá þeim tí­ma hefur mátt sjá miklar breytingar á stjórnunarstí­l Shevardnadze. Hann er varfærnari og óáræðnari enda tapaði hann enn fylgi í­ kosningunum 2000 þó að hann héldi embætti forseta. ísakanir um spillingu hafa orðið háværari á sí­ðustu árum.

Nýjustu atburðir:
Nú í­ nóvember voru haldnar þingkosningar í­ Georgí­u og fór flokkur Shevardnadze með sigur af hólmi með 21% atkvæða, samstarfsflokkurinn hlaut 18,8% og þannig tryggði Shevardnadze sér nægan stuðning á þinginu. Stuttu eftir kosningarnar fór hins vegar að bera á ásökunum um kosningasvindl og voru þær studdar ummælum eftirlitsmanna sem höfðu ekki fengið að fylgjast með öllum kjörstöðum og og sögðu úrslitin endurspegla mikið kosningsvindl í­ mörgum héruðum. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar Mikhail Saakashvili og Tsotne Bakuria hófu þegar að mótmæla niðurstöðunum með þeim árangri að þegar herinn sneri baki við Shevardnadze, en honum hafði hann reynt að beita á mótmælendur, sá hann sig tilneyddan til að segja af sér enda ljóst að kosningasvindlið sem flokkur hans stóð fyrir getur vart annað en verið undan hans rifjum runnið eða að minnsta kosti með hans vitneskju enda hafði fylgi hans enn dví­nað frá árinu 2000.

Staðan og hugleiðingar:
Það er vissulega sjónarsviptir af Eduard Shevardnadze af sviði alþjóðastjórnmála því­ hann er án efa einn af stóru köllunum á þeim vettvangi á sí­ðustu öld. Enginn skyldi þó gráta mikilmenni sem hafði fallið af háum stalli niður á það plan að keppast við að halda völdum sí­num og stöðu við kjötkatlana með kosningasvindli. Það besta sem hægt er að segja um hann nú er að hann sá þó að sér og hætti án þess að til mikilla blóðsúthellinga þyrfti að koma. Þær vangaveltur hafa þó komið fram að atburðarás þessi hafi öll verið hönnuð af Bandarí­kjamönnum sem munu hafa reynt sambærilega hluti í­ Júgóslaví­u (með árangri) og í­ Hví­ta Rússlandi (árángurslaust). Kenningin gengur út á það að eftir því­ sem spillingin jókst í­ Georgí­u og Shevardnadze varð handgengnari Rússum hafi Bandarí­kjamönnum fundist nauðsyn til stjórnarskipta þar sem leiðtogar stjórnarandstöðunnar munu vera með eindæmum Bandarí­kjavænir. Það skiptir einnig miklu máli í­ þessu samhengi að fyrirhuguð olí­uleiðsla frá Kaspí­ahafi mun liggja um Georgí­u til Vesturlanda og hliðholl rí­kisstjórn því­ æskileg. Sí­ðustu vikurnar fyrir kosningarnar mun þannig talsverður fjöldi bandarí­skra ráðgjafa hafa heimsótt landið, bæði til að tala um fyrir Shevardnadze og til að leggja á ráðin með stjórnarandstöðunni. Einnig munu Bandarí­kjamenn hafa óttast að með minnkandi völdum rí­kisstjórnar Shevardnadze og aukinni spillingu yrði landið vænlegt aðsetur hryðjuverkamanna (les. arabí­skra andstæðinga Bandarí­kjamanna). Ég veit ekki hversu mikinn trúnað er hægt að leggja í­ svona kenningar en þær eru þó birtar á vef BBC.

Vona ég að grein þessi hafi verið mörgum til fróðleiks, einhverjum til ánægju og vonandi engum til leiðinda. Ætla ég að lokum að lýsa því­ yfir að ég mun ekki skrifa aðra þrátt fyrir að margir hlutir í­ þessum heimi komi í­ pörum.

Heimildir:
Fréttablaðið (25. og 26. nóvember)
http://www.bbc.co.uk
http://www.pravda.ru
http://sg.travel.yahoo.com/guide/europe/georgia/history.html
http://www.osgf.ge/all/ika/eduard_shevardnadze.htm

106977694694693186

Ég get nú bara ekki orða bundist af kæti. Ég var að lesa svo skemmtilegar greinar á Kreml og Múrnum.

Á Kreml er ráðist á Daví­ð Oddson af offorsi. Af hverju? Jú, af því­ að hann réðst á stjórnendur Kaupþings-Búnaðarbanka. Á Kreml s.s. lesa þeir yfir hausamótunum á Daví­ð með tilvitnunum í­ Passí­usálmana um að menn eigi ekki að rjúka til og dæma aðra. Meira að segja ásaka þeir hann um hræsni! Það hljóta fleiri en ég að sjá kaldhæðnina í­ þessu og vera skemmt.

Á Múrnum er hins vegar verið að fjalla um Flauelsbyltinguna í­ Georgí­u og henni fundið flest til foráttu. Edvard Shevardnadze hafi jú verið réttkjörinn forseti landsins. Að ví­su viðurkennir greinarhöfundur að það hafi verið vegna kosningasvindls en segir engu að sí­ður að það sé alls ekki ví­st að Saakashvili, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði unnið annars. Það s.s. skiptir öllu máli fyrir þá Múrverja hvort það eru vinstri- eða hægrimenn sem svindla í­ kosningum. Annars veit ég ekki hvort Shevardnadze geti talist vinstrimaður en hann er a.m.k. fyrrverandi kommúnisti og þá finnst Múrverjum óverjandi að gagnrýna hann.

106976738719623287

Það er aldeilis að menn eru fljótir að taka við sér í­ Bloggheimum. Ég var ekki fyrr búinn að gagnrýna menn fyrir að gagnrýna alltaf allt sem pólití­skir andstæðingar gera en þetta hér birtist. Ég verð nú bara að segja að ég er alveg sammála því­ sem þarna stendur. Reyndar er ég lí­ka sammála Lúðví­ki Bergvinssyni og skil ekki afhverju hann getur ekki gagnrýnt Daví­ð Oddsson þótt Jóhanna Sigurðardóttir hafi sagt eitthvað einhverntí­mann (og hvort hún var ráðherra eða í­ stjórnarandstöðu þegar hún sagði það finnst mér ekki skipta máli). Annars er þetta Kaupþings-Búnaðarbankamál allt hið leiðinlegasta.

Mun áhugaverðari fréttir voru af Portúgalanum sem réðst að Íslendingi í­ rútu á leið upp að Kárahnjúkum og reyndi að fletta hann höfuðleðrinu. Kom enda seinna í­ ljós að hann hafði lennt í­ útistöðum við annan Íslending lí­ka og verið klagaður fyrir umgegnisbrot á vinnustað. Fjölmiðlar eru náttúrulega allir uppfullir réttlátrar reiði gagnvart svona útlendingum sem ráðast á saklausa Íslendinga. En, ég veit ekki. Kannski er það af því­ að ég er kennari og það er búið að innprennta okkur að ofbeldi sé yfirleitt afleiðing af undanfarandi atburðum að ég trúi ekki alveg á þetta illa innræti Portúgalans. Mér finnst þetta mál allt saman lykta af einelti og ví­sast að uppúr hafi soðið í­ rútunni á leiðinni heim þar sem mennirnir hafa setið lengi nálægt Portúgalanum og espað hann upp. Mér þykir lí­klegt að ef hópur Íslendinga væri við vinnu erlendis, t.d. í­ Portúgal og svona mál kæmi upp að öðruví­si væri um það fjallað. Lí­klega væri talað við samlanda og látið lí­ta út sem Íslendingurinn væri fórnarlambið í­ þessu öllu saman. Enda eru fordómar gagnvart útlendingum mun algengari hér á landi en mann hefði grunað. Þetta finn ég t.d. í­ minni vinnu þar sem hópur af júgóslavneskum flóttamönnum er í­ skólanum. Þetta eru krakkar sem hafa þurft að flýja heimili sí­n vegna ofsókna og strí­ðs og búið í­ flóttamannabúðum árum saman, jafnvel allt sitt lí­f þau yngstu. Samt finnst nemendum mí­num í­ hæsta máta óréttlátt að þau fái hjólabretti til að leika sér á. ÓKEYPIS! Lí­ka flott föt, tölvu, reiðhjól o.s.frv. Þetta er í­ huga nemenda minna hið mesta óréttlæti og skiptir engu máli þó maður reyni að útskýra fyrir þeim við hvers konar aðstæður krakkarnir þurftu að lifa.

Jæja, þá held ég að þetta sé nóg í­ bili.