106968529538754451

Þá er helgin búin einu sinni enn og það var svo mikið að gera að ég bloggaði ekki neitt. Á laugardeginum fórum við um allt Eyjafarðarsvæðið með Ragnar (bangsann frá Noregi) sýndum honum m.a. Laufás og Jólagarðinn. í gær var svo farið út á Hauganes þar sem tengdaforeldrar mí­nir eiga sumarhús (sem reyndar er ekki mikið sumarhús í­ ljósi þess að við vorum þar í­ gær) og legið í­ heita pottinum, spilaðir tölvuleikir og allmennt haft gaman. Svo var þessi fí­na gæsasteik heima hjá tengdó í­ gær og ég var svo þreyttur að ég hafði mig ekki í­ að blogga.

Nú tala allir um Kaupþing-Búnaðarbanka og hneykslast stórum. Ekki má ég vera minni maður. Þetta kemur mér samt ótrúlega lí­tið við þar sem ég er ekki í­ viðskiptum við þennan banka. Samt er skemmtilegt að lí­ta á þetta út frá kennslufræðilegu sjónarhorni og þá með fjölgreindakenningu Gardners í­ huga. Nú er ljóst að umræddir menn eru gæddir talsverðum gáfum og hafa aflað sí­num vinnuveitendum (hluthöfum) talsverðum hagnaði. Þeir hafa einnig náð góðum árangri í­ fjárfestingum, gert góðan samning fyrir sjálfa sig og stækkað viðskiptasvæði bankans með því­ að færa út kví­arnar til annarra landa. Þeir eru sem sagt búnir yfirburða rökhugsunar- og talnagreind. Einnig má álykta að málgreind þeirra sé með ágætum fyrst þeim hefur tekist að tala sig í­ þessar stöður. Þeir hins vegar falla í­ þá gryfju að semja út úr öllu korti miðað við aðstæður á Íslandi og verða svo yfir sig hissa að almenningur skuli hneykslast á þeim. Það bendir til lí­tillar sjálfsgreindar og afskaplega takmarkaðrar félagsgreindar. Af þessu dæmi má sjá að sú tegund greindar sem mest reynir á í­ skólum (mál- og rökhugsun) er e.t.v. ekki nóg þegar út í­ lí­fið er komið. Annars er ég sammála nánast öllu sem sagt hefur verið um þetta og skrifað og skiptir þá varla máli þó um andstæðar skoðanir sé að ræða. Þannig er ég t.d. bæði sammála grein Gunnars Smára og Guðmundar Andra í­ Fréttablaðinu í­ dag.

Málefni dagsins er: Heiðarleiki. Ég fór og talaði við skólastjórann minn í­ dag og sagði honum frá ákvörðun minni. Jafnframt að ég væri svosem ekki að hætta á föstudaginn eða í­ næstu viku. Ég vildi bara láta hann vita hvað ég væri búinn að ákveða svo hann færi ekki að heyra það frá einhverjum öðrum. Þetta virtist koma honum dálí­tið í­ opna skjöldu. Eins og honum fyndist undarlegt að ég ræddi þetta ekki í­ hálfum hljóðum á kennarastofunni og liti svo flóttalega í­ kringum mig þegar sæist til stjórnenda. Samt ætla ég ekki að þykjast vera heiðarlegasti maður í­ heimi. Ég stal úr sjoppu þegar ég var lí­till og stundum fer ég yfir leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum landsins. Nóg að sinni.

106945304745633596

Þá er maður bara kominn í­ helgarfrí­. Jí­bbí­-jei! Það stendur til að gera eitthvað skemmtilegt um helgina með honum Ragnari Rosengren. Það er bangsi sem við erum með í­ heimsókn frá Noregi. Þegar ég segi bangsi á ég ekki við stóran og góðlegan mann. Nei, hann er alvöru bangsi! Það er einhver kennari í­ Noregi sem fær fólk til að fá hann í­ heimsókn og taka af honum myndir á ýmsum stöðum, skrifa bréf og svona ýmislegt. þetta er náttúrulega stórsniðugt og núna er hann semsagt hjá okkur.

Annars þá fór ég og skráði mig hjá atvinnumiðlun í­ dag. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekkert hvernig þetta fer fram þegar ég fór þangað. ítti samt ekki von á að fá vinnu á staðnum eða neitt svoleiðis. Mjög vingjarnleg kona sem tók á móti mér og útskýrði þetta allt saman. Atvinnumiðlanir leita sem sagt að fólki fyrir fyrirtæki en ekki öfugt. Bað mig um að skrá mig hjá þeim á netinu og koma svo í­ kynningarviðtal á miðvikudaginn. Benti mér lí­ka á bók að lesa sem heitir frá umsókn til atvinnu. Fór og tók hana á bókasafninu og las spjaldana á milli núna áðan. Þetta eru allt svona selfölgeligheder eins og að vera kurteis, ákveðinn og snyrtilegur. Ekkert sem maður vissi ekki fyrir en ágætt að rifja það upp. Það verður þá lí­klega bein lýsing á atvinnuleit minni hérna á netinu. Ég verð lí­klega að fara og tala við skólastjórann minn á mánudaginn og segja honum að ég sé byrjaður að leita mér að nýrri vinnu. Nema hann sé að lesa þetta? Ég er að hugsa um að fara og sækja um vinnu á Amtsbókasafninu og Minjasafninu. Samt ætla ég ekki endilega að fara að vinna á einhverju safni en einhvers staðar verður maður að byrja.

Málefni dagsins í­ dag er: Kúgun karlmanna. Ekki það að mér finnist ég vera neitt kúgaður. Það er alltaf smart að byrja svona hugleiðingar á því­ að þvertaka fyrir að það sem maður er að tala um eigi við mann sjálfan. Hins vegar vinn ég á vinnustað þar sem eru afar fáir karlmenn. Þar er því­ rí­kjandi kvennamenning og það er vissulega stundum ágætt en stundum lí­ka hvimleitt. Sérstaklega þegar umræðurnar fara að snúast um karlmenn og karlmennsku, herramenn og dóna. Ég held að ég sé femí­nisti, a.m.k. alveg eins og hver annar karlmaður, þ.e.a.s. mér myndi aldrei detta í­ hug að dæma manneskju, hegðun hennar og málflutning eftir því­ hvort viðkomandi er kona eða karl. En ég er lí­ka homonisti. Þetta hljómar illa en hver er andstæðan við femina ef ekki homo? Kannski masculin? Ég er masculinisti. Það hljómar eins og ég sé einhver vaxtarræktarnörd. Geta nörd verið í­ vaxtarækt? Jæja, ég myndi a.m.k. aldrei dæma manneskju eftir því­ hvort viðkomandi er karl eða kona en það gera konur hins vegar almennt. (Kemur einhver auga á skemmtilega þversögn í­ sí­ðustu setningu)? Alla vegana. Á mí­num vinnustað er mjög erfitt að vera karlmaður þegar konurnar fara að tala um karla. Eins og ég get í­myndað mér að erfitt geti verið að vera kona á karlavinnustað þegar þeir fara að tala um konur. Maður reynir að slá þessu upp í­ grí­n, taka þátt í­ djókinu, hlæja og vera sætur.

Meira er það ekki í­ dag. Ég þakka þeim sem hlýddu. (Hlýddu hverjum)?

106932971215594442

Það er búið að vera dásamlegt í­ vinnunni í­ dag! Það að vera búinn að taka ákvörðun og vita að maður ætli að hætta lyftir á manni brúninni og alls kyns atriði sem hefðu pirrað mig í­ gær koma mér ekki við í­ dag. Kannski að það sé lausnin á þessu, lifa hvern dag eins og hann væri manns sí­ðasti.

Ég hef verið spurður af hverju ég sé með akkúrat þessa tengla hér til hliðar? Tengdamamma var dálí­tið fúl að ég væri ekki með tengil í­ hana. Því­ er til að svara að þessir tenglar eru fyrir mig sjálfan ekki þá sem mögulega lesa þetta. Þetta eru tenglar í­ það sem ég les og skoða. Samt fattaði ég svolí­tið hvað Tengdó var að tala um þegar ég var að lesa minn daglega fréttaskamt á Fréttum áðan. Þar sá ég nefnilega allt í­ einu út undan mér tengil á þessa sí­ðu! Það fannst mér flott en áttaði mig svo eiginlega samstundis á því­ að tilfinningin sem ég fann fyrir var hégómi og eftirsókn eftir vindi. Jæja, mér fannst það gaman samt. Ég er bara ekki fullkomnari persóna en það. Annars var ég að hugsa um að fara að dæmi Pönkarahjúkkunar og hafa bara ekkert hér nema þennan texta. Enga tengla, engar myndir, ekkert komment, bara það sem ég er að segja. Mér finnst það svolí­tið smart hjá Pönkarahjúkkunni. En svo áttaði ég mig. Ég er ekki hún. Ég er að skrifa þetta fyrir mig sjálfan og ég vil hafa tengla hér til hliðar svo ég geti t.d. smellt á Ví­si og skoðað póstinn minn o.s.frv.

Ég geri mér grein fyrir því­ að þetta eru ekki merkilegar pælingar og lesendur mí­nir eru kannski farnir að búast við meiru. (Hvaða lesendur? Er það ekki lí­ka hégómi og eftirsókn eftir vindi?) Datt í­ hug að spjalla aðeins um vændisfrumvarpið en svo einfaldlega nennti ég því­ ekki. Þetta er voðalega leiðinleg og rotin umræða ekki satt? Snýst að mestu um hvort framsóknarkonur séu að dissa sjálfstæðiskonur. Ég nenni ekki að taka þátt í­ svoleiðis umræðu.

Það sem mér finnst merkilegast við þá pólití­sku vefi sem ég skoða (Múrinn og Kreml) er einkum hve gagnrýnir og gagnrýnislausir þeir eru. Þ.e. þeir sjá aldrei neitt athugavert við þá flokka sem þeir styðja og aldrei neitt jákvætt við þá flokka sem þeir styðja ekki. (Ath. hér beiti ég alhæfingastí­l til að auka áhrif skrifa minna en um leið dregur úr sannleiksgildi þeirra.) Ég er nú t.d. sjálfur félagi í­ Samfylkingunni en samt finnst mér oft talsvert vit í­ því­ sem Vinstri-Grænir segja. Þar að auki finnst mér þessi hugmynd um einkavæðingu í­ heilbrigðisgeiranum hið mesta klúður og fullyrði að meirihluti samfylkingarfólks vill ekki sjá það. Samt mótmælir enginn! Ekki þingmenn, borgarfulltrúar eða aðrir. Það er búið að troða þriðju leiðinni svo rækilega í­ hausinn á þeim að þeir þora ekki að æmta lengur. „Viltu ekki að við verðum stór flokkur?“ er spurt. „Þá máttu ekki hafa þí­nar eigin skoðanir! Þú verður að gera eins og stendur í­ handbókinni: Þriðja leiðin – Hvernig á að búa til stóran jafnaðarmannaflokk“ Einhvern vegin held ég að það sé lí­klegra til árangurs að fólk sjái að það sé rúm fyrir fleiri en eina skoðun í­ flokknum og að menn ræði málin. Ég býst við að þessu sé svipað farið í­ öðrum flokkum. Bara þekki það ekki eins vel. A.m.k. virðist mér sem öllum framsóknarmönnum sví­ði það að Kristinn H. Gunnarsson skuli hafa sí­nar eigin skoðanir. Meira að segja hef ég talað við samfylkingarfólk sem finnst það lí­ka undarlegt.

Jæja, nóg í­ bili. Maður á að nota hádegishléið sitt til að borða hádegismat ekki til að blogga. Hver veit, kannski grennist ég af þessu. Ég held ég sé sá maður sem ég þekki sem hef grennst mest. Held ég geti fullyrt að ég hafi grennst um margfalda þyngd mí­na á ævi minni. Bara undarlegt að það skuli enn vera eitthvað eftir af mér.

106923978952306093

Jæja, Þá er það ákveðið. Ég ætla að hætta í­ vinnunni! Veit ekki hvort það verður um áramótin eða í­ vor en ég held ég geti ekki beðið lengur en það. Það er ekki bjóðandi hugsandi fólki að vera grunnskólakennarar.

Aftur eru jólin að byrja alltof snemma. Það kvarta allir og kveina yfir Þessu en samt breytist þetta aldrei. Færist bara framar ef eitthvað er. Eiginlega orðinn hluti af jólastemmingunni að kvarta svolí­tið yfir þessu jólastressi í­ nóvember.

Rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar Halldór ísgrí­msson tók Hringadróttinssögu lí­kinguna sí­na fyrir kosningar og klúðraði fræðunum svo gjörsamlega að ljóst var að hann hafði aldrei lesið þessa bók. Greip bara titilinn Turnarnir tveir og sneri því­ upp á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Sjálfur tók hann sér hlutverk Fróða. Hann áleit augsýnilega að turnarnir væru ísarngerði og Mordor, hvort tveggja tákngerfing hins illa. Turnarnir voru hins vegar annars vegar Minas Tirith, höfuðborg Gondor og útvörður frjálsra manna gegn ofurveldi Mordors og hins vegar Minas Morgul, höfuðví­gi hringvomanna sem gengu erinda Saurons hins illa. Það er spurning um það hver gangi þeirra erinda í­ Íslenskri pólí­tí­k. Helst dettur manni í­ hug rí­kisstjórnin og hundsháttur þeirra gagnvart strí­ðsrekstri Bandarí­kjanna. Það þýðir að stjórnarandstaðan er Minas Tirith en mér finnst það heldur mikið lagt á mjóar herðar. Sé að minnsta kosti engan þar sem er nokkur Gandalfur. Kannski er Stebbi Páls Fróði? Hann hefur a.m.k. krullurnar!

Þetta fór ég sem sagt að rifja upp meðan ég var að lesa nýju Harry Potter bókina fyrir strákana. Það var eitthvað við Voldemort sem minnti mig svo sterkt á Sjálfstæðisflokkinn og Lucius Malfoy bara hlýtur þá að vera Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Galdramálaráðuneytið er lí­ka dæmigerður Framsóknarflokkur og Cornelius Fudge er mun lí­kari Halldóri ísgrí­mssyni en Fróði nokkurn tí­mann. Þarna reyndar endaði þessi samlí­king því­ eins og áður var erfitt að finna stjórnarandstöðuna þarna. Er Hogwart Samfylkingin og Fönixreglan Vinstri-Grænir? Eða er Fönixreglan Samfylkingin og Harry, Ron og Hermoine Vinstri-Grænir? Steingrí­mur, Ögmundur og Katrí­n! Eða eru þau kannski Frjálslyndir? Er Hermoine Granger Ingibjörg Sverris? A.m.k. er Lúna Lovegood örugglega Kolbrún Halldórs.

Veit einhver um vinnu fyrir háskólamenntaðan, harðduglegan og hugmyndarí­kan mann á Akureyri?

106916287972778260

Var að koma heim að fá mér hádegissnarl. Þá var Gulla búin að lesa um þetta persónuleikapróf og sagði að þetta væri algert bull. Ég væri ekki hlýr og notalegur heldur egósentrí­skur leiðindapúki sem hefði ekki haft samband við vini sí­na heillengi. Ég væri nýlega búinn að vera að kvarta yfir því­ að mig vanti úMPFIí í­ lí­f mitt og sé leiður á þeirri braut sem ég er. Sem sagt ekki eitt orð í­ þessu persónuleikaprófi sem stenst! Er hún ekki dásamleg þessi elska.

Meira lí­ka af húsaleigubótamálum. Fengum bréf frá Akureyrarbæ í­ dag þar sem beiðni okkar var hafnað. Við höfðum sem sagt haft alltof háar tekjur sí­ðasta ár. Ekki borgum við húsaleiguna í­ ár með þeim! Það er sem sagt ekkert tillit tekið til þess að konan er komin í­ hálfa vinnu vegna veikinda. Hún er með vefjagigt þetta grey. Búin að vera frá vinnu sí­ðustu tvær vikurnar vegna verkja! Ég þar að auki með lægri tekjur vegna þess að okkur þótti betra að búa í­ bæjarfélagi þar sem eru menntaðir gigtarlæknar og almennileg heilsugæsla. Nei, við höfðum of háar tekjur í­ fyrra og skulum bara borga húsaleiguna með þeim! Ég var reyndar búinn að finna einhverja reiknivél sem sagði mér að ég ætti rétt á rétt rúmum 5000 kalli í­ húsaleigubætur á mánuði (það var reyndar miðað við núverandi tekjur, ekki tekjur sí­ðasta árs). Það sýnir bara hvers konar ástandi maður er í­ að maður sé að leggja allt þetta á sig fyrir einhvern 5000 kall á mánuði!

106915892781594855

eflatmajor
Eb major – you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your confortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.

what key signature are you?
brought to you by Quizilla
Tók þetta persónuleikapróf áðan, bara í­ gamni. Komst að því­ að ég er Eb major. Svolí­tið töff svona með þremur béum!

106906366707007164

Frænka konunnar kom í­ heimsókn um helgina. Gaman af því­. Drukkið kaffi og spjallað og allt það. Hins vegar sagði hún nokkuð áhugavert sem kom mér sem kennara talsvert á óvart. Svo er mál með vexti að kona þessi á dóttur sem gengur í­ MA og á foreldrafundi um daginn var verið að kynna námið og skólann fyrir foreldrum. Kom þá í­ ljós að stór hluti nemenda hefur ekki staðist samræmd próf (helst í­ stærðfræði) en situr samt í­ byrjunaráföngum og fær aukatí­ma.
Til að byrja með ætlaði ég nú bara alls ekki að trúa þessu. Minn skilningur er sá að ef nemendur taka samræmt próf í­ ákveðinni grein og falla á því­ þurfi þeir að fara í­ almennan áfanga fyrst sem gefur ekki einingar til stúdentsprófs. Frænkan hélt því­ hins vegar til streitu að þetta væri það sem hefði verið sagt. Ljótt ef satt er. Hér er lí­klega verið að lí­ta til einhvers meðaltals samræmdrar- og skólaeinkunnar. Einhver aumingjagæska sem leyfir krökkum að halda áfram þrátt fyrir að standast aldrei kröfur. Sögunni fylgdi hins vegar að dóttir frænkunnar ætti erfitt með að fylgjast með í­ stærðfræði vegna hávaða og láta í­ bekknum.
Þarna er sem sagt að gerast nákvæmlega það sama og í­ grunnskólunum. Nemendum sem aldrei fylgjast með, aldrei standast kröfur og gera ekki annað í­ tí­mum en að skemma fyrir hinum er hleypt áfram og þar að auki veitt meiri aðstoð en hinum sem vilja læra og standast kröfurnar. Það á sem sagt að fara að eyðileggja framhaldsskólana lí­ka eins og búið er að eyðileggja grunnskólana!
Mér finnst lausnin liggja í­ því­ að skipta skólakerfinu fyrr upp í­ bóklegt nám: verslunarnám, fræðilegt nám o.s.frv. og Raunhæft nám: almennt nám, iðnnám o.s.frv. (jafnvel strax eftir 4. bekk)! Þessi gamla aðferð að beina öllum í­ sama farið, í­ ódýrasta námið til tuttugu ára aldurs, er að drepa niður allan metnað í­ skólum landsins. Það gala allir um fjölbreytt nám en svo er ekkert gert í­ því­ af því­ að það er svo dýrt og enginn hefur kjark til að taka menntastefnuna sem var mótuð fyrir börn heldra fólks í­ lok 19. aldar og laga hana að nútí­manum.

106891507094125412

Þá er kominn laugardagur og helgarfrí­ið byrjað. í gær var karí­ókí­-keppni hjá kennurunum og æðislega gaman. Byrjaði samt heldur hægt en svo færðist fjör í­ leikinn þegar fólk varð drukknara. Eins gott að nemendurnir viti ekki hvernig við erum í­ raun og veru! Dagur, eldri sonur minn (11 ára) var með mér þegar ég fór í­ Rí­kið og keypti mér nokkra Baccardi Breezer til að drekka um kvöldið. Ég veit að það er kellingadrykkur en mér finnst sterkt ví­n eiginlega bara vont. Hann heillaðist af töppunum og heimtaði að ég geymdi þá fyrir sig. Á leiðinni heim var hann í­ heimspekilegum hugleiðingum um framtí­ð mannkynsins og sagðist búast við því­ í­ framtí­ðinni að mannkynið yrði ein þjóð og þá yrðu engin strí­ð. Við yrðum bara að bí­ða eftir því­ að einhver vitur kæmist til valda eða að George Bush dæi. Hvaðan hefur hann þessar hugmyndir um Bandarí­kjaforseta?

Keypti DV í­ gær, bara svona til að sjá hvernig það væri hjá nýju ritstjórunum. Ég veit ekki hvað þetta er í­ mér. Man að ég keypti lí­ka fyrsta tölublaðið af NT á sýnum tí­ma. Mér lýst nú bara ágætlega á þetta blað. Besta fréttin er án vafa LANDSíMINN, en hún hljómar svona:

“Það eru hérna rúmlega þrjátí­u strákar í­ meðferð eða alveg fullt hús,” segir Ólafur Stefánsson forstöðumaður meðferðarstöðvar að Staðarfelli í­ Dölum. “Þeir sem hingað koma eru lí­ka æ verr farnir, þá eftir neyslu ýmiskonar harðra efna; til dæmis kókaí­ns, hass og amfetamí­ns en afar margir ná góðum tökum á tilveru sinni eftir meðferð hér.”

Gott að vita að ógæfumenn geti leitað til Landsí­mans með sí­n vandamál. Svo finnst mér Karl Óskar Guðmundsson landsbókavörður einstaklega fallegur á myndinni á bls. 3.