106883376721164991

Akkúrat núna, á meðan ég skrifa þetta, er kjúklingurinn að malla inni í­ ofni. Þetta er einhverskonar fjúsjon eldamennsa, Hawaii – Indland – Frakkland. Karrýkjúklingur með ananaskurlahrí­sgrjónum í­ soufflé. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Annars var ég lí­ka með eitthvað svona fjúsjon dæmi í­ gær. Það var svona Thai-dósasósa og gúllas en svo hafði ég hví­tlauksbrauð með. Það var æðislega gott. Gulla er lí­ka að sauma skátamerkin á flí­speysuna hans Dags svo hann geti farið að selja jólapappí­r með skátunum á mánudaginn.

Upplifði það í­ dag hvað “Sýstemið” getur verið fáránlegt. Fór niður á sýslumannsskrifstofu til að láta þinglýsa húsaleigusamningnum. Sá þá að þar stóð á miða að maður þyrfti að leggja húsaleigusamning fram í­ tví­riti, þar af annað á löggiltum skjalapappí­r. Ég var bara með einn samning (á löggiltum skjalapappí­r) en ein afgreiðslukonan sagði mér að ég gæti látið ljósrita þetta fyrir mig í­ bókabúðinni hinum megin við götuna. Leit samt á umsóknina um húsaleigubæturnar. Þar kom hvergi fram að það þyrfti húsaleigusamning í­ tví­riti. Bara eitt stykki, þinglýstan, takk fyrir. Fór þess vegna yfir götuna og lét ljósrita samninginn fyrir mig og sneri svo til baka til sýslumannsins. Þegar röðin var komin að mér aftur var mér tjáð að afritið þyrfti að vera á löggiltum skjalapappí­r ekki frumritið. Ég sá því­ fram á aðra ferð yfir götuna en afgreiðslustúlkan hlýtur að hafa séð eymdina í­ svipnum á mér því­ hún bauðst til að ljósrita þetta fyrir mig. Stimplaði sí­ðan allt í­ bak og fyrir með stimli embættisins, færði þetta inn í­ einhverja stóra og merkilega bók og þegar ég bjóst svo við að fá húsaleigusamninginn aftur í­ hendurnar sagði hún mér að ég gæti komið aftur eftir helgi og náð í­ hann. “Bí­ddu, varstu ekki að þinglýsa honum?” spurði ég í­ sakleysi mí­nu. “Þarf að gera eitthvað meira?” “Nei, sýslumaðurinn þarf bara að kvitta fyrir þetta. Það verða 1.200 krónur.” Þetta er náttúrulega dásamlegt kerfi. Hefði náttúrulega átt að vera löngu búinn að þessu. Þarf ví­st að skila inn fyrir 16. ef ég á að fá bætur fyrir nóvember.

Ég fékk eins og allir aðrir, býst ég við, kynningarbækling um nýja 5000 kallinn inn um lúguna í­ dag. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á tilganginum með þessu og nýju öryggisþættirnir vefjast svolí­tið fyrir mér. Hefði ekki verið betra að láta svona nýjan 5000 kall fylgja með svo maður gæti skoðað þetta betur?

106881099366535470

Jæja. Þá er kominn föstudagur og vinnuvikan að fara að taka enda. Ég sendi ekkert inn í­ gær, enda var gærdagurinn með ólí­kindum annasamur. Þannig að það var ekki ég sem setti hér upp Tag-board og tók það svo út þegar það virkaði ekki (í­slensku stafirnir komu ekki). Það var ekki heldur ég sem setti upp þetta comments kerfi í­ staðinn. Nei, allt þetta á ég elskunni minni henni Gullu að þakka.

En aftur að gærdeginum. ístæðan fyrir öllum þessum önnum var sú að í­ dag var haldið upp á dag í­slenskrar tungu á unglingastiginu (sjá skoðun mí­na á svona atburðum í­ pósti frá því­ á miðvikudaginn) og krakkarnir voru að útbúa myndband sem þau sýndu svo áðan. Það var svona í­ stí­l við sjónvarpsþáttinn 70 mí­nútur og var bara virkilega skemmtilegt. En að þessu voru þau sem sagt að vinna þangað til klukkan 17 í­ gærdag. Þar að auki þurfti ég að fara á tvo fundi um eftirmiðdaginn (hvað er að verða um þetta kennarastarf)? í heildina fékk ég 25 mí­nútna hlé yfir daginn og það rétt dugði til að borða hádegismatinn. Þannig að ég var orðinn verulega úrvinda um kvöldmatarleytið.

En aftur að degi í­slenskrar tungu. Það komu sem sagt allir skólarnir á Akureyri hingað og voru með ræðuhöld. Ath. ekki keppni! Það fannst mér sniðugt, enda tók ég sjálfur þátt í­ svona ræðukeppnum (já ég nota orðið keppni í­ fleirtölu!) þegar ég var í­ Menntaskólanum. Mí­n reynsla var sú að ef það var ekki því­ augljósara hvort liðið var betra urðu alltaf vandræði með dómgæslu, enda ræðumennska (og eflaust sitthvað fleira) þannig að nánast ógerlegt er að dæma hana hlutlægt. Eftir að hafa verið ræðumaður í­ fimm ár og sí­ðan þjálfari og dómari í­ þessu öllu saman hef ég þannig snúist 180 gráður og finnst þetta núna með öllu fáránlegt.

Jæja, BB í­ B.

106867202672742401

Nú held ég að þetta sé nú orðið alveg hreint svakalega flott. Allt saman komið á í­slensku o.s.frv. Svo er komin mynd af mér og Tag-board og ég veit ekki hvað meira. Þetta er reyndar allt saman henni Gullu að þakka. Þessari elsku. Hún kom að mér þar sem ég var að rembast við að reyna að setja mynd af mér inn á sí­ðuna og sá að ég kunni ekkert á þetta. Fyrst útskýrði hún fyrir mér eitthvað sem ég þyrfti að gera við „html-kóðan“ og láta hann ví­sa í­ mynd sem hún gæti bara „öplódað á sinn sörver“ og sí­ðan heyrði ég nú eiginlega bara Salsa-tónlist. En hún settist nú bara niður við tölvuna og gerði þetta allt fyrir mig. Þessi elska. (Það er tengill í­ hana hér til hliðar). Ég verð að elda eitthvað æðislega gott handa henni á morgun.

106863264249572592

Ég hef verið að kí­kja á þessa helstu netmiðla sem ég skoða, sem eru aðallega Múrinn og Kreml, og sé að þar hefur ekkert nýtt efni bæst við sí­ðan í­ gær. Ég tel nú að svona vefir verði að bæta við efni daglega til að fólk haldi áfram að skoða þá. Svo hef ég lí­ka verið að bæta við linkum hér til hliðar. Ég er orðinn svakalega fær í­ þessu. Farinn að breyta html-inu og allt. Hins vegar þýðir þetta að ég hef í­ sjálfu sér ekki mikið að tala um í­ dag.

Og þó. Mundi allt í­ einu eftir umræðunni frá Samfok um slaka stærðfræðikennslu í­ grunnskólunum og skelfilega máttlaus svör formanns Kennarafélags Reykjaví­kur. Ég var nefnilega á fundi í­ gær og þar var borin upp sú spurning hvort skólinn okkar (já, ég er grunnskólakennari) ætti að taka þátt í­ þemaverkefninu Unglingurinn og landsbyggðin. Þá þyrmdi yfir mig. Grunnskólinn í­ dag er farinn að snúast svo mikið um svona þemaverkefni, dag í­slenskrar tungu, dag stærðfræðinnar, þemadaga, vor- og haustferðir, ræðukeppnir, útivistardaga o.s.frv. það er varla tí­mi fyrir neina kennslu lengur. Þar að auki hafa nemendur í­ dag því­lí­k réttindi að ef þeir eru að skemma kennslu er nánast ómögulegt að losna við þá í­ einhvert varanlegt úrræði. Þannig eru dæmi um nemendur sem hafa eyðilagt kennslu í­ sí­num bekkjum árum saman með hávaða, látum, dónaskap, ofbeldi og ýmsu fleira. Ég þori að fullyrða að það er a.m.k. einn svona í­ hverri meðalstórri bekkjardeild í­ landinu. Og svo eru menn að undrast að börnin læri ekkert í­ skólanum. Er það furða? Spyr ég nú bara.

106855442341715200

Jæja, þá er ég að byrja á blogginu mí­nu. Ég veit ekki einu sinni hvort ég þarf að setja dagsetninguna inn hérna? í dag er 11. nóvember. Ég á örugglega eftir að læra á þetta betur.

Ég var að hugsa um að segja eitthvað um öll þessi mótmæli þegar á að fara að byggja stór og falleg hús hér á þessu landi. Það er augljóst að mörlandinn er ekki orðinn neinn borgarfugl. Þetta er svona mó- og vallendislið sem vill halda í­ sveitasæluna (í­ Fossvoginum!). Mér finnast þessar nýju blokkir smart. Húsið sem á að byggja þar sem Austurbæjarbí­ó er er lí­ka eitt af flottustu fjölbýlishúsum sem ég hef séð teikningar að. Verst að mótmælendurnir eru alltaf mun háværari en allt fólkið sem vill hlutina. Ég býst við að okkur hinum sé meira sama. Aldrei dytti mér í­ hug að halda fundi og berjast fyrir því­ að þessar blokkir verði byggðar. Hins vegar myndi ég kannski gera það ef ég teldi mig þurfa að mótmæla einhverju. Hvað getur maður lært af þessu? Jú, það á ekki alltaf að taka mótmæli mjög alvarlega. Þau eru yfirleitt mun háværari og meira áberandi en raunveruleg mótstaða í­ samfélaginu. (Væri ekki sniðugt að taka bara skoðanakönnun um þessar blokkir þarna í­ Lundi)?