Grillveisla í­ rigningunni

bbq1Það hafa svo margir skrifað um ICESAVE-samninginn, dómstólaleiðina og afleiðingarnar af þessu, sem þekkja mun betur til mála en ég. Mí­n afstaða er sú að samningurinn sem nú liggur fyrir er lí­klega illskáskti kosturinn í­ stöðunni. Það sem ég skil ekki er hversvegna ekki er hægt að ganga að eignum þeirra sem bera ábyrgð á þessu klúðri og gera þær upptækar. Þá á ég við allar persónulegar eigur, hlutabréf, verðbréf, fasteignir o.s.frv. Ég er nokkuð viss um að með því­ mætti fá nokkra milljarða upp í­ skuldina. Svo er það sakamál til framtí­ðar að dæma viðkomandi í­ skuldafangelsi fyrir afgangnum. Mér sýnist að jafnvel þó þeir fengju bara mánuð í­ fangelsi fyrir hverjar 100 milljónir sem vantar upp á þá gætu þeir endað í­ fangelsi í­ nokkrar aldir.

bbq2Hins vegar fór ég í­ grillveislu á Végeirsstaði í­ gær. Var reyndar að hugsa um að sleppa því­ í­ ljósi þess að það var mí­gandi rigning. Sé samt ekki eftir því­ að hafa drifið mig, því­ maturinn var frábær og félagsskapurinn yndislegur. Það er mjög fallegt á Vékeirsstöðum.
Eftir grillveisluna litum við svo ásamt tengdaforeldrunum í­ heimsókn í­ sumarbústaðinn til Gunnu, föðursystur Gullu, og fengum þar kaffi, æðibita og eplaköku í­ desert. Alveg frábært kvöld bara. Notalegt og huggulegt.

Að missa trúverðugleika

Ég er ekki viss um að útrásarví­kingar, ákveðnir stjórnmálamenn, fyrrverandi stjórnendur banka, talsmenn skilanefnda, ákveðnir flokksdindlar o.s.frv. hafi áttað sig á því­ að þeir hafa misst þann trúverðugleika sem þeir þó höfðu.
Að öðlast aftur trúverðugleika sem þú hefur misst er mjög erfitt. Það hjálpar ekki til að halda áfram að draga í­ og úr, segja hálfsannleika og senda út tilkynningar sem augljóslega eru skrifaðar af almannatenglum. Raunar ættu allir almannatenglar að vita að til að öðlast trúverðugleikann aftur þarf að viðurkenna allt sem úrskeiðis fór og rangt var gert og svara svo sannleikanum samkvæmt, sýna raunverulega iðrun og jafnvel leggja eitthvað af mörkum umfram lágmarks lagalega skyldu til að draga úr alvarlegum afleiðingum gjörða þinna.
Þangað til það er gert mun enginn trúa þér eða taka mark á þér, hvort sem þú ert pólití­skur álitsgjafi bundinn á þröngan bás einkahagsmuna ákveðinnar flokksklí­ku, spilltur embættismaður í­ vina- og fjölskylduklí­ku eða bara gráðugt og siðlaust sérhagsmunaflón sem kallar sig óbreyttan hluthafa.

Prófaflokkun

Það eina sem ég á eftir að gera í­ vinnunni áður en ég fer í­ sumarfrí­ er að taka aðeins til í­ prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því­ þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í­ kassa og þ.a.l. er sí­ðasta ár allt í­ belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra daga í­ að flokka þetta og raða í­ kassa ef ske kynni að einhver færi fram á það að fá að sjá gamalt próf. Það hefur reyndar gerst tvisvar frá því­ ég byrjaði og í­ bæði skipti tókst mér að finna viðkomandi próf en fylltist ákveðnum kví­ða yfir að þurfa að fara þarna inn og leita í­ bunkunum.

Nýtt útlit – sama röflið

Þá er komið nýtt útlit á Hugstraumana, en innihaldið á lí­klega ekki eftir að breytast mikið. Ég bjó til nýja undirsí­ðu sem heitir: Gjafahugmyndir (stal hugmyndinni frá Óla Gneista), en þangað geta þeir kí­kt sem finnst þeim bera skylda til að gefa mér jóla- eða afmælisgjafir. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga í­ sumar en ég hef verið sí­ðustu u.þ.b. tvö ár. Finnst það skylda mí­n að halda uppi heiðri bloggsins í­ nýrri Facebook, Myspace, Twitter veröld.

Topp tí­u ótrúverðugustu stjórnmálamennirnir

Eftir að ég sagði skilið við Samfylkinguna hef ég smám saman fyllst meiri og meiri andúð á þeim flokki og þeim flokksdindlum sem hann skipa og fylgja. í raun er svo komið að hann fer að nálgast Sjálfstæðisflokkunn á andúðarkvarðanum hjá mér. Röð stjórnmálaflokkanna í­ mí­num huga, frá hinum viðurstyggilegasta til þess illskásta er því­ í­ mí­num huga núna svona:
-Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsóknarflokkur, Vinstri-grænir-
Allir eru þeir þó slæmir og aldrei held ég að ég eigi eftir að kjósa nokkurn þeirra. Þessi frelsun, að vera laus af klafa flokkapólití­kur hefur einnig opnað augu mí­n fyrir eðli ákveðinna stjórnmálamanna sem ég taldi vera bara nokkuð í­ lagi áður en sé nú að eru hinir verstu skúrkar. Því­ vil ég setja hér fram lista yfir topp tí­u ótraustverðugustu stjórnmálamennina (Daví­ð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir væru í­ sæti 1 og 2 ef þau væru enn að störfum og Geir Haarde í­ 3):
1. Ólafur Ragnar Grí­msson
2. Gunnar Birgisson
3. Þorgerður Katrí­n Gunnarsdóttir
4. Birgir írmannsson
5. írni Johnsen
6. Guðlaugur Þór Þórðarson
7. Illugi Gunnarsson
8. Kristján Möller
9. Jón Bjarnason
10. Siv Friðleifsdóttir

Pollagallinn

ímyndið ykkur poll sem vaknar einn morgun (ég veit að þeir eru ekki vanir því­ en gefið mér smá svigrúm, ég skrifa ví­sindaskáldsögur) og hugsar með sér: þetta er áhugaverður heimur sem ég er hluti af. íhugaverð hola sem ég er í­. Hún passar mér alveg fullkomlega, ekki satt? Passar mér reyndar svo vel að hún hlýtur að hafa verið sköpuð til að hafa mig í­ sér! Þetta er svo mögnuð hugmynd að á meðan sólin rí­s á himninum, dagurinn verður hlýrri og pollurinn minnkar smám saman, heldur hann enn örvæntingarfullt í­ þá von að allt verði í­ lagi. Því­ honum er ætlað að vera hluti af heiminum. Heimurinn var búinn til fyrir hann. Svo það kemur pollinum algerlega á óvart þegar hann gufar að lokum upp. Ég held að við þurfum að hafa varann á okkur varðandi þetta. – Douglas Adams

Fyrir þá sem ekki skildu lí­kinguna þá er þessi pollur myndhverfing fyrir mannkynið. Okkur hættir nefnilega til að halda að heimurinn hafi verið skapaður fyrir okkur. Hann hentar okkur jú svo ótrúlega vel…

Hér er andrúmsloft sem við getum andað að okkur, dýr og jurtir sem við getum nærst á, byggingarefni í­ hús, vatn að drekka og fuglasöngur og lækjarniður til að hlusta á. Já, þessi heimur passar mannskepnunni ví­st ótrúlega vel. Svo vel að hann hlýtur að hafa verið skapaður handa henni. Og hver myndi skapa svona fullkominn heim fyrir menn nema skapari sem væri mannlegur sjálfur. Og þannig skapaði maðurinn Guð/i í­ sinni eigin mynd. Hér er með öðrum orðum verið að rugla saman orsök og afleiðingu. Heimurinn passar manninum vegna þess að maðurinn ef afurð hans, rétt eins og holan passaði fyrir pollinn og bolir eru með ermar á réttum stöðum (Vá! Það mætti halda að ég hafi verið skapaður fyrir þennan bol. Hann er með tvær ermar og ég er með tvær hendur! Hálsmál þar sem ég er með háls og XXL alveg eins og ég!).

Að sama skapi skóp maðurinn Guð í­ sinni eigin mynd og gaf honum alla okkar kosti og galla. Við getum séð ákveðna þróun á siðgæðisvitund mannkyns og hugmyndum um rétt og rangt á muninum á Guði gamla- og nýja testamentisins. Það er þess vegna ekkert skrýtið að þessi Guð sé enn að breytast og hugmyndir nútí­ma trúmanna um hann eigi lí­tið skylt við guðshugmyndir manna árið tólf eða tólfhundruð. Maðurinn hefur breyst á þeim tí­ma og þar með í­mynd hans af Guði.

Það er ákaflega erfitt að sjá fyrir sér að ef einhver trúarbrögð yrðu til í­ hinum vestræna heimi í­ dag og næðu sí­ðar mikilli útbreiðslu að guðshugmynd þeirra fæli í­ sér þrælahald, kvennakúgun, fórnir, hernaðardýrkun og margt fleira sem finna má í­ eldri trúarbrögðum. Trúarbrögðin endurspegla nefnilega fyrst og fremst þá menningu sem þau eru sprottin úr, frekar en einhvern Guð (sem við vitum hvort sem er öll að er ekki til (a.m.k. svona innst inni þó við viljum ekki öll viðurkenna það)) sem er bara hugmynd og álí­ka raunverulegur og Piltdown maðurinn. Til að skilja samfélög er einmitt ákaflega gagnlegt að skoða trúarhugmyndir þeirra. Þá öðlast maður smá innsýn í­ hvað telst rétt og rangt í­ viðkomandi menningarheimi, hver eru normin og tabúin og á hvaða stigi þekkingin er.

Já þekkingin, því­ rétt eins og trúarhugmyndirnar endurspegla siðferðisstig manna þá koma þær upp um þekkingarleysi þeirra. Um leið og við finnum trúarlega skýringu á einhverju áttum við okkur á því­ að við erum komin út á svið sem þekkingin nær ekki yfir; Stjörnurnar eru göt á himnafestingunni, Atlas ber himininn á herðum sér, Guð skapaði manninn í­ sinni eigin mynd, heimurinn var búinn til úr risa.

Allt trúarlegar skýringar sem við vitum í­ dag að eru ekki réttar, en samt er enn til fólk sem ber höfðinu við steininn og stendur fastar á því­ en fótunum að trúarbrögð séu nauðsynleg einmitt til að útskýra það sem þekking okkar nær ekki yfir. Þar sem ví­sindin enda taka trúarbrögðin við og útskýra dauðann, sálina, draugagang, chi, prana, nirvana o.s.frv. Það virðist vera mjög erfitt að viðurkenna að sumt einfaldlega vitum við ekki og munum e.t.v. aldrei vita.

Það er nefnilega eitt með trúarlegu útskýringarnar sem vert er að hafa í­ huga, fyrir utan að vera oft á tí­ðum skáldlegar og fallegar eiga þær það nefnilega sameiginlegt að vera rangar. Það er ekki ólí­klegt að það eigi lí­ka við um þær skýringar sem eru í­ gangi í­ dag rétt eins og hugmyndir manna fyrri alda um þrumuguði, meyfæðingar og talandi snáka og runna.

Hvað er svona hræðilegt við það að standa frammi fyrir heiminum og viðurkenna að við vitum ekki allt um hann? Að það sé enn svo margt að uppgötva og kanna? Að e.t.v. sé ýmislegt sem við eigum aldrei eftir að skilja?

Hvers vegna þarf að styðjast við hækju trúarinnar í­ staðinn fyrir að feisa heiminn eins og hann er? Hvers vegna finnst sumum betra að trúa því­ að holan hafi verið sköpuð fyrir þá og neita sjálfum sér um að uppgötva hringrás vatnsins?

Sem betur fer hefur alltaf verið til fólk sem hefur neitað að kokgleypa trúarlegu útskýringarnar og haldið yfir fjallið til að athuga hvað væri í­ næsta dal, haldið út á hafið til að komast að því­ hvað væri handan þess, frekar en að trúa því­ að þar væru drekar eða endimörk heimsins. Fljótlega kemur lí­klega (vonandi) sá tí­mi að við áttum okkur á því­ að trúarbrögðin sem við styðjumst við núna passa ekki lengur við menningu okkar, siðferðis- og þekkingarstig, hugmyndir okkar um rétt og rangt, eins og táningsstúlka sem áttar sig á því­ að Hannah Montana plakötin og leikfangabangsarnir eru ekki alveg að gera sig.

Þá vaknar spurningin um hvað muni taka við. Ný trúarbrögð með nýja guðshugmynd sem endurspeglar nútí­mamanninn betur en þau gömlu og nýjar útskýringar á undrum alheimsins, undir sömu sökina seldar og þær gömlu (þ.e. að vera rangar) eða jafnvel (á maður að þora að vona?) átta menn sig á að trúarbrögðin eru ónauðsynleg, eins og hjálpardekk í­ Tour de France og í­ stað gömlu trúarbragðanna taka menn upp … EKKERT!

Borgarahreyfingin

Ég var mjög spenntur fyrir framboði Borgarahreyfingarinnar enda búinn að fá mig fullsaddan á flokkakerfinu hér á landi eins og komið hefur fram á þessu bloggi áður. Svo mikinn áhuga hafði ég að ég setti mig í­ samband við forsvarsmenn hreyfingarinnar og spurði hvernig ég gæti orðið að liði. Nú er ég búsettur á Akureyri og tilheyri því­ Norðausturkjördæmi. Til að hægt sé að bjóða fram í­ öllum kjördæmum þarf að safna undirskriftum fólks með kosningarétt sem á lögheimili í­ viðkomandi kjördæmi svo hreyfingin fái að bjóða fram. Ég bauðst sem sagt til að taka þátt í­ því­ að safna þessum undirskriftum fyrir Norðausturkjördæmi.
Ég vil biðja alla um að kynna sér stefnuskrá Borgaraheyfingarinnar sem er að finna á heimasí­ðunni borgaraheyfingin.is og ef þið eruð sammála að ljá okkur stuðning. Þeir sem eru búsettir í­ Norðausturkjördæmi mega gjarnan hafa samband við mig (ég er í­ sí­maskránni) og ef viðkomandi er búsettur á Akureyri mun ég koma með listann til að safna undirskriftum.
í raun var þetta mjög einföld ákvörðun fyrir mig. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk og alls ekki Samfylkinguna sem ég sagði mig úr fyrir nokkrum mánuðum. Eini flokkurinn á landinu sem nýtur einhvers trausts af minni hálfu er VG en ég er bara ósammála þeim í­ grundvallaratriðum og get því­ ekki gengið til liðs við þá. L-listinn dæmir sig sjálfur og Frjálslyndir sömuleiðis.
ífram Borgarahreyfingin!

Tí­mamót

Þegar rí­kisstjórn Sjálftökuflokks og Samspillingar fór frá gladdist ég yfir því­ að vera loks laus undan 18 ára valdatí­ma Flokksins. Ekki það að ég hafi miklar væntingar til núverandi stjórnar og óttast raunar að Flokkurinn komist aftur til valda eftir næstu kosningar, en ég gladdist yfir því­ að vera laus við þá þó ekki væri nema um stundar sakir. Nú er Daví­ð horfinn af svörtuloftum og í­ fyrsta sinn frá því­ að hann tók við sem borgarstjóri í­ Reykjaví­k gegnir hann ekki áhrifastöðu í­ samfélaginu, a.m.k. þangað til hann verður ráðinn ritstjóri Moggans.
Mig minnir að hann hafi orðið borgarstjóri 1979. Þá var ég átta ára, þannig að alla mí­na meðvituðu ævi hefur Daví­ð Oddsson verið meðal valdamanna á Íslandi. Það er bæði undarleg og góð tilfinning að vera laus undan því­. Þó segja megi að ritstjórastaða Moggans sé að einhverju marki valdastaða þá hefur vægi hennar minnkað töluvert sí­ðustu ár og hverfur væntanlega alveg í­ framtí­ðinni, sérstaklega ef Daví­ð tekur við.
Ég vil lí­ka taka það fram að mér finnst kerskni Kolbrúnar Halldórsdóttur á Facebook fyndin og þætti undarlegt annað en að Höskuldi finnist það lí­ka. Hann getur lí­ka svarað fyrir sig og sagt að hún hafi kolbrúnan húmor.

Um flokksdindla

Nú keppast flokksdindlar Samfylkingarinnar við að lýsa því­ yfir hve sterk staða Ingibjargar Sólrúnar sé í­ flokknum. Sömu flokksdindlar hafa margir hverjir lýst yfir framboði í­ vor. Þetta er hlálegt á meðan sömu dindlar skamma Sjálstæðisflokkinn sem mest fyrir varðstöðuna um Daví­ð. Hins vegar hafa þeir lí­klega rétt fyrir sér því­ þeir sem eru búnir að átta sig á hinu rétta andliti ISG eru flestir búnir að segja sig úr flokknum. Þó svo að það væri mikil gæfa fyrir Samfylkinguna ef ISG ákveður að hætta í­ stjórnmálum þá er ég ekki viss um að Jón Baldvin Hannibalsson væri rétti maðurinn til að taka við af henni. Hann má samt eiga það að hann er skömminni skárri en aðrir sem koma til greina, þ.á.m. Össur og Jóhanna.
Megi samt Samfylkinging tortí­ma sér í­ innanflokkságreiningi ásamt Sjálfstæðisflokknum!
Btw. Hefur eitthvað meira heyrst af fyrirhuguðu framboði grasrótarsamtaka?