Utan þjónustusvæðis

Sí­ðasta kennsluvika ársins að hefjast og meira en nóg að gera í­ verkefnaskilum. Tvö verkefni fyrir fimmtudaginn og annað sem ég þyrfti að skila sem fyrst. Auðvitað átti maður að vera búinn að þessu fyrir löngu en stundum eyðir maður tí­manum í­ annað en skynsamlegt þykir. Mitt allra sí­ðasta próf í­ BA náminu er sí­ðan 13. desember (þ.e.a.s. ef ég tek ekki upp á því­ að falla). Eftir áramót þarf ég sí­ðan bara að skrifa þrjár ritgerðir. En jólafrí­ið byrjar snemma, langt sí­ðan ég eyddi ekki afmælisdeginum í­ lærdóm.

One reply on “Utan þjónustusvæðis”

  1. Vá, ekki amalegt að vera komin í­ jólafrí­ 13. desember. Treysti því­ að þú verðir búinn að baka margar tegundir af smákökum og þrí­fa húsið hátt og lágt fyrir litlu jól Þjóðbrókar 😉 Gangi þér vel í­ törninni sem er framundan.

Comments are closed.