Takk fyrir mig

Þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar og pakkana sem mér bárust í­ gær. Nú þarf ég að fara að búa til kleinuhringi í­ nýja kleinuhringjajárninu mí­nu og viða að mér fánýtum fróðleik. Vissuð þið til dæmis að ljónið í­ upphafi MGM-kvikmyndanna hét Volney og bjó í­ dýragarði í­ Memphis?

íslenskt samfélag í­ sókn í­ 90 ár

Framsóknarflokkurinn er 90 ára í­ dag. Þann 16. desember 1916 runnu Bændaflokkurinn, Óháðir bændur, nokkrir óháðir þingmenn og félagar í­ Alþýðuflokknum saman í­ nýjan stjórnmálaflokk. Alla tí­ð sí­ðan hefur flokkurinn verið framfaraafl í­ í­slensku samfélagi og hafa flokksmenn beitt sér fyrir umbótum á öllum sviðum þess. Eins og krí­an fljúgandi hefur flokkurinn góða yfirsýn yfir …

Maí­stjarnan

En í­ kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skí­n maí­sól. Það er maí­sólin hans. Það er maí­sólin okkar, okkar einingarbands. Fyrir þér ber ég fána þessa framtí­ðarlands Skólinn hefur eyðilagt hugtakið þjóð fyrir mér eins og öðrum. Hef sætt mig við að hugtakið hafi verið búið til á tí­mum upplýsingarinnar. í framhaldinu …

Steinn úr hjarta mí­nu

Ahh, búinn í­ prófum. Ekki bara einu prófi heldur þarf ég lí­klega ekki að taka fleiri próf við Hí (í­ bili allavega). Vegna anna hef ég ekki komist í­ að ganga frá uppkasti að BA ritgerðinni til Valdimars. Það er næst á dagskrá. Vonandi verð ég kominn með allt henni tengt á hreint fyrir áramót.

Gamlárspartý

Stundum vill maður geta einbeitt sér. Stundum vill maður ekki að einhvað éti upp þá litlu einbeitingu sem til er. Stundum vill maður bara ekki fá ákveðin lög á heilann. „Komdu með mér í­ gamlárspartý“ glymur í­ hausnum á mér þessa dagana. Eitthvað smá krí­pí­ við textann en grí­pandi lag engu að sí­ður.

í skilum

Það hefur gengið illa að tengjast netinu sí­ðustu daga en netleysið nýtti ég hins vegar til skynsamlegra hluta og kláraði sí­ðustu ritgerðina að mestu. Hún er núna á leið í­ yfirlestur. Næst á dagskrá er próf þann þrettánda.

Dagurinn í­ dag

íratuga hefð er fyrir því­ að stúdentar haldi 1. desember hátí­ðlegan og leggi blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Fyrir flesta aðra er dagurinn eins og hver annar vinnudagur. Þegar ég var lí­till var gefið frí­ í­ skólanum. Ekkert svoleiðis á 21. öldinni. Það er miður. í dag var sem sagt hátí­ðarmálþing á vegum Stúdentaráðs, fulltrúar …