Föstudagurinn þrettándi og laugardagurinn fjórtándi

Ég lenti í­ mí­nu óhappi í­ dag þegar pústið datt undan bí­lnum í­ Breiðholtinu í­ hádeginu. Það er sem betur fer komið í­ lag. Þar sem ég er búinn með óhappakvótann minn ætti að vera óhætt fyrir mig að fara til Grindaví­kur í­ kvöld. Það ætti lí­ka að vera alveg óhætt fyrir ykkur að kí­kja …

Að gefnu tilefni

Því­ miður virðist gæta þess misskilnings innan meirihluta Stúdentaráðs að Röskva og Stúdentaráð sé einn og sami hluturinn. Svo er ekki. Því­ miður virðist gæta þess misskilnings meðal margra stúdenta að Röskva og ungliðahreyfing Samfylkiningarinnar sé einn og sami hluturinn. Svo er ví­st ekki. Tengslin eru hins vegar orðin það sterk að erfitt getur verið …

Hrós?

Moggablogginu var í­ gær hrósað í­ mí­n eyru á þann hátt að það hefði tekið við af Málefnunum. Þeim sem var að reyna sannfæra mig um kosti moggabloggsins með þessum rökum tókst það ekki. Ámoggablogginu má finna margt gott en inn á milli eru labbakútar í­ kommentakerfunum sem mér finnst frekar eiga heima á málefnunum.

Höldum áfram!

4 konur og 3 karlar kynntu í­ dag stefnu Framsóknar fyrir komandi þingkosningar. Ég bendi sérstaklega á kynjahlutföllin þar sem enginn annar flokkur getur státað af jöfnum hlut karla og kvenna í­ forystusveit sinni. Af fjölmörgum punktum í­ stefnunni dreg ég þessa fram. ífram verði tryggt jafnrétti til náms. Hluta námslána verði breytt í­ styrk. …

Sá yðar er syndlaus er…

Var að byrja á páskaegginu mí­nu núna enda ekki seinna vænna. Málshátturinn ef málshátt má kalla var á þessa leið: „Með tí­manum sér maður eftir öllum syndunum sem maður gerði og heilmiklu sem maður gerði ekki“. Burt séð frá merkingunni velti ég því­ fyrir mér hvort þetta sé góð í­slenska. Gerir maður syndir? Þetta minnir …

Skápabauni?

Eins og fleiri þurfti ég að athuga hversu mikla möguleika ég ætti á dönskum rí­kisborgararétti og svaraði þessu krossaprófi á vef Jyllands-Posten. 22% dana á aldrinum 18-25 ára falla á prófinu sem lagt er fyrir innflytjendur ætli þeir að sækja um danskan rí­kisborgararétt. Til þess að standast prófið þarf maður að svara 28 spurningum rétt. …

Meðmæli

Killer Joe er í­ er fáum orðum óhefðbundið, ferskt, fyndið og viðbjóðslegt leikrit, bannað börnum. Unnur í–sp er frábær sem og Þröstur Leó og Björn Thors. Ég mæli með því­.

Orð

Orð stjórnanda Óperukórsins á forsí­ðu Fréttablaðsins í­ morgun vöktu athygli mí­na. Þar kemur fram að hann vissi vel af því­ að kórinn hafi fengið styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2004. Styrkinn fékk hann gegn því­ kórinn myndi syngja á nokkrum öldrunarstofnunum. í Fréttablaðinu 17. mars segir stjórnandinn hins vegar „Við vissum ekki að styrkurinn kæmi …

Tí­maskekkja

Það er áhugavert að kynna sér stefnu íslandshreyfingarinnar. Sérstaka athygli mí­na vekur krafan um stóraukið aðhald í­ rí­kisfjármálum sem hefur verið mjög vel rekinn sí­ðustu ár. Kröfunni fylgir sí­ðan loforðasúpa sem gerir lí­tið úr aðhaldinu. Ég skal reyndar kvitta upp á eitthvað sem þar kemur fram eins og gamalt stefnumál Framsóknar um að ráðherrar gegni …