Miðað við skoðanakannanir síðustu daga ættu niðurstöður kosninganna kannski ekki að koma á óvart. íšrslitin gífurlegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn og ríkisstjórnina og skilaboðin gætu varla verið skýrari. Við tekur stjórnarandstaða í fjögur ár. Þrátt fyrir að kannanir bentu til þess að 40% kjósenda vildu flokkinn í ríkisstjórn fékk hann aðeins tæp 12% atkvæða. Reyndar vantaði […]
Monthly Archives: maí 2007
Þráhyggja örþjóðar með stórmennskubrjálæði
í Norður Atlantshafi má finna 300 þúsund manna þjóð með eurovisionþráhyggju á háu stigi. Þjóðin hefur reynt allt en aldrei unnið. Þjóðin veltir því mikið fyrir sér hvers vegna aðrar þjóðir skilja ekki að nú sé kominn tími fyrir hana að vinna keppnina. Nýjasta skýringin er sú að til sé Austantjaldsmafían sem sér um sína […]
Eurovisionjátningar
Vitneskja mín um Eurovision í ár er ekki mikil. Ég veit að Eiríkur Hauksson syngur fyrir ísland og einhver dragdrottning syngur danska lagið. Meira veit ég ekki fyrir utan það að ég veit að ég verð í Eurovisionpartýi ársins í kvöld. íhugasömum er velkomið að slást í hópinn.
Enn ein könnunin
Reyndar ekki frá Gallup eða Fréttablaðinu heldur könnun sem ég ákvað að taka sjálfur. Rakst á þennan tengil á vefflakki. Hér er á ferðinni ágætis kosningapróf sem gaf mér þessar niðurstöður. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk 43,75% Stuðningur við Framsóknarflokk 80% Stuðningur við Samfylkinguna 62,5% Stuðningur við Vinstri-Græna 37,5% Stuðningur við Frjálslynda flokkinn 18% Stuðningur við íslandshreyfinguna […]
Auglýsingar
í fyrsta lagi auglýsi ég fjölskylduhátíð milli 15 og 17 og tónleika milli 19 og 21 á Laugaveginum á morgun. Ókeypis inn og öllum boðið. í öðru lagi auglýsi ég eftir útiskilti sem stolið var af kosningaskrifstofunni okkar á Laugaveginum í gær. Stórt skilti sem erfitt hefur verið að fjarlægja. í þriðja lagi auglýsi ég […]
Einn í liði
Fyrrverandi íslenskukennari minn á Skaganum hafði það víst fyrir sið á morgnanna að lesa yfir Moggann í leit að málfars- og stafsetningarvillum áður en kennsla hófst. Þegar aðrir kennarar mættu var blaðið útkrotað með rauðum penna. Nú vona ég að ég sé ekki að verða þannig en af hverju talar Fréttablaðið um átta liða úrslit […]
Bláir staksteinar
Staksteinar Morgunblaðsins gera í morgun tilraun til þess að sparka í heilbrigðisráðherra og frammistöðu Framsóknarflokksins í ráðuneytinu. Ég skil þeirra stöðu ágætlega. Ef ég væri Sjálfstæðismaður vildi ég alls ekki nota OECD sem mælikvarða á t.d. árangur flokksins í menntamálaráðuneytinu þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. í heilbrigðismálum erum við í fremstu röð í heiminum […]