Þeir sem biðu spenntir eftir nýjum Smáralindarbæklingi hafa örugglega orðið fyrir vonbrigðum þegar hann kom út. Engin meint klámmynd á forsíðunni, bara stelpa í bikiní.
Monthly Archives: júní 2007
19. aldar menn í leit að sannleikanum
Það var sérstakur þáttur á RíšV í gær um leit manna að sönnunum fyrir því að eitthvað væri að marka það sem kæmi fram í hinum fornu grísku goðsögum. í leit að vegsummerkjum sögupersóna Illionskviðu gróf Heinrich Schliemann í Tyrklandi. Hann fann Tróju. Það sannar samt ekki að það sem stendur í Illionskviðu sé sannleikur. Sagan …
„Hættu að væla! Ég þarf að æla“
Ef ég ætti að semja texta við sjómannalag væri hann annað hvort um kröftuga íslenska karla sem eiga kærustu í hverri höfn eða konuna sem bíður heima á meðan karlinn sækir sjóinn við erfiðar aðstæður. Þannig finnst mér textarnir við týpísk sjómannalög vera. Sjómannalagið í ár fjallar hins vegar ekki um karlmennsku og kvennafar. Sonur …
Bónorð Bjarna
Bjarni Harðar upplýsir í reglulegum pistli sínum í Blaðinu í dag að hann hafi haft fullt umboð forystu Framsóknar þegar hann bauð vinstri flokkunum í stjórnarmyndunarviðræður í Silfri Egils 13. maí sl. Ég held að þetta hafi ekki komið fram opinberlega áður. Þegar ég horfði aftur á þáttinn áðan með orð Bjarna í huga tók …
Til hamingju með daginn
Ég óska starfsfólki á börum og veitingahúsum til hamingju með að klukkan skuli vera orðin miðnætti. Loksins fáið þið að vinna við sömu aðstæður og við hin, án tóbaksreyks.