Húsnæðismál, vegagerð og ljósastaurar

Ungt framsóknarfólk hefur miklar áhyggjur af þeirri alvarlegu stöðu sem nú er komin upp á fasteignamarkaði og samþykkti svohljóðandi ályktun á þriðjudaginn.

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu mála á húsnæðismarkaði.

Verðmyndun á markaðnum sem og aðstæður á lánamarkaði gera það nú að verkum að ungu fólki er nánast ómögulegt að eignast sí­na fyrstu í­búð. Þá er leigumarkaðurinn ekki valkostur til lengri tí­ma enda leiguverð á í­búðarhúsnæði nú einnig í­ sögulegu hámarki.

Ungt fólk krefst raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda, enda ekki boðlegt að einu viðbrögð forsætisráðherra þjóðarinnar, séu að segja fólki að kaupa sér ekki húsnæði. Þörf fólks fyrir húsnæði hverfur ekki þó forsætisráðherra kunni að óska sér þess.

Stjórnvöld verða að stemma stigu við villtum dansi bankanna á markaðnum og standa vörð um íbúðalánasjóð sem tryggir aðgang allra landsmanna að ódýru lánsfé, óháð búsetu.

Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fór sí­ðan fram í­ fyrrakvöld og lét ég þar af formennsku í­ félaginu sem ég tók við fyrir tveimur árum. Heiðar Lind tók við formennskunni og er ég þess fullviss að hann standi sig vel. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun.

Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu vill minna meirihluta sveitastjórnar Borgarbyggðar á að kjörtí­mabil hans er senn hálfnað og auglýsir eftir efndum á kosningaloforðum flokkanna sem að honum standa. Sjálfstæðisflokkur og Borgarlistinn sem starfa saman í­ meirihluta lofuðu t.d. stórauknu fjármagni í­ umhverfis- og vegamál fyrir sí­ðustu kosningar en lí­tið virðist hafa gerst í­ þeim málum. Nauðsynlegt er að ráðast í­ stórfellt átak í­ gerð göngustí­ga, lagfæringu gatna í­ þéttbýli og knýja fram aukið fjármagn til viðhalds á tengi- og safnvegum í­ dreifbýli.

Þá fagnar fundurinn þeirri ákvörðun sveitastjórnar að styðja tillögu sveitastjórnarfulltrúa Framsóknarflokksins og taka til endurskoðunar reglur um lýsingu utan þéttbýlis.