Tuttuguogfimmfaldur verðmunur

Samtök verslunar og þjónustu sendu frá sér tilkynningu í­ sí­ðustu viku þar sem kom fram að lyfjaverð á íslandi væri ódýrara en í­ Danmörku og Sví­þjóð. Af því­ tilefni datt mér í­ hug að setja hér inn smá sögu. Ég lenti nefnilega í­ því­ í­ sí­ðustu viku að þurfa fara til læknis og í­ kjölfarið þurfti ég láta reyna á lyfjamarkaðinn hér. Svei mér þá, þær tröllasögur sem ég hafði heyrt um ódýrara lyfjaverð hér virðast bara vera sannar. Ég fékk uppáskrifað lyf sem kostar á íslandi um 3500 krónur og þá eru 28 töflur í­ boxinu. Lyfið í­ Danmörku fékk ég í­ 100 töflu boxi og kostaði það mig 31 danska krónu sem miðað við hátt gengi eins og ég bý við í­ dag eru um 500 í­slenskar krónur. Til þess að einfalda dæmið þá kostar taflan á íslandi 125 krónur á meðan hún er á 5 krónur í­ Danmörku. Verðmunurinn er tuttuguogfimmfaldur og þykir mér það svakalegt.

Þó mörg skref hafi verið stigin á sí­ðustu árum til þess að lækka lyfjaverð þarf að gera enn betur. Birkir félagi minn Jónsson hefur m.a. beitt sér fyrir því­ að lækka virðisaukaskatt af lyfjum niður í­ 7%. Vonandi tekst honum að hafa einhver áhrif á stefnu stjórnarflokkanna og ná þessu brýna máli í­ gegn.

4 replies on “Tuttuguogfimmfaldur verðmunur”

  1. Ég á eina svona lygasögu um lyfjaverð í­ Danmörku lí­ka. Ég bauðst til að kaupa lyf fyrir vinafólk þegar ég skrapp til Köben núna í­ janúar sl. því­ lyfin sem umræðir kostuðu um 30þús fyrir 3ja mán. skammt á íslandi. Fyrir samheitalyf úti í­ Köben borgaði ég skitnar 51 ddk og þá var gengi krónunnar nú bara tæpar 12, sem gerir þetta um 600 kr. fyrir jafnstóran skammt og hérna heima. En ég get lí­ka tekið það fram að þau áttu ákkurat þetta sama lyf til á mjög svipuðu verði, munurinn var að þarna var samheitalyf í­ boði sem var margfalt ódýrara.
    En mér reiknast lauslega til að verð á lyfinu á íslandi sé um 300 kr per tafla en aðeins 6 kr í­ Danmörku.

  2. Þetta er enn svakalegra dæmi sem þú kemur með. Kannski er rétt að ég taki það fram að í­slenska lyfið sem ég ber saman við danska lyfið er samheitalyf frá Actavis.

  3. Hmm… getur ekki verið að það sé mismunandi eftir lyfjum hversu mikill munurinn er, og hvort það sé einhver munur? Ég hef einu sinni þurft að fá uppáskrifað pensilí­n hér og þá var það töluvert ódýrara en sambærilegt lyf á íslandi (82 dkk fyrir 30 töflur m.v. eitthvað um 2000-2500 fyrir 20 töflur á íslandi)… Aftur eru hormónalyf á borð við getnaðarvarnir jafndýr, ef ekki dýrari núna með gengisbreytingunum, verkjalyf örlí­tið ódýrari en ekki mikið (35-40 dkk fyrir 30 töflur af 200 mg ibufen vs. 600-700 fyrir sama skammt á íslandi)… mér finnast lyf í­ Danmörku allavega ekkert brjálað mikið ódýrari en á íslandi, en er reyndar það heppin að flest lyf sem ég hef þurft að kaupa hér flokkast ví­st sem „lúksuslyf“, ekkert sem ræður úrslitum um lí­f og dauða, getur verið að það sé minna niðurgreitt 😎

Comments are closed.