Flokksræðið

í Reykjaví­k er fámennur hópur sem segist vera ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins. Ég dreg í­ efa að svo sé í­ raun og veru þar sem ekkert á heimasí­ðu Frjálslynda flokksins gefur það til kynna að þar sé starfandi ungliðahreyfing. Lí­klegast er þetta því­ einhver klúbbur einstaklinga sem gerir lí­tið annað en að vinna flokknum ógagn og …

1.170 störf óskast

Ég er nokkuð viss um að rí­kisstjórnarflokkarnir töluðu ekki um að fækka opinberum störfum úti á landi fyrir sí­ðustu þingkosningar. Þvert á móti lofuðu þeir að fjölga þeim. Eftir kosningar hlupu sí­ðan þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar um landsbyggðina eins og kálfar að vori og lofuðu öllu fögru í­ atvinnumálum hvar sem stigið var niður fæti. …

Rasmussen

Rasmussen er ní­unda algengasta eftirnafnið í­ Danmörku. Tveir sí­ðustu forsætisráðherrar Dana hafa heitið Rasmussen og er heil kynslóð danskra ungmenna sem þekkir ekki annað en að hafa Rasmussen við stjórnvölinn. Það ætti því­ ekki að koma á óvart að næsti forsætisráðherra skuli einnig heita Rasmussen.