íður en ég les fréttir af uppátækjum vörubílstjóra bý ég mig undir að reka augun í misgáfuleg blogg til stuðnings þeim eða á móti. Einn bloggari gengur öllu lengra í vitleysunni en aðrir. Það er bloggarinn sem ber saman viðbrögð lögreglunnar við aðgerðir kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Mikið vorkenni ég þeim einstakling. Hann gerir sér …
Monthly Archives: apríl 2008
í mynd
Egó okkar íslendinga þarf reglulega á vítamínsprautu að halda. Eitt besta vítamínið sem við fáum er þegar útlendingar segjast vera hrifnir af íslandi. Þannig voru fjölmiðlar duglegir í gær að greina frá því að ímynd íslands væri mjög jákvæð erlendis samkvæmt skýrslu nefndar um ímynd íslands. Þegar skýrslan er lesin kemur í ljós að ímyndin …
Hið heilaga brauð
Mér hafa verið falin mörg trúnaðarstörf um ævina. Um helgina var mér falið all sérstætt en um leið hversdagslegast verkefni. Ég var beðinn um að henda brauði. Forsaga þess er að einn meðleigjandi minn vill trúar sinnar vegna ekki henda brauði í ruslið þar sem um heilagan mat er að ræða. Brauð á alltaf að …
Blómstrandi þekkingarsamfélag
Ég geri ráð fyrir því að það ágætis fólk sem les Mosfelling reglulega hafi nú þegar lesið greinina sem hér fer á eftir. Þetta blogg er því fyrir hina, þá lesendur mína sem lifa á útnárum heimsins þar sem Mosfellingur er ekki lesinn á hverjum degi. – – – Það hefur ávalt verið eitt af …
Einkaþotan = ársútblástur 10 fólksbíla
Mikið óskaplega þykir mér það leiðinlegt að komast ekki á þennan skóla í Reykjavík núna á laugardaginn. Ég hefði líka alveg verið til í að skreppa norður á Akureyri sama dag og sitja þennan skóla. En þar sem ég er ekki ráðherra á úber súber mengandi einkaþotu verð ég víst á láta mér það nægja …
Framsóknarflokkurinn fluttur?
Eftir að hafa séð sjónvarpsfréttir RÚV í gær geri ég mér grein fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík hefur eitthvað mikið út á Framsóknarflokkinn að setja. Eitthvað segi ég þar sem hann var frekar óskýr. Honum finnst kannski hús Framsóknarflokksins við Hverfisgötu lítil prýði en á vef RÚV segir að húsið standi autt núna og …
Bensínverð og Grænland
Ég hef ekki tekið eftir marghöfða dýrum eða ódýru bensíni í nágrenni við mig í morgun. í raun er bensínið á næsta horni dýrara en á íslandi. Flestir virðast skilja að um takmarkaða auðlind er að ræða og hugsa sig um í hvað orkan er notuð. Þá eru umhverfisvænni fararkostir eru í boði. Annars tilkynntu …