Maður fólksins

í dag er áttræður Steingrí­mur Hermannsson fv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Steingrí­mur er einhver merkasti stjórnmálamaður 20. aldar á íslandi að mí­nu mati. Hann er alinn upp í­ ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og kynntist því­ ungur í­ gegn um föður sinn hvernig starfi stjórnmálamanns var háttað. Sjálfur ætlaði hann ekki að feta þá leið en 34 ára var hann kjörinn formaður Félags ungra framsóknarmanna í­ Reykjaví­k og gegndi því­ embætti í­ tvö ár. Hann er sá eini sem ég veit til að hafi fengið undanþágu til þess að vera formlega ungur framsóknarmaður til 36 ára aldurs.

Steingrí­mur tók við formennsku í­ Framsóknarflokknum árið 1979 eftir erfiðar kosningar en leiðir flokkinn til mikilla sigra. Hann naut ávalt mikillar hylli hvort tveggja á meðal samherja og andstæðinga enda hefur hann haft það orðspor á sér að vera maður sátta og samvinnu. Alþýðleg framkoma hans gerði hann að manni fólksins.

Ég var ekki nema10 ára þegar Steingrí­mur lætur af formennsku í­ flokknum og Halldór ísgrí­msson tók við. Á þessum 10 árum hafði Steingrí­mur þó heilmikil áhrif á minn stjórnmálaáhuga í­ gegn um foreldra mí­na en ekki sí­st ömmu mí­na á Bjargi. Hún var ein af þeim sem ávalt hélt mikið upp á Steingrí­m og var t.d. grænn álfur sem hékk upp á vegg í­ í­búðinni hennar nefndur Denni í­ höfuðið á honum. Ég get lí­ka sagt frá því­ að í­ viðurkenningarskyni fyrir störf að félagsmálum að loknum 10. bekk fékk ég annað bindið í­ ævisögu hans. Steingrí­mur er einmitt maður sem við sem störfum að félagsmálum ættum að lí­ta til og taka til fyrirmyndar.

Ég mæli í­ framhaldinu með kveðju SUF til Steingrí­ms og málþingi honum til heiðurs seinna í­ dag.