Ekki fyrir hjólastóla eða barnavagna

Mosfellingar eiga núna ofboðslega flott miðbæjartorg á milli Kaupþings og Hengilshússins þar sem hægt er að halda mikla mannfögnuði. Þar er m.a. listaverk sem reist var til minningar um fyrstu hitaveituna sem komið var á fót fyrir 100 árum. Ég næ því­ þó ekki hvernig arkitektunum sem hafa lí­klega lagt mikið upp úr því­ að hafa torgið sem veglegast gat sést yfir aðgengismálin. Torgið er einfaldlega ekki fyrir fólk sem á erfitt með gang eða þarf að fara um í­ hjólastólum. Það gera háir kantar sem umlykja torgið og allt of þröngir rampar. Ég sem starfa í­ næsta húsi við torgið hef því­ miður séð of marga hrasa um þessa háu kanta. Þá eru engir rampar niður af gangstéttinni við torgið fyrir utan gangbraut sem liggur yfir götuna í­ Kjarna.

í vor var á nokkrum öðrum stöðumÂ í­ sveitarfélaginu settar upp hindranir á göngustí­ga sem gera það að verkum fólk á hjólastólum, með barnavagna eða þeir sem eiga erfitt með gang þurfa að sveigja út af göngustí­gunum til þess að komast leiðar sinnar. Það hefur einnig valdið slysum. Ég sem hélt að bæjaryfirvöld hér væru komin lengra í­ aðgengismálum en raun ber vitni.