Robert L. May var ósköp venjulegur starfsmaður í stórverslun árið 1939 þegar hann samdi kvæði sem hann kallaði „Rudolph the Red-Nosed Reindeer“. Þessi jól var kvæðið selt í 2,5 milljónum eintaka. Milljónir í viðbótu áttu eftir að fá eintak af kvæðinu þegar það var gefið út á ný árið 1946 og enn fleiri hafa kynnst …
Author Archives: Eggert Sólberg
Frumvarpið um Bókhlöðuna
Eitt af þeim fjölmörgu lagafrumvörpum sem þingmenn okkar þurfa að taka afstöðu til í vetur eru endurskoðuð lög um Landsbókasafn íslands – Háskólabókasafn, þ.e.a.s. Bókhlöðuna. Forsvarsmenn Stúdentaráðs hafa opinberlega gert athugasemdir við 8. grein frumvarpsins, sem gefur stjórnendum safnsins heimild til þess að innheimta gjald fyrir þjónustu þess, s.s. útlánastarfsemi, millisafnalán, fjölföldun, gerð l jósmynda, …
FM Óðal
FM Óðal sem er nú í loftinu er jafn mikilvægur hluti jólaundirbúningsins í Borgarnesi og smákökubakstur (eða réttara sagt smákökuát í mínu tilfelli). Jólaútvarpið er frábært framtak sem skilar heilmiklu til samfélagsins en ekki síst til þeirra sem taka þátt í því. Þó ég hafi nú ekki mikið tekið þátt í útvarpsþáttagerð á síðustu árum …
„Þið eruð ekki þjóðin“
Umræðan um Evrópusambandið tekur á sig ýmsar myndir. Einna furðulegustu hugmyndirnar sem ég hef heyrt í langan tíma hvað varðar mögulega inngöngu koma innan úr Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist vera sem einhver hópur þar á bæ haldi að ákvörðun um inngöngu íslands í ESB verði tekin á landsfundi flokksins. Það er auðvitað tóm della að halda …
Stuðningur minn til námsmanna í prófum
Blessunarlega er ég laus við þá þjáningu að fara í próf í desember. Hugur minn er samt sem áður hjá þeim sem í próf þurfa að fara. Ég er reyndar í sömu sporum núna og flestir þeir sem eiga að vera læra undir próf, ég nefnilega nenni ekki að læra. Þess vegna hefur síðasti klukkutími …
Yngsti þingflokkurinn
Við framsóknarmenn höfum svona smá montað okkur af því að eiga yngsta þingflokkinn á Alþingi íslendinga. Eftir þær pólitísku hamfarir sem gengið hafa yfir síðustu daga er meðalaldur þingmanna Framsóknar yngri en hann var áður eða tæp 42 ár. Næstur í röðinni kemur þingflokkur Samfylkingarinnar sem er hefur 50 ára meðalaldur. Hjá Sjálfstæðismönnum er meðalaldurinn …
Til seðlabankastjóra
Reykjavík, 20. nóvember 2008 Seðlabanki íslands b/t Davíð Oddsson Kalkofnsvegi 1 101 Reykjavík Kæri Davíð Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum síðan fyrir fermingu og við vöndumst því að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar …
Eldri borgurum færður líkbrennsluofn
Sumar fyrirsagnir bjóða þeirri hættu heim að maður lesi þær vitlaust. Sem betur fer var um leirbrennsluofn að ræða í þessu tilfelli. Gjöfin er höfðingleg og vonandi að hún nýtist vel á næstu árum.
Redding
Það eru anasans vandræði fyrir menntamálaráðherra að landsmenn séu búnir að gleyma kínverska silfrinu nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrapar í fylgi. Nú væri ekki slæmt að fá mynd af sér með íþróttamanni ársins sem nýbúin er að vinna stórt afrek á forsíðu mest lesna dagblaðsins. Hvað er aftur númerið hjá Þorsteini Páls?
Hvern vantar húsgögn?
Ég trúi ekki öðru en að einhverjir lesendur mínir hafi áhuga á vel með förnum húsgögnum. Þannig er mál með vexti að ég er með húsgögn sem einhver fást á vægu verði en önnur gegn því að þau verði sótt. Þetta eru nokkur borð, stólar, rúm, skápur, kistur, lampar, sjónvarp o.fl. . Þeir sem hafa …