Nú veit ég ekki hvort þetta hefur komið fram áður en þegar ég horfði á innlenda fréttaannálinn á RÚV áðan rifjaði ég upp þingflokksfund sem ég sat 26. janúar 2009. Ég fór frá Hverfisgötunni í þinghúsið ásamt tveimur öðrum. Við fórum inn bakdyramegin í stað þess að eiga það á hættu að þurfa brjóta okkur …
Category Archives: Almennt
í nú að fara rukka fyrir Facebook?
í kaffistofu Pressunnar hefur mönnum borist til eyrna sú skemmtilega saga að til standi að breyta Facebook í áskriftarvef. „Hafa skal það sem skemmtilegra reynist“ er vonandi í hávegum haft á þessari kaffistofu sem og öðrum. Sem unnanda flökkusagna þá hefur saga sem þessi gengið allavega um YouTube, MSN, Hotmail og Yahoo svo ég muni …
98 ár frá fyrsta Landsmótinu?
Ég óska Akureyringum og öllum sem að Landsmóti UMFí um helgina komu til hamingju með velheppnað mót. Mér hefur oft þótt fjölmiðlar gera meira úr mótinu en þeir gerðu í ár. Stöð 2 fjallaði lítið um mótið og RÚV sýndi ekki beint frá mótinu eins og á a.m.k. þremur síðustu. Sjálfsagt á „ástandið“ sök á …
Ekki er allt sem sýnist… á Alþingi
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana …
Stóra herbergismálið
Hafið þið tekið eftir því að það er ekki þingfundur í dag? Hafið þið tekið eftir því hvaða mál ríkisstjórnin lagði mesta áherslu fyrsta „alvöru“ starfsdag þingsins? Líklega ekki þar sem spunavélar ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt á það mesta áherslu að ræða um grænt herbergi á fyrstu hæð þinghússins, líklega til þess að bægja athyglinni frá …
Lög stjórnmálaflokka
Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmíðar fyrir kosningarnar í ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í …
Hefur fengið nóg af Bretum
Fyrir nokkrum árum þegar vinsælt var meðal íslenskra krata að kenna sig við Blairisma státaði í–ssur Skarphéðinsson sig af því að vera skráður í breska Verkamannaflokkinn, flokk Gordon Brown. Maður spyr sig hvort yfirlýsing í–ssurar í dag um að hann sé búinn að fá nóg af Bretum og megn óánægja með framgöngu þarlendra stjórnvalda þýði …
Þessir stjórnmálamenn
Þó svo þessi síða mín hafi ekki verið mjög virk síðustu mánuði hef ég verið duglegur við að skrifa inn á aðrar síður t.d. þessa. Fyrir þá sem ekki nenna að elta mig í netheimum þá safna því sem ég skrifa annarsstaðar á greinasíðuna mína. Þegar ég fór í gegnum þetta allt saman í gær …
Evrópskt sumar?
Jæja, kosningarnar eru loksins yfirstaðnar og lífið getur loksins farið að snúast um annað. Framsókn kom nokkuð vel út enda með góðan og fjölmennan hóp sjálfboðaliða og frambjóðenda um allt land sem lögðu ótrúlega mikið á sig til þess að árangur næðist. Markmiðið var skýrt þó svo baráttan væri í flesta staði ólík öðrum kosningabaráttum. …
Sjaldséðir hvítir hrafnar
Þó liðið hafi ár og öld síðan ég bloggaði síðast þá er ég ekki hættur að setja færslur hér inn. Þróunin hefur hins vegar verið sú að vegna tímaskorts hef ég látið mér nægja að setja inn örstutt skilaboð á Facebook. Tímaskorturinn stafar af undirbúningi kosningabaráttunnar sem er að fara á fullt á næstu dögum. …