Eiríkur Guðmundsson er með betri pistlahöfundum landsins. í vikunni flutti hann pistil á Rás 1 sem hann kallaði í–ldungaráðið og fjallaði þar um nýleg afskipti Davíðs Oddssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar af íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hann hitta naglann það skemmtilega á höfuðið að hann verðskuldi að vakin sé athygli á pistlinum […]
Category Archives: Almennt
Fréttablaðið auglýsir vísindaferðir
Það er mikið ánægjuefni að Fréttablaðið hefur nú tekið upp á því að auglýsa vísindaferðir fyrir háskólanema. Ég býst fastlega við því að þessum umfjöllunum eigi eftir að fjölga hratt enda eru ófáar vísindaferðirnar farnar um hverja helgi. Það hefði t.d. verið skemmtilegt ef Fréttablaðið hefði verið byrjað á þessu þegar þjóðfræðinemar fóru í Heimilisiðnaðarfélagið […]
Stjórn LíN sparkað þegar skipunartíminn var runninn út
Ég hef miklar mætur á Katrínu Jakobsdóttur og eru fáir þingmenn sem eiga betur heima í menntamálaráðuneytinu en einmitt hún. Það er t.d. gleðiefni að hún leyfi Gunnari I. Birgissyni ekki að halda áfram sem formanni stjórnar LíN. Þar hefur hann setið frá því á síðustu öld og ætti fyrir löngu að vera farinn frá. […]
Til hjálpar skuldurum
Þingflokkur framsóknarmanna lagði fram frumvarp til laga um greiðsluaðlögun fyrir viku síðan. Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram svipað frumvarp þegar þing kemur saman sem og ríkisstjórnarflokkarnir. Málið ætti því að fljúga í gegn um þingið og vera orðið að lögum fljótlega. Það er hið besta mál þar sem lögunum er ætlað að hjálpa einstaklingum sem […]
Framsóknarmenn standa við sitt
Ég hef ekki tölu á fjölda þeirra samsæriskenninga sem ég hef lesið í kvöld og varða þá ósk þingflokks framsóknarmanna að farið verði betur yfir nokkur atriði í væntanlegum stjórnarsáttmála Samfylkingar og Vinstri grænna. Þar liggja engin óheilindi að baki og þingflokkurinn er ekki að spila einhvern leik. Að baki liggja málefnalega ástæður. Forsaga þess […]
Frjálslynd stærðfræði
Frjálslyndi flokkurinn hefur nú birt niðurstöður úr könnun sem þeir létu gera meðal félagsmanna varðandi hug þeirra til Evrópusambandsins. Það er lýðræðisleg aðferð og flott hjá flokknum að fara þá leið. Útkoman varð sú að ísland eigi ekki að leitast eftir aðild að sambandinu. Það er gott og blessað. Frjálslyndir mega taka þá afstöðu ef […]
Flokksþingið
Ég hef sjaldan upplifað aðra eins stemmingu á fundi á vegum Framsóknarflokksins eins og á flokksþinginu um síðustu helgi. Þingið var magnað í alla staði enda er fólkið í flokknum ofboðslega skemmtilegt og duglegt. Ég skrifaði annars um þingið hér og hef litlu við það að bæta. Maður getur verið ósáttur við einstaka atkvæðagreiðslur en […]
Stjórnlagaþing
Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar skrifar í Fréttablaðið í gær stórgóða grein þar sem hann leggur til að kosið verði stjórnlagaþing til þess að semja nýja stjórnarskrá. Þannig væri valdið tekið frá stjórnmálaflokkununum sem ekki virðast geta komið sér saman um nauðsynlegar breytingar. Ég er mjög hrifinn af þessari tillögu Jóns og vonast til þess að […]
íri síðar
Ég var hvort tveggja í senn kvíðinn og spenntur þegar ég steig upp í flugvél á Keflavíkurflugvelli á Nýjársdag fyrir nákvæmlega ári síðan. Leiðinni var heitið til Kaupmannahafnar en þaðan átti ég bókað far með lest til írósa daginn eftir. í írósum hafði ég ákveðið að eyða minni annarri önn í meistaranámi mínu í þjóðfræði […]
Loðin völva knýr dyra
Nú er runninn upp sá tími ársins þegar vart er þverfóta fyrir völvum á götum úti. Ég er ekki búinn að taka saman hvernig rættist úr spá völvu Vikunnar á síðasta ári en ætla að gera það við fyrsta tækifæri eins og ég hef gert undanfarin ár. Hins vegar er ég búinn að sjá völvu […]