Þvílík þjóðarskömm sem ég er. Vakti ekki fram eftir til að kjósa Megní „okkar“. Sleppti því líka að kjósa á Kyrrahafstíma. Er ekki einu sinni viss um að ég nenni að horfa í kvöld. Aumingja maðurinn lendi hann í því að túra um heiminn með Tommy Lee.
Category Archives: Almennt
Börn
Enn ein allt í lagi íslenska myndin. Held að Nói Albínói sé síðasta virkilega góða myndin sem ég sá og það eru tæp þrjú ár síðan. Kannski á maður bara að vera þakklátur fyrir þær fáu myndir sem framleiddar eru og hætta að gera kröfur.
Eitthvað svo íslenskt
Mér finnst það vera eitthvað svo íslenskt að setja upp kaffihús með tertum og kökum sérstaklega fyrir sýningu um heilsu og heilbrigt líferni. Bakararnir geta örugglega bjargað einhverjum gestum frá þessu heilsubótarbölinu. Annað sem mér finnst vera íslenskt en sorglegra er þegar KSí krefst þess að leikur í enska boltanum sé ekki sýndur beint vegna …
Ekki getið
Það er alltaf gaman af því þegar systurnar Vaka og Röskva senda eitthvað frá sér. Nú síðast gaf Vaka út haustblað sem var eins og venjulega fullt af mjög áhugaverðum punktum. Vaka er dugleg við að eigna sér eitthvað sem þeir eiga ekki, t.d. telja þeir að Erla Guðrún Gísladóttir hafi unnið að gerð stúdentakortanna …
Skólinn byrjaður
Sautjánda skólaárið mitt og það þriðja við Hí byrjaði í dag. Sótti fyrsta tíma vetrarins í Heimsmynd íslendinga 1100-1400. Við fyrstu sýn virðist námsskeiðið vera mjög áhugavert. Veit ekki hvort það komi eitthvað niður á mér að ég hafi ekki sama bakgrunn og aðrir en það kemur bara í ljós. Það hlýtur að vera eitthvað …
Hættur
Rosalega leið þetta sumar hratt. Lét af störfum mínum fyrir bankann í dag en finnst ég bara vera nýbyrjaður. Það var mjög gaman að fá að vinna í nýju umhverfi í nýju útibúi en efst í huga mér núna er þakklæti til vinnufélaga minna fyrir ótrúlegt þol gagnvart mér síðustu þrjú sumur. Gleymi heldur ekki …
Mannorðshreinsun í Valhöll
Hafi írni Johnsen fengið uppreisn æru þýðir það að hann hafi fengið mannorð sitt hreinsað. Mannorð er samkvæmt mínu skilningi það orðspor sem fer af einhverjum. Ég vissi ekki að handhafar forsetavalds tækju að sér mannorðshreinsanir. Vinna við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gæti orðið skemmtileg. Þar höfðu menn og konur áður val um …
Bara svona að spá
Hvar og hvernig kemur maður hraðahindrun í verð?
Uppgjör við Svíþjóð
Þó ég sé löngu kominn heim frá Svíþjóð þá á ég alltaf eftir að gera ferðina almennilega upp. Aðrir Gotlandsfarar hafa gert það ágætlega og kannski tilgangslaust að fara rekja alla ferðasöguna hér. Ég ætla mér samt að skrifa smá punkta um þau söfn sem ég heimsótti. Ég fór á öll þau söfn sem ég …
Listunnandinn og módelið
Listunnandinn Eggert fór á opnun ljósmyndasýningarinnar hennar Gerðu í gærkvöldi. Hitti þar m.a. þrjár af barnapíunum mínum. Þórdísi hef ég ekki hitt lengi. Sýningin var annars mjög áhugaverð. Mikið af náttúrumyndum en hrifnastur var ég skiljanlega af mynd af sólarlagi með Bjarg í forgrunni. Borgnesingar ættu að kíkja í Félagsbæ um helgina og auðvitað líka …