Einu sinni á fjögurra ára fresti býður RÚV upp á beinar útsendingar frá ólíklegustu íþróttagreinum s.s. skotfimi, strandblaki og samhæfðu sundi. Hefðu náðst samningar við 365 líkt og í Aþenu fyrir fjórum árum væri sjálfsagt hægt að sýna frá enn fleiri keppnisgreinum. Þess í stað sjást þær í samantektarþáttunum sem eru skemmtilegir og fróðlegir. Ég […]
Category Archives: Almennt
VG og salan á SPM
Ég hef áður tjáð mig um aðdáun mína á samvinnumanninum Guðsteini Einarssyni og hversu ánægður ég sé með það þegar hann skrifar í Skessuhornið. í morgun svaraði hann bloggi heilags Jóns Bjarnasonar, verndara lítilla banka og sparisjóða um Sparisjóð Mýrasýslu og er nokkuð hvass í skrifum sínum. Hann má líka vera það. Allir sem með […]
Nærveru forsetans ekki óskað í Peking
Það er aldeilis hvað við íslendingar eigum flottan forseta. Forsetinn okkar virðist vera nógu flottur sýningargripur til þess að fá að vera við setningarathöfn Ólypmíuleikanna sem hófust í dag. Ekki þykja Kínverjum allir forsetar vera jafn æðislegir. Robert Mugabe hefur t.d. verið bannað að vera við setningarathöfnina og fær hann þær skýringar að pólitískar ástæður […]
Transgender fólk
Ég vek athygli á þessu máli. Á íslandi eru hundruð einstaklinga skilgreindir sem transgender og hafa nokkrir tugir gengist undir aðgerð til þess að leiðrétta kyn sitt. Transgender fólk verður fyrir miklum fordómum í samfélaginu og eigum við öll að standa þétt við hlið þessa hóps í baráttunni gegn aðkasti, fordómum og fáfræði. Alþingi þarf […]
Góður dráttur
Drátturinn í evrópukeppninni í morgun fór eins og ég óskaði mér. Það munaði minnstu að ég stykki upp úr stólnum í vinnunni og byrjaði að fagna þegar ég las af tölvuskjánum hvað gerst hafði í Nyon. Ég þurfti að hemja mig smá stund en þegar loksins gafst tilefni til fór ég dansandi inn á kaffistofuna […]
Aston Villa á leið til íslands?
Verði dráttur morgundagsins fullkominn spilar Aston Villa á íslandi í ágúst. Bæði Villa og FH verða í pottinum þegar dregið verður í seinni umferð undankeppni UEFA bikarsins. Enska liðið verður í efri styrkleikaflokki og Hafnfirðingarnir í þeim neðri. Líkurnar á að liðin dragist saman eru 1/10 sem eru bara ágætis líkur. í hugum stuðningsmanna Villa […]
19. aldar vinnubrögð
Það getur varla verið að Ólafur F. sé að gera annað sem borgarstjóri en að hefna sín á Sjálfstæðisflokknum vegna sambandsslitanna á sínum tíma. Hefndin er svo sannarlega sæt og ég geri ráð fyrir því að hann njóti þess að sjá samstarfsflokkinn emja og æpa á píningarbekknum (veit ekki hvort hann geri sér grein fyrir […]
Kastljósdómurinn
Með tap gagnvart siðanefnd blaðamannafélagsins mæta starfsmenn Kastljóssins í héraðsdóm þar sem þeir eru krafðir um bætur að hálfu tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Hérðasdómur hafnar kröfum um bætur en segir þrátt fyrir það í dómnum ýmislegt sem gæti reynst Kastljósinu eitrað. Starfsmenn þar eiga t.d. ekki að hafa vandað málsmeðferð auk þess sem þeir gáfu í […]
Nýr meirihluti í borgarstjórn
Nú virðast ákveðnir bloggarar vera búnir að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn þar sem Framsókn kæmi til með að henta íhaldinu betur en Frjálslyndir og óháðir. Hvernig væri að spyrja hvað henti Framsókn? í†tli þar á bæ sé mikill vilji til þess að starfa með sundurtættum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Allt þetta kjörtímabil hefur borgarstjórnarflokkur […]
Vanmetinn réttur
Ég er ánægður með alla sveitamarkaðina sem finna má víða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins yfir sumarið. Síðasta laugardag var t.d. opinn dagur í Kjósinni og markaður á kaupfélagsplaninu í Borgarnesi. Á báðum stöðum var hægt að kaupa brodd. Hálfur líter af brodd úr Kjósinni kostaði 500 kr en sá Borgfirski tvisvar sinnum þá upphæð. Þúsundkall fyrir […]