Sveinki og hreindýrin

Robert L. May var ósköp venjulegur starfsmaður í­ stórverslun árið 1939 þegar hann samdi kvæði sem hann kallaði „Rudolph the Red-Nosed Reindeer“. Þessi jól var kvæðið selt í­ 2,5 milljónum eintaka. Milljónir í­ viðbótu áttu eftir að fá eintak af kvæðinu þegar það var gefið út á ný árið 1946 og enn fleiri hafa kynnst því­ í­ gegnum sjónvarpsþætti og sönglagatexta. Með vinsældum kvæðisins tengdi Robert hreindýrin og jólin órjúfanlegum böndum.

Hreindýrin höfðu svo sem áður verið tengd jólunum. Þannig segir kvæðinu „A Visit from St. Nicholas“ sem gefið var út af ókunnum höfundi 1823 að St. Nicholas (forveri St. Claus) ferðist um á sleða sem dreginn er áfram af átta hreindýrum. Ekkert þeirra heitir reyndar Rúdolf en í­ kvæðinu heita dýrin Dasher, Dancer, Prancer, Vixen, Comet, Cupid, Donder and Blitzen. í þýsku merkir blitzen elding og í­ hollensku merkir donder þruma. Þessar orðsifjapælilngar fengu mig til að fabúlera aðeins.

Mér vitanlega voru hreindýr ekki tengd við jólin í­ Norður Evrópu framan af þó svo vissulega hafi það breyst á sí­ðustu árum og áratugum. Þar var hátí­ðin miklu frekar tengd við geitur og óttuðust skandí­naví­sk börn lengi jólageitina. Á leiðinni til íslands breyttist jólageitin í­ jólakött enda voru geitur sjaldséð sjón á íslandi. En við höfum dæmi um það úr heiðinni trú að geitur dragi vagn Þórs. Kem ég þá aftur að Blitzen og Donder en Þór var einmitt þrumuguð. Ég hef ekki kannað hvort einhver tengsl eru þarna á milli og það þarf alls ekki að vera en mér finnst þetta engu að sí­ður skemmtilegar pælingar.

Þá kem ég aftur að því­ sem ég byrjaði á. Gefum okkur það að jólasveinninn ferðist um fljúgandi sleða sem dreginn er áfram af hreindýrum og eitt þeirra heiti Rúdolf. Þessi Rúdolf hefur í­ mörgum bókum verið teiknaður og myndaður með horn. Ef við segjum að Rúdolf sé með horn er mjög ólí­klegt að hann sé fullvaxinn og karlkyns. Nánast öll þroskuð karlkyns hreindýr missa nefnilega horn sí­n í­ byrjun desember. Þannig að feiti rauði amerí­ski jólasveinninn er dreginn áfram af barnungum eða kvenkyns hreindýrum!

Með þessum orðum óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla!

Frumvarpið um Bókhlöðuna

Eitt af þeim fjölmörgu lagafrumvörpum sem þingmenn okkar þurfa að taka afstöðu til í­ vetur eru endurskoðuð lög um Landsbókasafn íslands – Háskólabókasafn, þ.e.a.s. Bókhlöðuna. Forsvarsmenn Stúdentaráðs hafa opinberlega gert athugasemdir við 8. grein frumvarpsins, sem gefur stjórnendum safnsins heimild til þess að innheimta gjald fyrir þjónustu þess, s.s. útlánastarfsemi, millisafnalán, fjölföldun, gerð l jósmynda, sérfræðilega heimildaþjónustu og tölvuleitir.

Tengsl Bókhlöðunnar við Háskóla íslands minnkuð

Það sem helst snertir nemendur við Háskóla íslands er að til stendur að minnka til muna tengsl skólans og safnsins, þegar stefna ætti að því­ að auka þau tengsl. Sí­ðan Háskólasafnið var sameinað Landsbókasafni íslands árið 1994, virðast tengsl Háskóla íslands við safnið hafa minnkað verulega og orðið óskýrari. í nýja frumvarpinu kemur m.a. fram að Háskólinn missi nú annan af tveimur fulltrúum sí­num í­ stjórn safnsins.Samkvæmt umræddu frumvarpi verður safnið nú að bókasafni allra háskóla á íslandi, en hingað til hefur safnið verið landsbókasafn annars vegar og bókasafn Háskóla íslands hins vegar.

í frumvarpinu er gert ráð fyrir að safnið veiti Háskóla íslands þjónustu samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings sem stofnanirnar gera sí­n á milli. Það á einnig við um aðra háskóla landsins, sem hingað til hafa ekki komið að rekstri safnsins. Ekki er gerð grein fyrir því­ hvers eðlis þessir þjónustusamningar eru. íkvæðið um þjónustusamning safnsins við alla háskóla landsins er mjög opið og hafa starfsmenn safnsins lýst yfir efasemdum um að ráðast í­ breytingar sem þessar án þess að umræða hafi farið fram um málið innan háskólasamfélagsins.

Stúdentar við Háskóla íslands eru stærsti notendahópur safnsins og eiga þeir ekki að sætta sig við annað en að eiga aðkomu að ákvörðunum varðandi Bókhlöðuna. Með tilví­sun til þess að um eina mikilvægustu stofnun á háskólasvæðinu er að ræða, er fullkomlega eðlilegt að Stúdentaráð fái að tilnefna fulltrúa í­ stjórn safnsins.

Ekki lengur rannsóknarstofnun

Verst þykir mér þó að vegið sé að safninu sem rannsóknarstofnun, svo og frumkvæði safnsins í­ þeim efnum. Samkvæmt frumvarpinu, eins og menntamálaráðherra kynnti það, verður safnið einungis þjónustustofnun. í núgildandi lögum er skýrt kveðið á um að safnið sé rannsóknarbókasafn. Á handritadeild safnsins fer t.d. fram mikilvæg rannsóknarvinna, sem fer framhjá mörgum notendum safnsins. Óví­st er hvort sú vinna geti haldið áfram, ef ekki er fjallað um rannsóknarhlutverk safnsins í­ nýjum lögum um hlutverk þess.

Svo dæmi sé tekið um skert rannsóknarhlutverk safnsins, kemur fram í­ núgildandi lögum að eitt hlutverka safnsins sé að „halda uppi rannsóknum á sviði í­slenskrar bókfræði og bóksögu og veita upplýsingar um í­slenska bókaútgáfu.“ í frumvarpinu sem liggur frammi er ekki lengur gert ráð fyrir því­ að safnið „haldi uppi“ rannsóknum heldur er því­ aðeins ætlað að „veita aðstoð við“ rannsóknir á þessum sviðum. Annað hlutverk safnsins sem fellur út, eru skyldur þess til að kaupa inn rit.

Einfaldari lög – Fábrotnara safn

Fleiri breytingar verða á gildandi lögum, nái frumvarpið í­ gegn. Þannig er hlutverkum safnsins fækkað töluvert – það er skýrt með því­ að verið sé einfalda lögin. Það hlýtur að verða erfitt fyrir safnið að fá fjárveitingar í­ verkefni sem eru ekki einu sinni nefnd á nafn í­ lögum um hlutverk safnsins, á við alla þá rannsóknarstarfsemi sem fer fram innan þess. Með því­ að fækka hlutverkum safnsins í­ lögum er verið að undirbúa, að ég best fæ séð, niðurlagningu ýmissa verkefna sem unnin eru innan safnsins í­ dag.

Eggert Sólberg Jónsson, MA nemi í­ þjóðfræði og Bókhlöðu-unnandi

Greinin birtist í­ Stúdentablaðinu í­ desember 2008 (7. tbl. 84. árg)

FM Óðal

FM Óðal sem er nú í­ loftinu er jafn mikilvægur hluti jólaundirbúningsins í­ Borgarnesi og smákökubakstur (eða réttara sagt smákökuát í­ mí­nu tilfelli). Jólaútvarpið er frábært framtak sem skilar heilmiklu til samfélagsins en ekki sí­st til þeirra sem taka þátt í­ því­. Þó ég hafi nú ekki mikið tekið þátt í­ útvarpsþáttagerð á sí­ðustu árum fyrir utan tvo þætti sem ég gerði með Tomma og Olgu á Rás 1 á fyrsta ári í­ þjóðfræðinni þá skilaði þátttakan í­ jólaútvarpinu mér mjög miklu. Ekki nóg með að maður lærði að tala í­ útvarp, semja handrit o.s.frv. þá lærði maður að elska að hata Jólahjól á þessum árum.

En ég er með smá glaðning handa þeim Borgnesingum sem lesa þetta. Ég er að taka til og fann geisladisk sem ég hef ekki hugmynd um af hverju er í­ mí­num höndum. Á honum eru auglýsingar sem lí­klega voru spilaðar voru á FM Óðal fyrir jólin 1999. Nú hef ég ekki hugmynd um hvort einhver verði fúll þó svo ég birti þær hér en mér fannst mjög fyndið að hlusta á þetta aftur eftir 9 ár og fannst ekki rétt að ég sæti einn að þessu. Þeir sem áhuga hafa geta því­ nálgast auglýsingarnar hér: auglýsingapakki 1 og auglýsingapakki 2.

„Þið eruð ekki þjóðin“

Umræðan um Evrópusambandið tekur á sig ýmsar myndir. Einna furðulegustu hugmyndirnar sem ég hef heyrt í­ langan tí­ma hvað varðar mögulega inngöngu koma innan úr Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist vera sem einhver hópur þar á bæ haldi að ákvörðun um inngöngu íslands í­ ESB verði tekin á landsfundi flokksins. Það er auðvitað tóm della að halda slí­ku fram. í fyrsta lagi þá hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins ekki umboð til þess að taka ákvörðun um inngöngu íslendinga í­ alþjóðlegt rí­kjabandalag. í öðru lagi þá lýsir þessi hugsun ákveðnum hroka gagnvart því­ lýðræðislega stjórnkerfi sem við búum við í­ dag.

Fyrst varð ég var við þessa umræðu meðal Sjálfstæðismanna opinberlega þegar ég las þennan pistil á Deiglunni þar sem fram kemur ansi merkileg söguskoðun. Þar segir m.a.

Nær allar stórar ákvarðanir í­ sögu í­slensku þjóðarinnar hafa verið teknar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins… Ef í­slenska þjóðin gengur inn í­ Evrópusambandið verður sú ákvörðun einnig tekin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Næstur stí­gur fram á sjónarsviðið Styrmir Gunnarsson og segir á fundi hjá Heimsýn á fullveldisdaginn að þjóðin taki sjálf ákvörðun um inngöngu í­ Evrópusambandið en bætir við:

 …lykilorusta í­ þeirri baráttu verður háð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í­ lok janúar.

í morgun var það sí­ðan þetta blogg sem gaf mér tilefni til að hlægja. Það er ekki vanvirðing við þjóðina eða Alþingi að forsætisráðherra Finnlands hafi lagt fram beiðni í­ framkvæmdastjórn ESB um að útbúin yrði aðildarumsókn fyrir íslendinga. Nei, auðvitað er það vanvirðing við landsfund Sjálfstæðisflokksins!

Framganga Vanhanen felur ekki aðeins í­ sér gróf afskipti af innanrí­kismálum íslendinga heldur er um að ræða hreina lí­tilsvirðingu við landsfund Sjálfstæðisflokksins sem á eftir að fjalla um Evrópumálin…

Eftir þennan lestur koma upp í­ hugann ummæli Ingibjargar Sólrúnar frá því­ á borgarafundinum í­ Háskólabí­ó um daginn: „Þið eruð ekki þjóðin!“

Stuðningur minn til námsmanna í­ prófum

Blessunarlega er ég laus við þá þjáningu að fara í­ próf í­ desember. Hugur minn er samt sem áður hjá þeim sem í­ próf þurfa að fara. Ég er reyndar í­ sömu sporum núna og flestir þeir sem eiga að vera læra undir próf, ég nefnilega nenni ekki að læra. Þess vegna hefur sí­ðasti klukkutí­mi farið í­ meira vefflakk en til stóð. Ég tók að mér að rannsaka Flickr og leiddi sú rannsókn í­ ljós að til er fólk sem klæðir börnin sí­n í­ ótrúlegasta fatnað ef tala má um fatnað. Ég fann lí­ka út að Frakkar bjóða upp á gosdrykk með sérstöku nafni. Golfarar eru skemmtileg viðbót við mannlí­fsflóruna og skiltin sem þeir bjóða okkur upp á erlendis eru skemmtileg viðbót við skiltaflóruna. Læknar prenta lí­ka skemmtileg skilti eins og þetta hér. Ég hef alltaf verið smá veikur fyrir skjaldbökum og broddgöltum enda spes skepnur. Innan um skjaldbökur og broddgelti má sí­ðan finna þetta skilti. í lokin var ég orðinn væminn og fann lí­klega krúttlegustu ljósmynd allra tí­ma. Eins og þið sjáið þá gengur lærdómurinn vel hjá mér og ég geri ráð fyrir að klára lokaritgerðina mí­na í­ júní­ 2011 með sama áframhaldi.

Yngsti þingflokkurinn

Við framsóknarmenn höfum svona smá montað okkur af því­ að eiga yngsta þingflokkinn á Alþingi íslendinga.  Eftir þær pólití­sku hamfarir sem gengið hafa yfir sí­ðustu daga er meðalaldur þingmanna Framsóknar yngri en hann var áður eða tæp 42 ár. Næstur í­ röðinni kemur þingflokkur Samfylkingarinnar sem er hefur 50 ára meðalaldur. Hjá Sjálfstæðismönnum er meðalaldurinn rúmlega 50 ár og hjá Vinstri grænum er hann rúmlega 54 ár. Lestina reka sí­ðan Frjálslyndir þar sem meðalaldurinn er tæp 59 ár.

í–nnur skemmtileg tölfræðipæling eru kynjahlutföllin hjá Framsókn í­ dag. Konur eru 57% þingmanna (fjórar af  sjö) og er það hæsta hlutfall kvenna í­ blönduðum þingflokki svo ég muni eftir. Samfylkingin var með 53% hlutfall kvenna í­ sí­num þingflokki 1999 (ní­u af sautján). Þá fylla konur nú framkvæmdastjórn flokksins þar sem formaður, ritari, formaður þingflokks, formaður SUF og formaður LFK eru allt konur.

Til seðlabankastjóra

Reykjaví­k, 20. nóvember 2008

Seðlabanki íslands
b/t Daví­ð Oddsson
Kalkofnsvegi 1
101 Reykjaví­k

Kæri Daví­ð

Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum sí­ðan fyrir fermingu og við vöndumst því­ að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar þú birtist heima hjá okkur. Um tí­ma óttuðumst við að það yrði minna um heimsóknir frá þér vegna þess að þú fékkst sjálfum þér nýja vinnu. En viti menn, þú varst samt alltaf til í­ að kí­kja við hjá okkur með eitthvað nýtt og spennandi í­ pokahorninu, nýja stýrivexti, óreiðumenn eða annað skemmtilegt.

Okkur langar endilega til að bjóða þér í­ mat. Það kreppir nú að ví­su að hjá okkur, en aldrei svo að við getum ekki boðið vinum okkar í­ mat og átt skemmtilegt spjall. Það er bara svo margt að skrafa.

Við heyrðum þig nefnilega segja svo merkilega hluti á þriðjudaginn. Þú sagðir okkur frá því­ hvernig þú hefðir nú séð þetta allt saman fyrir og reynt að vara alla við. Hvernig stendur á því­ að enginn hlustaði á þig? Eða, hvernig stendur þá á því­ að í­ skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem kom út í­ maí­, er ekki gerð grein fyrir þeirri stórhættu sem þú varst búinn að sjá. Hlustaði kannski enginn í­ Seðlabankanum á þig heldur? Við könnumst við þetta. Það er heldur ekkert oft hlustað á okkur Framsóknarmenn. En, hvað með vin þinn, Geir? Af hverju trúði hann þér ekki? Þú getur trúað okkur fyrir þessu, við skulum ekkert fara lengra með það. Við kjöftum ekki frá vinum okkar.

Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur íslendinga. Urðum sí­ðan pí­nu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í­ Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasí­ðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn. Þau langar örugglega öll að vita af hverju Gordon gerði þetta. Við vitum reyndar að svona merkilegir menn eins og þú vita fullt af hlutum sem venjulegt fólk má ekki vita. En þá var nú soldið ljótt af þér að segja okkur að þú vissir. Varstu kannski að monta þig?

Best fannst okkur samt að heyra að þú ætlar sko ekki að sitja sem bankastjóri ef í­ ljós kemur að þú hefur ekki staðið þig. Það er gott að vita að þú lætur þér ekki detta í­ hug að vera áfram bankastjóri ef sú staða kemur upp að enginn vill hafa þig. Það er karakter.

Það er svo margt, margt fleira sem þú sagðir í­ á þriðjudaginn sem okkur langar til að ræða við þig. Svo endilega láttu okkur vita hvenær þú getur kí­kt við. Við verðum með opið hús fyrir þig og aðra áhugasama á Hverfisgötu 33 frá kl. 12 til 14 laugardaginn 22. nóvember nk. Fátt er betra en grjónagrautur og slátur í­ hádeginu.

Kær kveðja,
Ungir framsóknarmenn

Redding

Það eru anasans vandræði fyrir menntamálaráðherra að landsmenn séu búnir að gleyma kí­nverska silfrinu nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrapar í­ fylgi. Nú væri ekki slæmt að fá mynd af sér með í­þróttamanni ársins sem nýbúin er að vinna stórt afrek á forsí­ðu mest lesna dagblaðsins. Hvað er aftur númerið hjá Þorsteini Páls?

Hvern vantar húsgögn?

Ég trúi ekki öðru en að einhverjir lesendur mí­nir hafi áhuga á vel með förnum húsgögnum. Þannig er mál með vexti að ég er með húsgögn sem einhver fást á vægu verði en önnur gegn því­ að þau verði sótt. Þetta eru nokkur borð, stólar, rúm, skápur, kistur, lampar, sjónvarp o.fl. . Þeir sem hafa áhuga mega endilega hafa samband og fá frekari upplýsingar.