Frjálslyndir á slóðum Framsóknar

Nú berast þær fréttir að Frjálslyndir vilji breytingar á lögum um Seðlabanka íslands í­ þá veru að bankastjórar bankans verði ráðnir faglega. Þetta er samhljóða frumvarpi sem þingflokkur Framsóknarflokksins undir forystu Höskuldar Þórhallssonar lagði fram við setningu þings í­ haust. Nú liggja því­ fyrir þinginu tvö frumvörp um breytingar á Seðlabankanum frá sitthvorum þingflokknum. Mig minnir einnig að þingmenn Samfylkingarinnar hafi einnig lagt fram svipað frumvarp fyrir einhverjum árum sí­ðan.

Mjög lí­klegt er að meirihluti þingmanna sé hlynntur breytingum í­ þessa veru. Andstaðan ef einhver er gæti komið frá Sjálfstæðisflokknum. Það er því­ nú undir þingmönnum Samfylkingarinnar komið að sýna í­ verki að þeir meini eitthvað með þeim orðum sí­num að breytinga á stjórnkerfi Seðlabankans sé þörf. Þora þeir að afgreiða annað frumvarpið í­ óþökk samstarfsflokksins?

Kallaður til yfirheyrslu

Ég var klukkaður þar sem ég blogga ví­st ekki nógu oft. Til þess að forða því­ að fleiri fari að reka á eftir því­ að ég bloggi eru hér svör við nokkrum svæsnum spurningum. Vonandi verðið þið einhvers ví­sari um mig eftir lesturinn.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
– Yfirmaður í­ mjólkurkæli (og strangt til tekið var ég yfir ostaborðinu lí­ka)
– Bæjari í­ banka
– Módel (sí­ðan eru liðin mörg ár)
– Sölumaður á handverkssýningu

2. Fjórar í­slenskar bí­ómyndir sem ég held upp á:
– Sódóma Reykjaví­k
– Nói albí­nói
– Dalalí­f
– Englar alheimsins

3.  Fjórir staðir sem ég hef búið á:
– Borgarnes (Bjarg, Fálkaklettur, Kveldúlfsgata)
– Reykjaví­k (Gnoðarvogur)
– Mosfellsbær (Hulduhlí­ð)
– írósar (Hælisvegur)

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í­ frí­um:
– Hef skoðað nánast hvern einasta fermetra hér á landi
– Gotland
– Ví­n
– Kúba

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér lí­kar:
– QI (skora í­ leiðinni  á í­slenskar sjónvarpsstöðvar að sýna þessa þætti)
– Næturvaktin / Dagvaktin
– House
– Little Britain

6. Fjórar sí­ður sem ég skoða daglega:
suf.is
blogg.gattin.net
fotbolti.net
mosfellsfrettir.is

7. Fernt sem ég held upp á matarkyns:
– Hjartapottréttur (einfaldur, ódýr og góður)
– Folaldakjöt
– Enskar skonsur (uppgötvaði þær Danmörku og komst að því­ að þær eru hættulega ávanabindandi)
– Slátur

8. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
– Egils saga
– Góðir íslendingar
– Eddukvæði
– Bækurnar um múmí­nálfana

9. Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
– írósar
– Visby
– Bjarg
– Einhverstaðar sem ég hef ekki verið áður

10. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
– Óli Gneisti Sóleyjarson
– Rósa Margrét Húnadóttir
– Zunderman
– Hlini Melsteð Jóngeirsson

Reykjaví­k-Rotterdam

Loksins fengum við í­slenska kvikmynd sem spinnur vel saman spennu, hraða og húmor. í öllu krepputalinu hefur Reykjaví­k-Rotterdam fengið allt of litla umfjöllun. Myndin er vel skrifuð, útlitið er flott og leikararnir tala eins og eðlilegt fólk. Ég er sáttur við nánast allt sem viðkemur myndinni nema þá kannski miðaverðið. 1300 krónur fyrir eitt stykki bí­ómiða er bara of mikið.

Búlúlala

Þessa dagana er í­ tí­sku að vitna í­ Stein Steinarr í­ tilefni af því­ að hann hefði orðið 100 ára í­ dag hefði hann lifað. Þó svo Steinn hafi verið umdeildur þá var hann eitt besta ljóðskáld sem ísland hefur alið. Það er það nánast ógerningur að velja eitt uppáhaldsljóð úr hópi útgefinna ljóða Steins. Nokkrar lí­nur úr ljóðinu Miðvikudagur eiga kannski ágætlega við núna þar sem Steinn yrkir um mennina sem tapa og græða á ví­xl. Hallgrí­mskirkja (lí­kan) er skemmtilegt kvæði og Barn er afskaplega fallegt. Þá eru ótalin kvæði eins og Passí­usálmur nr. 51, Að frelsa heiminn, Að sigra heiminn og Það vex eitt blóm fyrir vestan svo einhver séu nefnd. Eins og ég segi þá er það nánast ógerningur að velja uppáhaldskvæði eftir Stein en eitt kvæði þykir mér vænna um en önnur þar sem það fékk mig til að lesa ljóðasafnið hans. í kvæðinu Búlúlala deilir hann á  Haile Selassie, f.v. keisara og einræðisherrea Eþí­ópí­u.

Abbensí­nukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlaa.
í–llum mönnum, sem í­huga málstað rí­kisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.

Og í­ hreinskilni sagt eru allir óvinir rí­kisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.

Við viljum aðgerðir strax!

Ræða Geirs H. Haarde í­ kvöld var nauða ómerkilegur pappí­r og ótrúlegt að maðurinn skuli láta slí­kt frá sér fara á meðan þjóðin er að bugast undan efnahagsástandinu. Ekki er fjárlagafrumvarpið sem fjármálaráðherra lagði fram í­ vikunni skárra. Það er draumkennt. Stjórn SUF sendi annars frá sér ályktun um stöðu efnahagsmála fyrir nokkrum mí­nútum sí­ðan sem er svo hljóðandi:

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna átelur rí­kisstjórn Sjálfstæðisflokks  og Samfylkingar fyrir að taka ekki strax á fyrirsjáanlegum þrengingum í­ efnahagslí­fi þjóðarinnar þegar ljóst var í­ hvað stefndi fyrir rúmu ári sí­ðan. Á þeim tí­ma sem liðinn er sí­ðan flokkarnir tóku við stjórn landsmála hafa talsmenn þeirra hvað eftir annað skellt skollaeyrum við varnaðarorðum framsóknarmanna og annarra í­ samfélaginu sem bent hafa á fjölmörg hagstjórnarmistök sem gerð hafa verið á stuttum tí­ma.

Komin er upp alvarleg staða í­ efnahagslí­fi þjóðarinnar og tí­mabært að forsvarsmenn rí­kisstjórnarinnar viðurkenni þann vanda sem við er að etja. Verði ekki strax ráðist í­ samhentar aðgerðir mun stærri skaði hljótast af. Aðgerðaleysisstefna rí­kisstjórnarflokkanna hefur nú þegar stórskaðað trúverðugleika í­slensks efnahagslí­fs. Nauðsynlegt er að ráðast strax í­ samhentar aðgerðir rí­kisstjórnarinnar, Alþingis, sveitastjórna, Seðlabanka, samtaka atvinnurekenda, launþega og fjármálafyrirtækja með það að markmiði að snúa við þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.

Ungir framsóknarmenn vilja greiða fyrir erlendri fjárfestingu í­ landinu til þess að koma hjólum efnahagslí­fsins aftur af stað, m.a. með uppbyggingu stóriðju s.s. á Bakka, í­ Straumsví­k og Helguví­k. í uppbyggingu hátækniþjónustu, t.d. gagnaverum felast auk þess mörg sóknartækifæri. Þá þarf að auka gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar verulega til þess að styðja við fjármálakerfi landsmanna og auka trúverðugleika í­slensks efnahagslí­fs. Loks þarf Seðlabankinn að hefja vaxtalækkunarferli enda ljóst að heimili og atvinnulí­f í­ landinu geta ekki staðið undir núverandi vaxtabyrði.

Sólin bak við skýin

Einhver kynni að segja að eftir viku einhverra mestu hamfara í­ í­slensku viðskiptalí­fi sem sögur fara af væri galið að opna nýja verslunarmiðstöð. Þeir ofurhugar sem ætla sér að opna Korputorg á laugardaginn blása á allar þannig bölspár. Svona menn eiga eiginlega skilið einhver verðlaun fyrir bjartsýnina.

Bölspár og seðlagengi

Fyrir um hálfum mánuði sí­ðan birti Viðskiptablaðið frétt þar sem því­ var spá að gengi evrunnar færi í­ 140 krónur fyrir árslok. Sérfræðingurinn sem rætt var við nefndi m.a. gjalddaga krónubréfa sem að falla í­ október. Nú, hálfum mánuði seinna virðist stefna í­ að evran fari í­ 150 krónur áður en vikan er öll. Það versta við þetta er að Seðlabankinn og rí­kisstjórnin höfðu heimild til þess að taka erlent lán sem jafnvel hefði mildað fall krónunnar og styrkt trúna á fjármálakerfið en seinagangurinn og aðgerðaleysið í­ sumar er nú að koma landsmönnum í­ koll.

Annað sem ég hef tekið eftir að fólk er að velta fyrir sér er munur á gengisskráningu í­ fjölmiðlum og bönkunum. Þegar rætt er um gengi krónunnar er vert að hafa í­ huga að í­ fjölmiðlum er ávalt miðað við almennt gengi nema annað sé tekið fram. Þegar einstaklingurinn fer út í­ banka og kaupir sér evru kaupir hann hana á seðlagengi hvers banka sem er mun hærra. Þannig er almenna gengið á evrunni í­ sölu 146,69 krónur þegar þetta er skrifað en seðlagengið í­ Landsbankanum t.d. 149,91 krónur.

Orð dagsins er stöðugleiki

„Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í­ fjármálakerfinu“ segir í­ tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu og viðskiptaráðherra segir að verið sé að „verja fjármálalegan stöðugleika“ með aðgerðum morgunsins. Nú spyr ég eins og fáví­s maður hvort ekki þurfi að ná stöðugleika fyrst áður en hægt verði að tryggja hann eða verja?

Verðbólgan nálgast nú 15%, stýrivextir seðlabankans eru þeir hæstu á Vesturlöndum, fjárlögin gerðu ráð fyrir 20% útgjaldaaukningu árið 2008 frá fyrra ári, gengisví­sitalan hefur hækkað um tugi prósenta á stuttum tí­ma, verðtryggð lán almennings rjúka upp, fasteignir falla í­ verði, fréttir berast af fjöldauppsögnum fyrirtækja og bankar hafa verið að taka yfir aðra bankastofnanir vegna fjármagnsskorts svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta er stöðugleikinn sem ráðherrar rí­kisstjórnarinnar sækjast eftir þá ættu þeir að fletta hugtakinu upp í­ orðabók.

Hafliði

Ég á það til að fara á hlaupabrettið í­ ræktinni upp úr hádegi á sunnudögum þegar Silfur Egils er í­ Sjónvarpinu. í dag vildi svo til að ég var næstum því­ búinn að slökkva á Agli þegar ég sá þrjá framsóknarmenn í­ sama settinu. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá Hafliða Jósteinssson skamma rí­kisstjórnarflokkanna sem virðast ekki vita í­ hvorn fótinn þeir eiga að stí­ga í­ dag frekar en fyrri daginn. Góður framsóknarmaður hafði það eitt sinn á orði um Hafliða að frambjóðendur flokksins ættu að hafa hann á speed dial í­ kosningabaráttu og helst hringja í­ hann á hverjum morgni til þess að fá stutta peppræðu. Hann var frábær í­ dag rétt eins og sí­ðasta vor þegar hann kom fram í­ sama þætti. Ég trú ekki örðu en að hann eigi eftir að birtast oftar á skjánum í­ vetur.

Ráðherrann og kosningastjórinn

Kristján Möller mætti í­ drottningarviðtal í­ Kastljósinu í­ kvöld. Það hefur færst mjög í­ vöxt á undanförnum árum að stjórnmálamenn fari í­ slí­k viðtöl þar sem enginn pólití­skur andstæðingur er til staðar í­ settinu. íbyrgð spyrilsins er því­ meiri en ella og þarf hann að vera aðgangsharður og óvéfengjanlegur. Kastljósið tók því­ stórann séns í­ kvöld þegar fyrrverandi kosningastjóra Kristjáns var stillt upp sem spyrli á móti honum. Kosningastjórinn fyrrverandi stóð sig þrátt fyrir fyrri störf ágætlega og þjarmaði oft vel að ráðherranum sem komst ekki upp með neitt múður. Engu að sí­ður hefði ég sem ritstjóri þáttarins sett annan spyril í­ verkefnið  vegna þeirra augljósu tengsla sem eru á milli strákanna.

Við þetta má bæta að ef orðið drottningarviðtal er googlað kemur upp photoshoppuð mynd af Guðlaugi Þór sem birtist á heimasí­ðu þingflokksformanns VG. íhugi í–gmundar á að photoshoppa Gulla er því­ ekki nýtilkominn þar sem þessi mynd birtist í­ byrjun mars.