Börn

Enn ein allt í­ lagi í­slenska myndin. Held að Nói Albí­nói sé sí­ðasta virkilega góða myndin sem ég sá og það eru tæp þrjú ár sí­ðan. Kannski á maður bara að vera þakklátur fyrir þær fáu myndir sem framleiddar eru og hætta að gera kröfur.

Eitthvað svo í­slenskt

Mér finnst það vera eitthvað svo í­slenskt að setja upp kaffihús með tertum og kökum sérstaklega fyrir sýningu um heilsu og heilbrigt lí­ferni. Bakararnir geta örugglega bjargað einhverjum gestum frá þessu heilsubótarbölinu.

Annað sem mér finnst vera í­slenskt en sorglegra er þegar KSí krefst þess að leikur í­ enska boltanum sé ekki sýndur beint vegna þess að heil umferð í­ karlaboltanum hér á landi fer fram á sama tí­ma. Það má hins vegar sýna leik beint í­ sömu deild þegar stærsti leikur ársins í­ kvennaboltanum fer fram. KSí­ ætti að fara hugsa sinn gang í­ jafnréttismálum.

Ekki getið

Það er alltaf gaman af því­ þegar systurnar Vaka og Röskva senda eitthvað frá sér. Nú sí­ðast gaf Vaka út haustblað sem var eins og venjulega fullt af mjög áhugaverðum punktum. Vaka er dugleg við að eigna sér eitthvað sem þeir eiga ekki, t.d. telja þeir að Erla Guðrún Gí­sladóttir hafi unnið að gerð stúdentakortanna fyrir hönd Vöku. Fyrir þá sem ekki vita var Erla fulltrúi Háskólalistans í­ hagsmunanefnd sí­ðasta vetur og samkvæmt heimasí­ðu Stúdentaráðs er hún það enn. Eitt af því­ sem Vaka getur ekki stært sig af er að hafa uppfært heimasí­ðuna. Verst er að þeir gleyma að nefna mig en ég tók þátt í­ mjög áhugaverðum umræðum á hagsmunanefndarfundi í­ janúar um litinn á stöfunum framan á kortunum. Ég sakna þess að vera ekki nefndur sérstaklega. Spurning hvort maður ætti að fara fram á að vera nefndur í­ næsta blaði?

Blaðið er annars lýsandi fyrir þann vanda sem hagsmunabarátta stúdenta er í­. í stað þess að vinna saman að því­ að bæta hagsmuni stúdenta hnakkrí­fast tvær fylkingar um það hver á heiðurinn af því­ sem gert er. Allt snýst um að eigna sér eitthvað. Fylkingarnar eru sí­ðan í­ einhverju óskiljanlegu ástarsambandi við stjórnmálaflokka á landsví­su. Það gagnast þeim sem í­ fylkingunum eru ágætlega en því­ miður er hætta á því­ að ástarsamböndin komi á endanum niður á þeim sem sí­st skyldi, þ.e. nemendum Háskólans.

Skólinn byrjaður

Sautjánda skólaárið mitt og það þriðja við Hí byrjaði í­ dag. Sótti fyrsta tí­ma vetrarins í­ Heimsmynd íslendinga 1100-1400. Við fyrstu sýn virðist námsskeiðið vera mjög áhugavert. Veit ekki hvort það komi eitthvað niður á mér að ég hafi ekki sama bakgrunn og aðrir en það kemur bara í­ ljós. Það hlýtur að vera eitthvað sem ég tek með mér úr þjóðfræðinni sem sagnfræðinemar hafa ekki. Ég hafði gert ráð fyrir að fara í­ tvö próf í­ desember en þar sem hér á bara að skila inn tveimur ritgerðum á ég bara eitt próf eftir í­ vetur. Ekki slæmt það. Nú er bara að vona að ég verði heppinn með dagsetningu í­ desember. Hvenær verður það þannig að nemendur fái að vita prófdaginn við upphaf annar?

Hættur

Rosalega leið þetta sumar hratt. Lét af störfum mí­num fyrir bankann í­ dag en finnst ég bara vera nýbyrjaður. Það var mjög gaman að fá að vinna í­ nýju umhverfi í­ nýju útibúi en efst í­ huga mér núna er þakklæti til vinnufélaga minna fyrir ótrúlegt þol gagnvart mér sí­ðustu þrjú sumur. Gleymi heldur ekki félögum mí­num á sambýlinu þó ég hafi ekki verið jafn mikið þar í­ sumar og sí­ðustu ár. Veit ekki hvar ég verð næsta sumar en eins og staðan er í­ dag er ég að skoða nám erlendis, annað hvort í­ Skandí­naví­u eða Bretlandseyjum.

í gær hittum við Sigrún nýnema í­ þjóðfræði ásamt Terry og Valdimar. Formannsins var sárt saknað. Alls byrja 15 nemendur í­ náminu í­ haust og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sýndum þeim myndir úr félagslí­finu á sí­ðasta ári og frá Gotlandi sem Sigrún hafði tekið saman. Kæmi mér ekki á óvart að þjóðfræðinemum ætti eftir að fjölga enn frekar spyrjist þessi kynning út. Ég sé mig sí­ðan tilneyddan til þess að gefa það út núna að ég ætla ekki að hafa umsjón með jólaglögg-bruggi fyrir næstu jól, nýnemum og öðrum þjóðfræðinemum lí­klega til mikillar gleði.

Mannorðshreinsun í­ Valhöll

Hafi írni Johnsen fengið uppreisn æru þýðir það að hann hafi fengið mannorð sitt hreinsað. Mannorð er samkvæmt mí­nu skilningi það orðspor sem fer af einhverjum. Ég vissi ekki að handhafar forsetavalds tækju að sér mannorðshreinsanir.

Vinna við uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í­ Suðurkjördæmi gæti orðið skemmtileg. Þar höfðu menn og konur áður val um kandidata á borð við Guðjón Hjörleifsson og Eyþór Arnalds. Núna bætist írni Johnssen við. Spurning hvort þeir geti ekki fengið Eggert Haukdal til að snúa aftur?

Uppgjör við Sví­þjóð

Þó ég sé löngu kominn heim frá Sví­þjóð þá á ég alltaf eftir að gera ferðina almennilega upp. Aðrir Gotlandsfarar hafa gert það ágætlega og kannski tilgangslaust að fara rekja alla ferðasöguna hér. Ég ætla mér samt að skrifa smá punkta um þau söfn sem ég heimsótti. Ég fór á öll þau söfn sem ég hafði ráðgert að heimsækja nema Póstminjasafnið. Það bí­ður næstu ferðar til Stokkhólms.

Konunglega hersafnið í­ Stokkhólmi – Livrustkammaren Royal Armoury
Stelpurnar og Jón fóru að versla fyrsta daginn. Ég, Óli, Jónbjörn og Addi ráfuðum um borgina en rákumst á þetta safn. Óli hafði skoðað það áður og hvatti okkur til að fara inn enda var það ókeypis. í kjallaranum voru til sýnis vagnar frá konungsfjölskyldunni, grunnsýningin hafði að geyma léttari vopn og brynjur á meðan efsta hæðin bar sýningu um samskipti Sví­þjóðar og Noregs í­ gegn um söguna. Einhvern veginn kom ég ekki rosalega sáttur út, loftið var þungt og lí­tið um upplýsingar til gesta.

Forn- og miðaldasafnið í­ Stokkhólmi – Historiska Museet
ísamt Sigrúnu ísleifs, Helgu Jónu, Lukku, Jóhönnu og Jóni fór ég þangað fyrst og fremst til að skoða Gotlandssteinana. Steinarnir eru á leið niður í­ gullsalinn sem hefur að geima helstu gersemar Sví­a úr fyrrnefndum málmi m.a. hjálmplöturnar frá Torslunda og nokkrir gullgubbar. Sú sýning er ágæt og örugglega betri ef maður leigir sér hljóðleiðsögn. Ámiðhæðinni er sýning um ví­kingatí­mann (þar sem lí­ka má sjá Gotlandssteina) og loks sýning um kirkjusögu á efstu hæðinni. Fátt sem heillaði mig beint á þessum sýningum. Gullsýningin er hringlaga með hliðarsal þar sem boðið er upp á video og stóru torgi í­ miðjum hringnum þar enn fleiri gripir eru til sýnis. Þó allt sé úr gulli þá mætti fækka gripunum eða finna leið til þess að gera framsetninguna áhugaverðari. Videoið bjargaði reyndar miklu. Ví­kingasýningin var í­ meðallagi (sýnir kannski hvað Þjóðminjasafnið okkar er flott) en kirkjusýningin var hörmung. Ef maður villist á sýningu er hún ekki sett rétt upp. Gesturinn man fyrst eftir að hafa villst en ekki hvað hann sá

Vasasafnið – Vasamuseet
Vasasafnið heimsótti ég með Rósu, Jónbirni, Sigrúnu S, Adda, Jóni og Sigrúnu ísleifs. Safnið er í­ einu orðið sagt magnað. Þó aðeins sé um að ræða einn sýningargrip þá heldur hann manni hugföngnum í­ langan tí­ma og höfundar sýningarinnar velta upp ýmsum spurningum. Stærsta spurningin er auðvitað af hverju skipið sökk? Þarna er upplýsingum komið á framfæri á mjög skýran og einfaldan hátt og geta gestir valið hvort þeir upplifa safnið með því­ að lesa skrifaðan texta eða renna áreynslulaust í­ gegn á þess að lesa stafkrók. Safnið fær lí­ka plús fyrir að bjóða upp á fleiri tungumál á útgefnu efni en ví­ðast hvar annars staðar, t.d. er hægt að velja í­slensku á heimasí­ðunni þeirra.

Sjávardýrasafnið í­ Djugí¥rden – Aquaria Water Museum
Sami hópur og heimsótti Vasasafnið. Kannski ekki beint mitt áhugasvið en samt sem áður gaman að koma þarna. Samkvæmt skilgreiningu ICOM er þessi sjávargarður safn lifandi dýra. Safnið var frekar lí­tið og dýrt inn en er örugglega ágætis skemmtun fyrir fjölskyldur. Hitabeltisfiskarnir voru flottastir enda stoppuðum við lengst hjá þeim. Þarna eins og ví­ða annars staðar eru upplýsingar af skornum skammti. Ég hefði gjarnan viljað vita eitthvað meira um fiskana, hvar þeir finnast í­ náttúrunni og hvað þeir heita. Enn eitt safnið sem skilar manni út með ósvöruðum spurningum.

Skansen
Skansen er elsta útisafn í­ heimi, stofnað 1891. Ég var því­ nokkuð spenntur fyrirfram að heimsækja safnið og varð ekki fyrir vonbrigðum. Upplýsingagjöf er til fyrirmyndar, textaspjöld við hvert hús en fyrst og fremst er upplifunin tilfinningaleg. Það sem helst má setja út á safnið er það nær ekki alls staðar að fanga anda húsanna, búið að dúka upp en matinn vantaði. En það er margt fleira að sjá í­ Skansen en gömul hús, m.a. er lí­till dýragarður ofarlega í­ safninu þar sem sjá má þau spendýr sem lifa í­ Skandí­naví­u. Þeir sem heimsækja Stokkhólm verða helst að kí­kja í­ Skansen.

Þjóðminjasafnið í­ Sví­þjóð – Nordiska museet : Nationalmuseum for kulturhistoria
Fór með Óla, Eygló, Jónbirni, Rósu og Sigrúnu ísleifs hingað. Ég er ekki viss um að ég vilji kalla Nordiska safnið þjóðminjasafn en hið í­slenska Þjóðminjasafn gerir það á heimasí­ðu sinni. Hér eru sýndir munir frá því­ eftir 1520. Fyrir þá sem hafa tekið Inngang að safnafræði þá er hefur Nordiska yfirumsjón með SAMDOK verkefninu. Að mörgu leiti er safnið vel heppnað en fornaldarlegt að öðru leiti. Heilu veggirnir af svipuðum hlutum fanga ekki athygli manns. Það sem vel er gert er t.d. sýning á húsbúnaði þar sem búið er að stilla upp borði með mat og öllu tilheyrandi. Hluturinn er sýndur í­ réttu samhengi en ekki einn og sér inn í­ skáp. Áveggnum á móti uppstillingunni voru sí­ðan heilu skáparnir af diskum og postulí­ni sem eins og áður segir var ekki jafn gaman að skoða. Þjóðháttasýningin var lí­ka mjög skemmtileg. Vel sett upp með gí­num og leikmunum. Handavinnu- og dúkkusýningarnar voru ekki jafn áhugaverðar en héldu stelpunum áhugasömum. Þá kom sér vel að búið var að koma upp bekkjum með reglulegu millibili á safninu. Sniðugt fyrir karlmenn sem þurfa oft að fylgja með inn á söfn. ínægðastur var ég þó með sýningu á efstu hæðinni þar sem tekin var fyrir spurningin hvort rí­kið ætti að hafa einkarétt á áfengissölu. Sýningin er sett þannig upp að hún fær gesti til þess að hugsa um efni sýningarinnar þó út sé komið. Þannig sýning skilar árangri.

Landssafnið í­ Visby – Lí¤nsmuseet pí¥ Gotland
Lí­klega á Landssafnið í­ Visby að vera einhverskonar þjóðminjasafn þeirra Gotlendinga. Höfundar sýningarinnar hafa þó leift sér að ganga lengra í­ túlkunum og framsetningu en á flestum munasöfnum. Aðaltilgangur ferðarinnar þangað var eins og á Historiska museet að skoða Gotlandssteina. Þeir eru sýndir í­ fyrsta sal safnsins. Mjög flott uppsetning en upplýsingagjöf er til háborinnar skammar. Það er þó huggun harmi gegn að verið er að vinna í­ að laga sýninguna enda er hún frá 1960. Upplýsingar er hægt að fá á stórum veggspjöldum sem fáir nenntu að lesa. Ef gengið er lengra inn á safnið er saga Gotlands rakin í­ tí­maröð. Sýningin er ágæt en maður er fljótur að renna í­ gegn um hana.

Bunge safnið – Friluftsmuseet i Bunge
í bí­ltúrnum okkar Jóns, Jóhönnu, Hlyns, Óla, Eyglóar, Sigrúnar ísleifs, Lukku og Helgu Jónu komum við við á Bunge safninu. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Safnið leggur mesta áherslu á að sýna “gamla Gotland”. Þar eru nokkrir bæir og byggingar sem gerðar hafa verið upp, fjórir Gotlandssteinar og nokkrar bátagrafir. Það er gert mjög vel við nokkrar byggingar en annars virðist safnið enn vera í­ uppbyggingu. Það má lí­ka setja út á það að gestir virðast ekki alltaf vita hvert skal halda næst. Það mætti bæta úr því­ með því­ að gera betri göngustí­ga. En safnið virðist enn vera í­ vinnslu og því­ er rétt að gefa þeim tækifæri. Upplýsingagjöf er þarna betri en ví­ða annars staðar. Þeir fá plús fyrir það.

Listunnandinn og módelið

Listunnandinn Eggert fór á opnun ljósmyndasýningarinnar hennar Gerðu í­ gærkvöldi. Hitti þar m.a. þrjár af barnapí­unum mí­num. Þórdí­si hef ég ekki hitt lengi. Sýningin var annars mjög áhugaverð. Mikið af náttúrumyndum en hrifnastur var ég skiljanlega af mynd af sólarlagi með Bjarg í­ forgrunni. Borgnesingar ættu að kí­kja í­ Félagsbæ um helgina og auðvitað lí­ka þeir sem leið eiga um bæinn.

Fékk tölvupóst í­ gær þar sem mér var boðið að sitja fyrir nakinn. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir nektarmyndum af mér held ég að afþakki boðið.

Setti inn 1135 myndir frá Gotlandi inn á Þjóðbrókarsí­ðuna í­ gærkvöldi. Þeir sem luma á myndum sem eiga erindi þangað inn geta haft samband.

Sit núna undir aulabröndurum frá Magga á borð við Einar ígúst, tvær september, þrjár október… Held ég fari að læsa mig inn í­ herbergi.