Kreppa í­ boltanum

Aðalstuðningsaðilar ensku fótboltaklúbbanna virðast annað hvort vera farnir á hausinn eða róa lí­fróður. XL Airways sem auglýsti á búningum West Ham fór t.d. á hausinn í­ sí­ðustu viku og nú óttast margir að tryggingafélagið AIG, aðalstuðningsaðili Man Utd sé að rúlla yfir um. Annars sá ég engann í­ United treyju í­ ræktinni í­ dag sem er nokkuð sérstakt þar sem aðdáendur þess klúbbs eru yfirleitt ófeimnir við að flagga stuðningi sí­num. í†tli það sé einhver sérstök ástæða fyrir því­ að menn klæddust ekki treyjunum í­ dag?

Húsin í­ söguhéraðinu

Sá tí­mi tí­mi sem mál veltast um í­ stjórnkerfum sveitarfélaganna er misjafn, allt frá nokkrum dögum upp í­ áratugi. Ég get t.d. sagt frá því­ að merkingar sögustaða í­ Borgarnesi voru til umræðu þegar pabbi sat í­ hreppsnefnd Borgarneshrepps á 7. og 8. áratugnum. Þegar ég settist í­ menningarmálanefnd gömlu Borgarbyggðar á sí­ðasta kjörtí­mabili voru merkingar sögustaða enn til umræðu og lí­tið hafði málið þokast lí­tið fram á við á 20 árum. Við sem sátum í­ nefndinni þetta kjörtí­mabil vorum öll á því­ að nú þyrfti að koma hlutunum í­ verk en fjármagnið skorti. Það var ekki fyrr en ákveðið var að koma á fót Landnámssetri í­ Borgarnesi að nokkrir sögustaðir Eglu voru merktir. Stórt og ánægjulegt skref þó fleiri staði hefði mátt merkja.

Eitt af þeim málum sem ég talaði sjálfur mikið fyrir var að ráðast í­ merkingar á eldri húsum og eyðibýlum í­ sveitarfélaginu. Þessi hugmynd er fengin frá Skagfirðingum sem samræmt hafa merkingar á eldri húsum og sést það t.d. ef ekið er um Sauðárkrók. Nú lí­tur út fyrir að ráðist verði í­ átak í­ merkingu húsa sem byggð voru fyrir 1950 og eyðibýla í­ Borgarbyggð. Þessu fagna ég að sjálfsögðu. Sí­fellt fleiri eru að átta sig á því­ að vilji Borgarbyggð kalla sig söguhérað þarf sagan að vera sýnileg þeim sem þangað koma í­ heimsókn.

Krónan og námsmenn erlendis

Ég er ánægður með Birki Jón þessa dagana. Hann spyr menntamálaráðherra hvort rí­kið hyggist koma til móts við þá námsmenn erlendis sem orðið hafa fyrir barðinu á gengishruni í­slensku krónunnar. Ég fékk að kynnast því­ lí­tillega sí­ðasta vetur á eigin skinni hvernig krónan fer með námsmenn sem hafa tekjur í­ í­slenskum krónum en þurfa að lifa á dönskum. Þannig var danska krónan í­ rétt rúmum 12 krónum í­slenskum þegar ég fór út en fór upp í­ 16,5 á meðan ég var úti. í stað þess að borga rúmlega 35 þúsund krónur í­ leigu fyrir herbergið mitt á mánuði þurfti ég að borga 50 þúsund í­slenskar svo eitthvað sé nefnt.
<!– /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} –

í verstu stöðunni eru þeir staddir sem fá lánsloforð frá LíN að hausti og taka yfirdráttarlán í­ bankanum út á það. Loforðið er reiknað út í­ mynt námslands miðað við gengi í­ byrjun annar. Lánið frá LíN er hins vegar greitt út miðað við gengi gjaldmiðils eftir að önninni lýkur. Krónan hækkaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum sí­ðasta vor og stórtöpuðu námsmenn erlendis á því­. SíNE hefur hvatt bankana til að bjóða upp á yfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum. Það er ekki vitlaus hugmynd enda er gengisáhættan þá úr sögunni, vextir eru lægri en á yfirdrætti í­ í­slenskum krónum og kostnaðurinn við sí­mgreiðslur eru minni.

Gunnarsstaðabóndi í­ klemmu

Bændur eru ósáttir með það verð sem þeir fá frá afurðastöðunum og skil ég þá vel. Á meðan verð á afurðum hækkar ekki í­ takt við verð á aðföngum skerðast kjör þeirra. Það er örugglega óþægileg staða fyrir Jóhannes Sigfússon að gegna formennsku í­ Landssamtökum sauðfjárbænda og fara fram á að afurðastöðvar hækki verð til bænda að lágmarki um 27 prósent. Á sama tí­ma er Jóhannes stjórnarformaður Fjallalambs sem hækkar afurðaverðið til bænda um 18 prósent.

Annars fær Fanný hamingjuóskir dagsins. Hún er orðin forseti NCF sem eru samtök ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndunum fyrst í­slenskra kvenna. Hennar bí­ða mörg erfið verkefni næsta árið en hún hefur kraftinn og viljann sem þarf til þess að til þess að leysa þau farsællega. Ég var því­ miður ekki vitni af kosningunni í­ Osló um helgina þar sem ég var staddur í­ Skagafirði sem var ekki sí­ður gaman.

Borgarnes ræður

Auðvitað ræður Borgarnes. Nú eru Skallarnir komnir í­ úrslitakeppni 3. deildarinnar í­ fótbolta þar sem þeir keppa við Huginn frá Seyðisfirði. Þetta tókst þeim án þess að hafa í­ liðinu besta í­slenska knattspyrnumann fyrr og sí­ðar (sjá sp. 24). Borgnesingar eiga lí­ka tré ársins sem hlýtur að teljast mikil viðurkenning. Ég geri allavega ráð fyrir að ferðamannastraumurinn í­ Borgarnes eigi eftir að margfaldast á næstu dögum.

Annars flutti Guðni ígústsson sí­na borgarnesræðu í­ gær og fórst það vel úr hendi. Einhverjir þurftu að standa þar sem setið var í­ hverju sæti í­ Félagsbæ og saknaði ég þó margra góðra framsóknarmanna sem hafa verið fastagestir á fundum í­ Borgarfirði og Mýrum á sí­ðustu árum.

Hugtakið „borgarnesræða“ virðist vera helst tengt við núverandi formann Samfylkingarinnar. Mér þykir miður að svo sé. Á þriðja áratug 20. aldar fóru t.d. fram landsfrægir stjórnmálafundir í­ Borgarnesi þar sem menn á borð við Jónas frá Hriflu fluttu nokkurra klukkustunda langar ræður, borgarnesræður. Fundir þessir fóru fram í­ gamla sláturhúsinu og stóðu menn þá í­ salnum þar sem engin sæti voru í­ allt að sex klukkustundir á meðan stjórnmálamennirnir tókust á í­ púltinu. í Borgarnesi voru því­ fluttar borgarnesræður löngu áður en Ingibjörg Sólrún fæddist. 

Smáþjóðarembingur og smygl Dorritar

Það veit ekki á gott þegar Norðmenn eru farnir að spá okkur ólympí­ugulli. írum saman hafa þeir spáð íslendingum sigri í­ Eurovison án þess að það hafi gengið eftir. Við skulum vona að þeir séu sannspárri í­ handboltanum en söngnum.

Flókið er að bera saman árangur þjóða á ólympí­uleikum með tilliti til fólksfjölda en í­slenski smáþjóðanördinn í­ mér fékk mig til að skoða þær upplýsingar aðeins betur. Ég renndi í­ flýti yfir verðlaunaþjóðir á ólympí­uleikunum frá 1904 með það að markmiði að kanna hver væri fámennasta þjóðin sem unnið hefði til verðlauna á sumarleikum til þessa í­ hópí­þrótt. Vandamálið er að ég hef ekki nákvæmar tölur um mannfjölda í­ rí­kjum verðlaunaþjóðanna árið sem leikarnir fóru fram þannig að ályktunarhæfni mí­n er í­ sumum tilfellum eini mælikvarðinn. Þegar ég hafði farið í­ gegn um alla verðlaunahafana rakst ég á þessa frétt frá frændum okkar í­ Færeyjum og staðfestir hún hluta þess sem ég hafði komist að.

Mér sýnist að til þessa sé Noregur fámennasta þjóðin sem sigrað hefur í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum að sumri til (og þá eru boðhlaup, kappróður og fleiri versjónir af einstaklingsí­þróttum ekki taldar með). Norska kvennalandsliðið í­ handbolta vann silfur á leikunum í­ Seoul 1988. Handbolti virðist vera ágæt í­þrótt fyrir smærri þjóðir til þess að vinna til verðlauna enda eiga Danir og Sví­ar einnig medalí­ur fyrir góðan árangur þar. Engu að sí­ður segir tölfræðin okkur að það afrek sem í­slenska handboltalandsliðið hefur þegar unnið á þessum leikum sé magnað. Aldrei hefur svo fámenn þjóð unnið til verðlauna í­ hópí­þrótt á ólympí­uleikum.

Annars hef ég fylgst með pistlum Dan Steinberg sem birst hafa á heimasí­ðu Washington Post á meðan leikarnir í­ Peking hafa staðið. Það eru ekki margir Bandarí­kjamenn fyrir utan hann sem skrifa um handboltann svo ég viti til. Pistillinn þar sem hann segir hann m.a. frá því­ hvernig forsetafrúin okkar smyglaði honum inn á handboltavöllinn með því­ að halda því­ fram að hann væri forseti íslands er góður.

She [Dorrit Moussaieff] told me she was friends with Katharine Graham. Then she tried to bring me onto the floor, where 14 large Icelandic men were glorying in the craziest athletic accomplishment in their country’s history.

„I don’t think I can go this way,“ I said.

„Yes you can; if you’re with me you can,“ she said, approaching the arena guard. „I’m the wife of the President; that’s the President,“ she said, nodding at me while dragging me past the guard.

And so I passed through the tunnel and onto the floor, nominally the president of Iceland, allowing for a pretty direct look at Nordic joy. A few minutes later, I asked the players to describe this happiness, this bliss that they had brought to their 300,000 fellow citizens, who have never tasted Olympic gold.

 

Whitney Houston í­ ísbyrgi

Ég hafði það af að fara í­ útilegu í­ sumar. Aðfaranótt laugardags gisti ég í­ ísbyrgi í­ góðum hópi eins og lesendur minna reglulegu mánudagspistla ættu að vita. ísbyrgi er magnaður staður og skammast maður sí­n hálfpartinn fyrir það hversu sjaldan maður hefur komið þangað. Framsóknarmenn í­ Norðausturkjördæmi gefa manni hins vegar ástæðu til að heimsækja staðinn einu sinni á ári.

Ég hef ekki tölu á því­ hversu oft ég hlustaði á sama Whitney Houston lagið sem og norska eurovisionlagið á meðan ferðinni stóð. Fyrra lagið var fyrsta lagið á eina geisladisknum sem fannst í­ bí­lnum en það seinna virðist vera eina lagið sem Bylgjan spilar um helgar. Næst verður reynt að raða þannig í­ bí­linn að fleiri diskar komist með þó það sé alveg spurning hver þurfi á tónlist að halda þegar maður hefur skemmtilega ferðafélaga eins og ég í­ þessari ferð.

Lí­klega heimsótti ég hinn eina sanna Staðarskála í­ sí­ðasta sinn á föstudaginn þar sem nýr skáli opnar fljótlega nokkuð sunnan við þann gamla. Þá heimsótti ég Reðursafnið á Húsaví­k í­ gær og varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Efniviðurinn er í­ sjálfu sér áhugaverður en miðlunina mætti bæta mikið. Lí­klega er skorti á fjármagni um að kenna að það hefur ekki verið gert.

ífram í­ minnihluta

Ég fékk ósk mí­na uppfyllta í­ dag. í Reykjaví­k, nánar tiltekið á Laugardalsvelli sat ég á fremsta bekk og horfði á Aston Villa skora fjögur mörk gegn FH-ingum. Frá því­ ég var átta ára hefur mig langað til að sjá liðið mitt spila og bjóst ég svo sem ekki við því­ að það myndi gerast á íslandi. Leikur Villa liðsins var svo sem ekki neitt sérstakur. Þar sem Barry spilaði með fer hann lí­klega ekki til Liverpool og fögnum við því­. Hann var heldur slakur í­ leiknum eins og reyndar flestir leikmenn Villa sem keyrðu yfir Hafnfirðinga án þess að þurfa hafa mikið fyrir því­.

Við sem mættum í­ Villa treyjum í­ stúkuna vorum í­ miklum minnihluta. Það hefur hingað til ekki verið neitt sérstaklega vinsælt að halda með Aston Villa og hafa smáklúbbar eins og Manchester United, Liverpool, Arsenal og Chelsea heillað landann meira. Miðað við spilamennskuna sem Villa sýndi í­ kvöld er ég ekki viss um að aðdáendurnir hópist að liðinu og að við sem styðjum klúbbinn verðum áfram í­ minnihluta meðal í­slenskra knattspyrnuáhugamanna. En aldrei að segja aldrei. Einn daginn gæti maður verið kominn í­ meirihluta án þess að vita af.