Ótrúlega öflug stjórnarandstaða

Miðað við málflutning ríkisstjórnarinnar stendur stjórnarandstaðan í vegi fyrir allskonar sniðugum og góðum lausnum á þeim vandamálum sem þarf að leysa. Þetta finnst þeim auðvitað hið versta mál. Ömurleg þessi stjórnarandstaða.

Það sem er samt svo merkilegt er hversu miklu öflugri þessi stjórnarandstaða er heldur en þær seinustu á undan. Allavega ef marka má VG og Samfylkingu. Þeir flokkar voru fullkomlega áhrifalausir í stjórnarandstöðu, og bera enga ábyrgð á neinu sem hér gerðist, í næstum tvo áratugi (og merkilegt nokk þá var Samfylkingin líka fullkomlega áhrifalaus og án ábyrgðar á meðan hún sat í ríkisstjórn).

Það er svo annað mál að núverandi ríkisstjórn kvartar yfir því að stjórnarandstaðan hafi engar lausnir. Því var einmitt aldrei haldið fram um t.d. Vinstri Græna á meðan á þeirra eyðimerkurgöngu stóð.

Svona er pólitíkin á Íslandi merkileg.