… og nú af náungakærleik kristinna Færeyinga.

Þessi frétt vakti aldeilis athygli í kvöld: http://visir.is/heittruadur-faereyskur-thingmadur-neitar-ad-snaeda-med-johonnu-/article/2010635639330

Höfum það bara á hreinu að þessi maður er fífl. Haturs- og fordómafullt fífl sem felur sínar eigin andlegu takmarkanir á bakvið kross og biblíu. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að hann sé á einhvern hátt einkennandi fyrir trúað fólk, hvað þá kristið fólk. En finnst ykkur ekki merkilegt hversu sjaldan svona fáránlegir fordómar koma frá yfirlýstum trúleysingjum? Ætli það hafi eitthvað með það að gera að þeir, eins og flest fólk yfirhöfuð held ég, treysta meira á eigið siðferði en 2000 ára gamlar kreddur?

Þegar fólk eins og Kolbrún Bergþórsdóttir og Karl Sigurbjörnsson ræðst á trúleysingja og sakar þá um kaldlyndi og mannvonsku gleymir það af einhverjum ástæðum því alltaf að helstu boðberar haturs og fordóma á jörðinni boða sinn lágtsiglda viðbjóð einatt undir formerkjum trúar.

Mér finnst annars magnað hversu illa mörgum kristnum einstaklingum gengur að iðka þennan rosalega náungakærleik sem sagður er einkenna þau trúarbrögð, nema þá á tyllidögum.