Haustlægðir (PAW)

Eftir að ríkjandi veðralag vikunnar hafði verið vetrarlegt brast allt í einu á með haustlægðum um helgina. Það var eithvað svo óreiðukennt að mér fannst liggja við að taka óreiðukennda mynd af áhrifum vindanna. Mynd-á-viku mynd númer 45. Allar myndirnar hingað til eru hér.

Jóhanna dettur í nemendafélagsgírinn

Viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar á þingi í dag ollu mér heiftarlegu nostalgíukasti. Allt í einu fannst mér ég vera kominn aftur í menntaskóla hlustandi á stjórnendur nemendafélags svara gagnrýni. Í mínum menntaskóla var það nefnilega þannig að allri gagnrýni á störf stjórnar nemendafélagsins var svarað með því að ef þeir sem gagnrýndu gætu […]

Að vera á móti moskum og trúfrelsi

Er trúfrelsi á Íslandi? Já, skv. 63. grein stjórnarskrárinnar eiga allir rétt á að iðka trú í samræmi við sannfæringu sína. Menn mega svo stofna trúfélög utan um þessa iðkun. Hefur verið litið á það sem eðlilegan hluta af þessu trúfrelsi að hið opinbera standi ekki í vegi fyrir því að lögleg trúfélög komi sér […]

Að raka eða ekki raka? (PAW)

Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér upp á síðkastið. Var svo tjáð áðan af bróður mínum að maður megi ekki raka sig í nóvember þannig að þessi klípa leystist farsællega. Mynd-á-viku mynd númer 44. Allar myndirnar hingað til eru hér.