Gídeonforsetinn og mannréttindi barna

Svo óvenjulega vildi til að ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar var fjallað um nýsamþykktar reglur Reykjavíkurborgar um samskipti lífsskoðunar- og trúfélaga við menntastofnanir þar sem loksins er kveðið skýrt á um að trúboð verður ekki stundað í leik- og grunnskólum borgarinnar (eða í dægradvölum þeirra síðarnefndu). Eins og gefur að …

Þjófstartað – punktablogg

Hér birtist áðan pistill sem átti ekki að birtast strax. Ég tók hann út af því að honum er ætlað að birtast á öðrum vettvangi áður en hann birtist hér. Það er semsagt ekki um neina ritskoðun að ræða heldur einfaldan klaufaskap i sjálfum mér því ég hafði steingleymt að breyta birtingaráætluninni sem ég var …

Það flugu apar út úr rassinum á mér…

…og bættust þeir í hóp fljúgandi svína sem voru í oddaflugi yfir Reykjarvíkurtjörn. Eða það er allavega ekki ólíklegra en það að Jón Magnússon hafi verið að kvarta yfir fordómum í garð manna af sinni þjóðfélagsstöðu og bera sig saman við gyðinga á fyrri hluta seinustu aldar. Jón Magnússon. Æi þið vitið, hæstarréttarlögmaðurinn sem sat …

Páll Óskar, fordómarnir og íslenska umræðuhefðin

Af einhverjum ástæðum hefur orðið einhver umræða um orð sem Páll Óskar Hjálmtýsson lét falla í viðtali við RÚV í gær. Ég fatta það ekki alveg og held að hún hljóti að byggja á annað hvort misskilningi eða ofurviðkvæmni. Skoðum hvað það var sem Palli sagði sem fer svona fyrir brjóstið á fólki: Mér finnst …

Kristin þjóð og hvít

Dögg Harðardóttir heldur áfram að gleðja. Í umræðum í stjórnlagaráði í dag (Dögg byrjar að tala á ca. 163 mínútu) fór hún á umtalsverðum kostum. Hún benti t.d. á að múslimar séu ekki sérstaklega umburðarlyndir, af því að þeir mega ekki breyta um trú. Af því tilefni langar mig að rifja upp fyrsta boðorð kristinna …

Kristniboðar í baráttu gegn réttindum barna

Í gær birtist eftir mig á Vísi.is grein þar sem ég svara frekar furðulegri grein Daggar Harðardóttur. Dögg titlar sig sem stjórnlagaráðsfulltrúa sem á líklega að gefa orðum hennar meira vægi en hún er nú meira en bara það. Hún er fyrrverandi formaður Aglow – alþjóðlegra samtaka kristinna kvenna – á Íslandi. Aglow eru einhverskonar …

Nýbakaður leikskólakennari

Nú get ég loksins breytt headernum á síðunni minni. Ég er ekki lengur skeggjaður leikskólakennaranemi heldur skeggjaður leikskólakennari. Útskrifaðist um helgina með 1. einkunn (7.88) frá Háskólanum á Akureyri. Ég get mælt heilshugar með því að fólk stundi fjarnám frá HA. Viðmót kennara og starfsfólks eru til fyrirmyndar og allt hefur staðist eins og stafur …

Biskupsstofa í spunaham

Ég minntist á það í seinusta bloggi mínu að Dögg Harðardóttir stjórnlagaráðsmaður vildi meina að með því að fjalla ekki sérstaklega um ríkiskirkjufyrirkomulagið í stjórnarskrá væri verið að boða trúleysi. Seinustu daga hafa svo ríkiskirkjuprestar tekið upp svipaðan málflutning varðandi tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um að fjarlægja trúboð úr opinberum leik- og grunnskólum. Þetta er skrýtinn …