Mér sýnist á öllu að meinlegur misskilningur ríki hjá meðlimum stjórnlagaráðs um það hvað aðskilnaður ríkis og kirkju og afnám sérréttinda ríkiskirkjufólks umfram aðra snýst um. Ég ætla ekki að eyða tíma í þá þvælu Daggar Harðardóttur að það eigi ekki að aðskilja af því að trúleysi sé ekki hlutlaus skoðun. Þeir sem halda að …
Category Archives: Almennt/hugleiðingar
Hatrammur biskup á heilögum Páskum
Svona talar maður sem hefur horft inn í sortann og horfst í augu við andlegt skipbrot guðleysisins, mannhyggjunnar, vísindalegrar efnishyggju, eins og það hét, í helju Gúlagsins, illskunnar, mannfyrirlitningarinnar. Guð er. Líka þar. # Svo mælti séra Karl Sigurbjörnsson, æðsti opinberi embættismaður ríkiskirkjunnar. Hann var að sjálfsögðu að setja trúleysi í samhengi við illvirki kommúnista, …
Í dag gerðist ég glæpamaður!
Í dag hjálpaði ég til við að fremja lögbrot. Við í Vantrú héldum árlega páskabingóið á Austurvelli í hádeginu, í trássi við hin fáránlegu lög um helgidagafrið. Eins og Matti bendir á í dag þá snýst þessi viðburður ekki um bingó. Hann snýst ekki heldur um frídaga. Hann snýst um að í lögum á Íslandi …
Presturinn og góðvildin
Sr. Gunnar Kristjánsson er víst einn af þeim prestum sem vill meiri pólitík í predikanir. Í dag sagði hann þetta í predikun á Reynivöllum: Aðeins með trúnni á upprisuna getum við sýnt þá góðvild sem hefur engan tilgang nema sjálfa sig. Ef þú trúir því ekki bókstaflega að fyrir tæpum 2000 árum hafi maður verið …
Hádegisspjall á leikskólanum
Barn: Af hverju er fiskur? Egill: Það er alltaf fiskur á mánudögum og fimmtudögum. B: En af hverju? E: Af því að hann er svo góður fyrir börn sem eru að vaxa. B: Vaxa!?! Börn vaxa ekki! Blóm vaxa! E: Hvað gera börn þá? B: Þau stækka. Þá veit ég það.
Lítið um að vera hér
Það er blogglægð í gangi. Hana má fyrst og fremst skýra út með því að það hefur verið nóg að gera í skólanum. Ég er í einum bóklegum áfanga sem heitir Menntasýn og mat á skólastarfi og svo er ég að vinna að lokaverkefninu mínu. Þar geri ég kennsluvef um ljósmyndun í leikskólastarfi og fræðilega …
Uppeldisfræði Jónasar Kristjánssonar
Jónar Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri og núverandi nöldrari skrifar um skokkarann sem gekk í skrokk á barni í Hveragerði. Jónar bíður ekki upp á að vísað sé beint í ákveðnar bloggfærslur frekar en annað sem tilheyrir góðum netsiðum eins og t.d. athugasemdir við greinar (fyndið að maðurinn sem hefur ítekað spáð netmiðlum sigri yfir prentmiðlum nýti …
Augnsýkingar og ljósmyndun…
…þetta tvennt fer ekki vel saman. Og þar af leiðandi fer vel á því að ég fái augnsýkingu akkúrat þegar ég ætlaði að fara að hella mér á kaf í að leika mér með nýju Canon EOS 7D vélina sem ég keypti mér á gamlársdag. Mér sýnist á öllu að ég sé nokkuð vel settur …
Klukkan og rúðustrikaða fólkið
Ég næ engri tengingu við þessar pælingar um að seinka klukkunni á Íslandi. Eftir því sem ég best sé þá er líklega gáfulegast að vera ekkert að hringla með klukkuna, enda fylgir því bæði vesen og kostnaður, en að hugsa frekar um að breyta því einfaldlega hvenær dagurinn, þetta sem við afmörkum flest með annars …
Af hverju léleg kjörsókn?
Ég veit ekki af hverju kjörsóknin í gær var svona léleg. Ég væri alveg til í yfirvegaða umræðu um það. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar virðist hins vegar vera búin að finna orsökina og hún felst annars vegar í því að kosningavélar stóru flokkana fóru ekki af stað og hins vegar að almenningur sé sinnulaus um …