Tröllafossar

Um daginn fór ég í smá ferðalag um vesturland. Ég var fyrst og fremst í Húsafelli og nánast nágreni og tók fullt af myndum sem ég er svona smátt og smátt að vinna og henda inn á netið. Hér eru nokkrar úr fyrsta skammti sem er af Tröllafossi en restin af myndunum þaðan er hérna.

Í dag gerðist ég glæpamaður!

Í dag hjálpaði ég til við að fremja lögbrot. Við í Vantrú héldum árlega páskabingóið á Austurvelli í hádeginu, í trássi við hin fáránlegu lög um helgidagafrið. Eins og Matti bendir á í dag þá snýst þessi viðburður ekki um bingó. Hann snýst ekki heldur um frídaga. Hann snýst um að í lögum á Íslandi …

Leikskólarnir í lífi mínu

Í dag er haldið upp á Dag leikskólans á Íslandi. Flestir leikskólar héldu upp á hann á föstudaginn skv. ábendingu frá Félagi Leikskólakennara en einhverjir ákváðu þó að gera það eftir helgi. Leikskólarnir á Héraði ætla t.a.m. að gera sér dagamun á morgun heyrði ég frá stelpu sem er með mér í leikskólakennaranáminu. Ástæðan fyrir …